Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 32

Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN & DREIFING Torg ehf. 2022 - 2025 BAKÞANKAR | Pétur Georg Markan Ég staðfesti vorveiðina í síðustu viku. Mér fer hins vegar ekkert fram í veiðiskapnum; kasta stutt, týni f lugum, húkka í bakið og veiði minna en ekkert. En spenn­ ingurinn fyrir ferðunum verður bara meiri. Milla konan mín skilur þetta ekki. Rándýrt og fyrirhöfnin meiri en að koma fimm manna fjöl­ skyldu í bakpokaferðalag. Ekkert kemur til baka nema næpufölur, móralskur miðaldra kall – hvítur að utan, með sól í sinni. Það er þó eitt sem truflar mig í veiðiskapnum, þó það reyni eiginlega aldrei á það. Það er þetta með að sleppa fiskinum. Að veiða án þess að borða bráðina verður aldrei annað en óeðli í mínum huga – alveg sama hvað eldheitur f luguveiðiréttindaleigutaka­ spámaður prédikar ástríðufullur á milli ekkanna. „Þú klárar fiskinn þinn,“ sagði mamma og það stendur. Fegurð kastsins og lögun lín­ unnar, innsæið fyrir straumnum, augað fyrir hyljunum og eyrað fyrir árniðnum er listin í veiðinni. Lyktin af sumarbakkanum, næturbirta trúnóanna og júlí­ bláminn í himnasölunum þegar maður liggur vaðlaður í grasinu, rétt ryðgaður og finnst maður eilífur, er guð og hamingjan sem fylgir þessu stórkostlega sporti. Ég hef sumsé verið í glímu með þetta að sleppa fiskinum – en látið mig hafa það. En í síðustu veiðiferð komst síðan skikkan á sköpun skaparans í þessum vandræðum mínum – ný veiðiað­ ferð sem steig út þessa náttúruvá sem sleppingar eru. Nú kem ég fullgíraður í hollið, vaðlaður upp með hatt og klút, set upp stöngina mína, hef litaraðað f luguboxið mitt klárt í framvaðlavasanum, sest á bakkann og segi sögur. Ég sumsé sleppi sleppi. n Sleppi og sleppi Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is LÆGSTA ER Á DALVEGI Í KÓPAVOGI VERÐIÐ N Ó I S Í R Í U S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.