Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 18
Rauð síð kápa sem er þykk og mikil en flott. Grænn ullarjakki sem verður hlýr og góður þegar haustar á ný. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Margir urðu undrandi þegar hausttíska Valentino var sýnd í París fyrr í mánuðin- um. Flestallar fyrirsæturnar voru með bindi um hálsinn og sniðin mjög í anda jakka- fata fyrir karlmenn. Aðalhönnuður Valentino, Pier­ paolo Piccioli, svaraði spurn­ ingum varðandi þessa sérstöku tísku. Þegar hann kom heim úr vinnu einn daginn varð hann mjög undrandi að sjá 15 ára dóttur sína róta í fataskápnum hans ásamt vinum sínum. „Hún hafði klæðst svörtum jakkafötum, var í hvítri skyrtu og með bindi. Þannig klædd var hún á leið út. Mér fannst þetta skrítið þar sem ég klæðist eiginlega aldrei jakka­ fötum nema á sérstökum við­ burðum,“ segir hann. Þetta varð til þess að Pierpaolo fór að hugsa um tísku unga fólks­ ins og frjálslyndi þess. „Því sem henni finnst fallegt klæðist hún, hvort sem það er ætlað konum eða körlum. Þetta varð mér innblástur til að nálgast tískuna sem per­ sónulegt val hvers og eins,“ segir hann. Þess má geta að Harper Beckham, dóttir Victoriu og David Beckham, kom foreldrum sínum líka á óvart á sýningu móður sinnar með því að vilja klæðast jakkafötum. Pierpaolo hefur í gegnum tíðina kappkostað að ná til unga fólksins í hönnun sinni. Fyrirsætur hans voru með gataða skartgripi í andliti og húðflúr á líkamanum. Þannig vildi hann sýna fram á endurtúlkun sína á formlegum klæðnaði. Á sýningunni mátti sjá mínípils við þunglamaleg stígvél, stuttbuxur og samfestinga. Mikið í svörtu og hvítu en einnig í sterkum Val­ entino­rauðum lit. Smókingar hafa verið til lengi fyrir bæði konur og karla en það var Yves Saint Laurent sem fyrstur skar á mörkin milli kven­ og herrafatn­ aðar, eftir því sem segir í Vogue. Núna er fremur verið að skoða samfélag­ ið í heild sem hefur breyst og allt er leyfilegt. Hönn­ uðurinn Pierpaolo Piccioli hefur starfað sem list­ rænn ráðgjafi hjá Valentino frá árinu 2008. Stofnandi þessa þekkta tísku­ húss, Valentino Gravani, er níræður og hefur dregið sig í hlé. Síðasta hátísku­ sýning hans var í París árið 2008 þegar frægustu fyrirsætur heims á þeim tíma sýndu hönnun hans. Árið 2003 kom Valent­ ino fram í kvikmynd­ inni The Devil Wears Prada sem hann sjálfur. Árið 2008 var frumsýnd heimildarmynd um hann í fullri lengd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð­ inni í Feneyjum. n Hálsbindi við hverja flík Valentino Þótt svart og hvítt hafi verið nokkuð alls- ráðandi á haust- tísku Valentino leyndust fallegir litir inni á milli. Pínupils og svart bindi við þessa stóru litaglöðu kápu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Skrautleg blúndu- skyrta. Háu stíg- vélin eru flott við þetta dress. Rauður litur er dálítið í anda Valentino. Síður kjóll með klauf á hliðinni. Að sjálfsögðu er bindi við. Glæsilegur herrafrakki. Valentino var annaðhvort með fötin mjög síð eða mjög stutt. Það má því segja að bæði míní- og maxi-tískan sé að koma aftur með haustinu. Fyrst dettur manni í hug prestur en svo er ekki. Þetta módel skartar dýrindis síðum frakka. Sólgleraugun setja töffaraskap á heildarútlitið. Jakkaföt með stuttbuxum. Nýstárlegur klæðnaður hjá Valentino. Skyrtan er stutt og sýnir magann. Að sjálfsögðu skartar hún hálstaui. 6 kynningarblað A L LT 23. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.