Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 16
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
Kristjana Björk á að eigin
sögn í flóknu ástar-haturs-
sambandi við tískuna. Hún
gleymir því þó aldrei þegar
söngkonan og átrúnaðargoð-
ið Lizzo benti á hana og vin-
konur hennar á tónleikum í
London og hrósaði þeim fyrir
klæðnaðinn.
Kristjana Björk Barðdal er öflug
ung kona sem starfar við hugbún-
aðarþróun hjá Reykjavíkurborg,
sinnir meistaranámi í iðnaðarverk-
fræði, starfrækir tæknihlaðvarp,
situr í stjórn tæknifélagsins Ský,
sat í stjórn Ungra athafnakvenna
og stofnsetti Reboot Hack ásamt
bekkjarsystrum sínum úr tölvunar-
fræðinni. Hún talar mikið opinber-
lega um tækni, nýsköpun og jafn-
rétti. „Ég og vinir mínir myndum
frekar einblína á þessar hliðar á mér
en ég hef samt líka mjög lúmskan
áhuga á tísku.“
Kristjana segist ekki fylgja tísku-
straumunum og finnst erfitt að gera
eins og allir aðrir. „Ætli ég sé ekki of
mikill uppreisnarseggur til þess,“
spyr hún. „Það er jafnvel vottur af
athyglissýki í því hvernig ég klæði
mig. Falleg föt geta gert rosalega
mikið fyrir mann og ef ég er ekki vel
stemmd þá hjálpar það mér að gera
mig til. Fólk talar um að klæða á sig
endorfínið og það að brosa hefur
raunveruleg áhrif á hvernig þér
líður andlega,“ segir Kristjana.
Átrúnaðargoðið tók eftir okkur
Kristjana er hrifin af skærum
appelsínugulum lit og á nokkrar
þannig flíkur. „Nýjasta bættist
við safnið úti í Londonþegar ég fór
með vinkonum mínum á Lizzo-
tónleika. Lizzo, sem er bandarísk,
svört og feit söngkona, er svo mikil
fyrirmynd og syngur um þetta í
sínum lögum. Við vorum að versla
í Notting Hill og ég sá þennan
geggjaða appelsínugula loðjakka
í búðarglugga. Við enduðum allar
á að kaupa okkur litríkan pels og
mættum í þeim á tónleikana í von
um að Lizzo myndi sjá okkur. Við
vöktum þvílíka lukku í neðan-
jarðarlestinni og á tónleikunum
benti Lizzo á okkur og sagði: „Hey,
you look good guys!“
Ég er þó með nokkuð blendnar
tilfinningar gagnvart tísku.
Ég elska hana og hata. Mér
finnst frábært hvernig hún
getur látið manni líða eins
og bestu útgáfunni af
sjálfum sér og gerir minn-
ingar eftirminnilegri. Eins
og appelsínugul dragt
í giftingu bestu vin-
konu þinnar, fallegur
útskriftar kjóll eða loð-
pels á tónleikum. En á
sama tíma getur hún
magnað upp augna-
blikin þegar þér
líður hvað verst með
sjálfa þig, í þröngum
og heitum
mátunarklefa
með ömurlegri
lýsingu að máta
sundföt sem
passa illa.“
Flókið samband
við tískuna
„Tískan flokkar okkur
svo óþarflega mikið niður
í box eftir stærðum. Það
flókna við föt fyrir fólk í stærri
stærðum er að flíkurnar eru oft
hannaðar á manneskju í minnstu
stærð og skalaðar upp. Því eru
flíkurnar oft í mjög röngum hlut-
föllum. Ég þjáist svo af því hvim-
leiða fyrsta heims vandamáli að
vera minna feit en gert er ráð fyrir
í stærri stærðum og þá verður enn
flóknara að finna föt sem passa því
ég lendi á milli „plus size“ og „hefð-
bundinna stærða“.
Vel hægt að vera bæði heit og feit
Vinkonurnar vöktu mikla lukku í loðpelsunum í London. Grænu töskuna keypti Kristjana á sama tíma og paraði við jakkann.
Fréttablaðið/Valli
Það var mjög
krefjandi fyrst
þegar ég byrjaði að nota
orðið „feit“ á hlutlausan
máta. En það er bara
ekkert annað orð sem
lýsir þessu betur.
Kristjana Björk
Ég man þegar ég var að versla í
London þegar ég var grennri. Ég
hafði mun meira val en í dag og
það var ógeðslega gaman. Ég gat
valið að kaupa það sem fór mér vel,
en í dag er það ekki alltaf í boði.
Þegar ég fór til Bandaríkjanna
í fyrra mátaði ég fullt af galla-
buxum. Það voru bara tvennar
sem pössuðu og ég neyddist til að
velja aðrar þeirra því mig vantaði
buxur. Ég vildi svo að ég gæti gert
meiri kröfur. Mér finnst ótrúlega
gaman að finna fallega flík, en
það er dýpra á því fyrir mig
og því er ég oft í fötum sem
eru til dæmis of þröng um
handleggina.
Ég tengi mikið við
þetta meme: „Þegar þú
ferð með vinkonum
þínum að versla föt og
endar á því að skoða bara
fylgihlutina,“ og hef minnk-
að fatakaup mikið eftir að
ég varð feit. Ég tek mér lengri
tíma á milli verslunarferða og
lendi mun oftar í því að „klára“
fötin mín. Ég vildi líka óska
að ég gæti keypt meira notað,
en það er sérstaklega erfitt
að finna föt í minni stærð í
þannig búðum. Ég reyni að
sneiða hjá hraðtísku en það
er meira en að segja það. Til
dæmis get ég bara átt buxur
í mest hálft ár áður en þær
rifna og slitna á lærunum.
Það skiptir ekki máli hversu
dýrar eða ódýrar þær voru. Og
þegar þú ert komin í dýrari
merki minnkar úrvalið til
muna. Þá þarf að velja á
milli þess að vera eins og
allir aðrir eða að kaupa
hraðtísku.
Ég hef verið að skoða
íslenska hönnuði sem
hanna fyrir feitar konur
eins og mig og þar er Brá
verslun til algerrar fyrirmynd-
ar. Hún notar líka módel í stærri
stærðum til að sýna fötin. Þetta
er eina merkið hér á landi sem ég
hef algerlega fundið mig í. Ég horfi
mikið til mömmu í fatavali og
elska hreyfingu í fötum, þegar þau
eru síð, f læðandi og elegant. Ég er
lítið í kjólum og pilsum en sæki í
samfestinga og svo elska ég dragtir.
Stundum er ég eiginlega aðeins
of mikið „business casual“ og fæ
aldrei nóg af „bleiserum“,“ segir
Kristjana og hlær. „Ég á dragtar-
jakka í öllum regnbogans litum og
nota þá mjög mikið,“ segir hún.
Feitur og sterkur líkami
„Ég sæki í fyrirmyndir sem láta
mér líða vel með sjálfa mig og
hætti hiklaust að fylgjast með
þeim sem gera það ekki. Ég mæli
með Írisi Svövu, Fanneyju Dóru,
Silju Björk og Helgu Margréti og
er þakklát fyrir að þær hjálpa mér
að taka af skarið þegar ég þori
ekki. Mér finnst kraftlyftinga-
konan Hulda Waage líka ótrúlega
flott. Það er ekki endilega sama-
semmerki á milli þess að hreyfa
sig og að vera grannur. Við eigum
öll einstaka sögu og erum eins og
við erum af svo mörgum ólíkum
ástæðum. Holdafarið skiptir ekki
máli svo lengi sem manni líður vel
á líkama og sál.
Það tók mig líka tíma að læra að
hreyfa mig á réttum forsendum.
Og það var ekki fyrr en í faraldr-
inum sem ég skipti loks út ræktar-
fötum frá því 2013 fyrir ræktarföt
sem uppfylla kröfur feits fólks.
Við erum öll svo ótrúlega mis-
munandi og ég elska hvað minn
feiti líkami er sterkur og gerir mér
kleift að vinna með miklar þyngdir
í ræktinni.“
Feit er bara fallegt lýsingarorð
Kristjana segir það hafa verið
áskorun að taka nýjan líkama og
lýsingarorðin sem honum lýsa í
sátt. „Það var mjög krefjandi fyrst
þegar ég byrjaði að nota orðið
„feit“ á hlutlausan máta. En það er
bara ekkert annað orð sem lýsir
þessu betur. Við erum feit og við
erum grönn og það er mikilvægt að
geta talað opinskátt um þetta og
deila okkar upplifun með öðrum.
Kristjana segir að það að sýna
feitan líkama geti jafnvel orðið
að pólitískum gjörningi. „Ég birti
mynd á af mér Instagram í sund-
fötum og uppskar tvöfalt fleiri
„læk“ heldur en grannar vinkonur
mínar sem hafa birt sams konar
myndir. Það er eiginlega pínu
fyndið því ég hef aldrei fengið
jafnmarga þumla á eina mynd. Ég
upplifði að ég væri jafnvel hugrökk
að þora að sýna hvernig ég liti út.
En það skiptir svo miklu máli að
við sjáum fólk af öllum stærðum og
gerðum.
Í myndalýsingunni skrifaði
ég að ég væri „feit að gellast“ og í
athugasemdunum breytti einhver
orðinu „feit“ í „heit“. En málið er
að við erum mötuð á því að það
að vera feitur sé það sama og vera
ljótur eða illur. Vondu kallarnir í
teiknimyndunum eru alltaf feitir
og dökkir en það er fáránlegt að
það sé sett samasemmerki þarna á
milli. Ég vil meina að „feit“ sé bara
lýsingarorð eins og hvert annað.
Það er vel hægt að vera bæði feitur
og heitur og það er ekki móðgun
við mig ef aðrir nota það um mig.
Það eru auðvitað ekki öll sem
tengja við þetta orð og það er líka
allt í lagi.“ n
Kristjana tók að
sér veislustjórahlut-
verkið í veislu vinkonu
sinnar þegar veislu-
stjórinn forfallaðist.
Appelsínugula dragtin
setti punktinn
yfir i-ið.
4 kynningarblað A L LT 23. mars 2023 FIMMTUDAGUR