Fréttablaðið - 23.03.2023, Page 4
Útlit er fyrir að 1,7 milljarðar
króna sem áætlaðir voru í
fjölgun NPA-samninga nýtist
ekki sem skyldi á árinu. Tafir
hafa orðið á verklagsreglum
og sveitarfélög eru vöruð við
að nýjum samningum sé ekki
tryggt fjármagn frá ríkinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
félagsmál Félagsmálaráðuneytið
hefur sent út bréf til sveitarfélaganna
þar sem greint er frá töfum á nýjum
verklagsreglum um gerð NPA-
samninga fyrir fatlað fólk. Áætluð
var mikil fjölgun samninga á árinu
en hún er nú í uppnámi.
„Í ljósi þess að gerð verklagsreglna
er ekki lokið er ekki tryggt að nýir
samningar um NPA sem þegar hafa
verið gerðir fái ríkisframlag,“ segir í
bréfinu.
Árið 2022 veitti ríkið framlög til 89
NPA-samninga en hver þeirra kostar
að meðaltali um 30 milljónir króna.
Gert var ráð fyrir að samningum yrði
fjölgað um 56 á árinu, eða nærri 63
prósent. Öðrum 27 yrði svo bætt við
á árinu 2024. Þetta var ákveðið með
nýjum lögum sem Guðmundur Ingi
Guðbrandsson félagsmálaráðherra
kom í gegnum Alþingi í desember
síðastliðnum. Heildarupphæð er
nærri 1,7 milljarðar króna en þar af
greiðir ríkið fjórðung, það er vel á
fimmta hundrað milljóna.
„Það hefði átt að vera löngu búið
að gera þetta. Þetta hefði ekki átt að
taka svona langan tíma,“ segir Rúnar
Björn Herrera Þorkelsson, formaður
NPA miðstöðvarinnar. Það sé synd
að það taki það auka fjármagn sem
sett hefur verið í málaflokkinn svona
marga mánuði að komast í umferð.
„Það eru margir að bíða. Á meðan
liggur fjármagnið, sem ákveðið var
að veita í þessa mannréttindaþjón-
ustu, og gerir ekki neitt,“ segir hann.
Aðspurður hvort hann sé von-
góður um að það takist að bæta við
56 NPA-samningum á árinu segir
hann svo ekki vera. Helst gæti það
náðst ef forgangsraðað yrði á rangan
hátt, það er að ódýrari samningum
yrði forgangsraðað umfram þá dýr-
ari. „Ég óttast það svolítið að minni
samningum verði forgangsraðað
umfram stærri,“ segir Rúnar. Segist
hann þó vilja trúa því að sveitar-
félögin forgangsraði þjónustunni
til þeirra sem þurfa mest á henni að
halda.
Heiða Björg Hilmisdóttir, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segist ekki trúa öðru en að
staðið verði við fjölgun NPA-samn-
inga. „Hins vegar er mars að verða
búinn,“ segir hún. „Við leggjum
mikla áherslu á að þetta gerist hratt
og vel. Það hefði verið hægt að breyta
úthlutunarreglum fyrir áramót eða
strax eftir þau. Ég finn fyrir miklum
pirringi hjá sveitarfélögunum.“
Í svari félagsmálaráðuneytisins
við fyrirspurn Fréttablaðsins segir
að ákveðið hafi verið að endurskoða
og styrkja verklag við afgreiðslu
umsókna í ljósi mikillar fjölgunar
samninga. Samband íslenskra sveit-
arfélaga hafi komið að þeirri vinnu.
„Vinnan við gerð verklags er á
lokametrunum,“ segir í svarinu.
Á meðan nýtt verklag sé í mótun
liggi ekki fyrir hvaða nýir samningar
fái ríkisframlag. En sveitarfélögum
sé frjálst að gera NPA-samninga án
ríkisframlags. „Ráðuneytið þarf
að gæta jafnræðis milli íbúa á öllu
landinu og getur ekki tryggt að nýir
samningar sem sveitarfélög stofna
til áður en verklag er tilbúið fái sjálf-
krafa ríkisframlag.“ n
Ég finn fyrir miklum
pirringi hjá sveitar-
félögunum.
Heiða Björg
Hilmisdóttir,
formaður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
Fjölgun NPA-samninga er í óvissu
vegna tafa af hálfu ráðuneytisins
Guðmundur Ingi fékk lögin í gegn í desember en verklagsreglur hafa tafist í ráðuneyti hans. Fréttablaðið/Ernir
Unnur Sverris-
dóttir, forstjóri
Vinnumála-
stofnunar
bth@frettabladid.is
Vinnumarkaður Atvinnuleysi var
fimm prósent í febrúar samkvæmt
árstíðaleiðréttum niðurstöðum
vinnumarkaðsrannsóknar Hag-
stofu Íslands.
Atvinnuleysið jókst um 1,9 pró-
sentustig á milli mánaða, einkum
meðal karla. Hlutfall atvinnulausra
karla var 6,4 prósent í febrúar 2023
og tvöfaldaðist milli mánaða.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að þetta
eigi sér árstíðarbundnar skýringar.
Nánast undantekningarlaust vaxi
atvinnuleysi hjá körlum á þessum
tíma í ljósi þess að minna er um
framkvæmdir en ella í byggingar-
geiranum.
Unnur segir að flest störf í grein-
inni séu karllæg. Megi því rekja
þessa breytingu að nokkru leyti
beint til veðurfars.
„Í sögulegu tilliti er atvinnuleysi
frekar lítið og eins og í góðu ári,
þrátt fyrir aukið atvinnuleysi karla,“
segir Unnur.
„Við spáum minnkandi atvinnu-
leysi strax í þessum mánuði.“ n
Spáir minnkun
atvinnuleysis
benediktboas@frettabladid.is
m e n n ta m á l Fr æðslu m iðstöð
atvinnulífsins (FA) mun hætta rekstri
vefsíðunnar Næsta skrefs og loka
aðgengi að henni frá 1. apríl, þar sem
Fræðslumiðstöðin getur ekki staðið
ein að rekstri hennar og þróun. Þetta
kemur fram í bréfi sem FA sendi frá
sér í gær.
Næsta skref miðlar upplýsingum
um nám og störf og er eini vefur
sinnar tegundar á Íslandi. Á meðal
notenda eru nemendur, foreldrar,
kennarar, leiðbeinendur, náms- og
starfsráðgjafar í grunn-, framhalds-
og háskólum og framhaldsfræðslu.
FA hefur sótt um fjármagn til
þriggja ráðuneyta sem tengjast
áherslum vefjarins án árangurs. Sam-
ræður FA, Menntamálastofnunar og
fyrrum mennta- og menningarmála-
ráðuneytis skiluðu engu. n
Vefsíðunni Næsta
skrefi lokað
Þann 21. mars 2023 samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að kynna verklýsingu vegna áformaðrar
aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkun skotæfingasvæða á Álfsnesi. Með vísan til 1.-2. mgr. 30.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er verkefnislýsingin og fyrstu drög að tillögu lögð fram til kynningar og
umsagnar. Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.
is fyrir 21. apríl 2023. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkurborgar.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Borgarverkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeild
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Álfsnes
Skotæfingasvæði
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Þan 21. mars 2023 samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að k nn verklýsingu veg áformaðrar
aðalskipulagsbreytingar er v rðar landnotkun skotæfingasvæða á Álfsnesi. Me vísan til 1.-2. mgr. 30.
gr. skipulagsla a nr. 123/20 0 er verkefnislýsingin og fyr tu drög að tillögu lögð fram til kynningar og
umsagnar. Óskað er eftir því að athug semdum verði komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.
is fyrir 21. apríl 2023. Þeir sem óska nánari upplýsi ga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkurborgar.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa b rgarstjór
Borga verkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeil
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulag sv ð
Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Álfsnes
Skotæfingasvæði
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
helgisteinar@frettabladid.is
efnahagsmál Greint var frá því í
gærmorgun að stýrivextir myndu
hækka um eitt prósent. Stýrivextir
hafa nú tífaldast á tveimur árum og
hafa ekki verið jafn háir í áratugi.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
forseti ASÍ, segir hækkunina galna.
„Á sama tíma er því haldið fram að
vextir til þeirra sem eiga fjármagnið
megi ekki vera neikvæðir að raun-
virði. Þetta þýðir á mannamáli að
fólkið sem á fjármagnið má alls ekki
þurfa að búa við það að fá minni
ávöxtun en sem nemur að minnsta
kosti verðbólgu síðustu 12 mánuði,“
segir hann.
„Það er verulegt áhyggjuefni að
ekki hafi tekist að koma böndum
á verðbólgu og verðbólguvænt-
ingar þrátt fyrir brattar stýrivaxta-
hækkanir seinustu misserin,“
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðal-
hagfræðingur Arion banka, hefur
einnig gagnrýnt stjórnmálamenn
sem ásaki almenning í landinu fyrir
að stuðla að þenslu og verðbólgu
með eyðslusemi sinni. „Ólíkt ríkis-
sjóði hafa heimilin í landinu safnað
sparnaði og eiga mikinn sparnað á
sama tíma og ríkið safnar skuldum
og sýnir lítið aðhald.“ n
Stýrivaxtahækkanir að vekja hörð viðbrögð
Ólíkt ríkissjóði hafa
heimilin í landinu
safnað sparnaði og
eiga mikinn sparnað.
Erna Björg Sverrisdóttir
4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023
FiMMtUDAGUr