Fréttablaðið - 23.03.2023, Side 13

Fréttablaðið - 23.03.2023, Side 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 23. mars 2023 Mæðgur skarta íslenskri hönnun á fermingardeginum Mæðgurnar Katla Líf Drífu-Louisdóttir og Drífa Freyju-Ármannsdóttir, sviðshönnuður og lífskúnstner, eru langt komnar með undirbúninginn fyrir stóra daginn hennar Kötlu. 2 Mæðgurnar Katla og Drífa eru einstaklega samrýndar og ætla að vera í stíl í fermingarveislunni og klæðast íslenskri hönnun. Myndir/natalie KubiaK Hugmyndin byrjaði hjá nærfata- framleiðanda. FrÉttablaÐiÐ/Getty sandragudrun@frettabladid.is Á þriðjudaginn var tillaga sam- þykkt af staðlaráði Ástralíu að tæknilegri forskrift fyrir jarðgeran- legan vefnað. Þó að til séu alþjóð- legir staðlar um jarðgeranleg efni segist starfsfólk staðlaráðsins ekki vita til þess að slíkir staðlar hafi áður verið gerðir um vefnaðarvöru. Þetta er því að öllum líkindum fyrsti staðallinn í heiminum sem tryggir að fatnaður sé að fullu jarð- geranlegur. Þennan árangur má þakka und- irfataframleiðandanum Stephanie Devine sem hefur undanfarna 18 mánuði unnið að því ásamt sjálf- bærnisérfræðingum, fræðifólki og fólki innan textíliðnaðarins að búa til tillögu að þessari forskrift. Nærföt sem rotna Ástralir senda næstum 227.000 tonn af vefnaðarvöru til urðunar árlega. Það er því ljóst að það að framleiða jarðgeranlegan fatnað myndi leysa stóran vanda. Steph- anie Devine hefur gert tilraunir með að framleiða jarðgeranleg nærföt, gerð úr 100% náttúrulegum trefjum, þar með talið allur tvinni og merkimiðar. Nærfötin eru lituð með vott- uðum lífrænum litarefnum, allar teygjur eru úr náttúrulegu trjágúmmíi og málmhluti eins og spennur má fjarlægja auðveldlega. En þrátt fyrir það mátti hún ekki fara með nærfötin til urðunar þar sem enginn opinber staðall sann- aði að fötin myndu rotna á öruggan hátt. En núna er staðallinn opin- ber í Ástralíu og vonandi taka aðrar þjóðir við sér í kjölfarið. n Föt verða að moltu Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.