Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 21
Kostnaðurinn af skjöl-
unum hverfur ekki þó
að þau séu færð á milli
stofnana.
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deili-
skipulagsáætlana:
1. Kötluholt L224404; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2302044
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu sem tekur til breytinga á skil-
málum deiliskipulags frístundasvæðisins Kötluholts L224404 úr landi Tjarnar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum innan
greinargerðar deiliskipulagsins sem tekur til göngustíga, vatnsveitu og hitaveitu, sorphirðu og almennra byggingaskilmála.
2. Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 og I15; Deiliskipulag – 2210061
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipu-
lags sem tekur til fyrsta áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnesi. Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu miðsvæði
í suðri og Skólabraut í austri. Mörk svæðisins til norðurs og vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu
sveitarfélagsins. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) og iðnaðarsvæða fyrir skólphreinsistöðvar (I14 og I15) í aðalskipulagi
Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
3. Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2209096
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til
frístundabyggðar í landi Efri-Reykja L167080. Um er að ræða skipulagningu 26 frístundalóða á um 23 ha svæðið innan skipu-
lagsreits F73 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Stærðir lóða innan svæðisins eru á bilinu 6-8.000 fm og gert er ráð fyrir
að nýtingarhlutfall lóða fari ekki umfram 0,03. Heimilt er að byggja sumarhús, gestahús allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm
innan nýtingarhlutfalls.
4. Gásagustur í Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2203063
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur
til fjallaselsins Gásagustar á Holtamannaafrétt. Í deiliskipulaginu er afmörkuð ein lóð fyrir mannvirki. Heimilt er að byggja 3
hús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300 m2. Gert er ráð fyrir gistingu í 2-3 skálum og að heimilt sé að vera með
aðstöðu fyrir landvörð, upplýsingar og fræðslu um Friðland Þjórsárvera. Gisting getur verið fyrir 30 gesti. Heimilt er að nýta
mannvirki allt árið. Núverandi mannvirki verða fjarlægð. Skipulagssvæðið er um 3,7 ha.
5. Efsti-Dalur 3 L199008; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2301086
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að auglýsa tillögu sem tekur til breytinga á
skilmálum deiliskipulags frístundasvæðis innan Efsta-Dals 3. Í breytingunni felst breyting á skilmálum þar sem gert er ráð
fyrir að innan lóða verði heimilt að byggja eitt frístundahús, eitt aukahús og eitt garðhús innan nýtingarhlutfalls 0,03.
Hámarksstærð aukahúss er 40 fm og garðhúss 15 fm. Eingöngu verði heimild fyrir tvö íveruhús á lóð.
Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.
6. Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623), breytt landnotkun, breytt vegstæði, aðalskipulagsbreyting – 2107015
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar 2023 tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til
breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Austureyjar 1 og 3 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að frístundalóðinni
Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu.
Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum.
7. Laugarás; Þéttbýli og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu er varðar breytingu á aðalskipulagi
Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofu-
tíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum
sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1-5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 23. mars 2023 með athugasemdafrest til og með 5. maí 2023.
Mál 6-7 eru tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið
skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
ákveðið að leggja niður Borgar-
skjalasafn og láta Þjóðskjalasafnið
frekar um að varðveita þau skjöl
sem borgin ber ábyrgð á. Ákvörð-
unin var tekin á grundvelli úttekt-
ar sem unnin var af endurskoð-
unarfyrirtækinu KPMG þar sem
niðurstaðan var sú að þetta væri
hagkvæmast fyrir borgina. Kostn-
aður við rekstur Borgarskjalasafns
eru um 170 milljónir á ári en í for-
sendum KPMG er gengið út frá því
að nauðsynlegt verði að finna safn-
inu nýtt og stærra húsnæði á næstu
árum og er það sá kostnaður sem
borgin hyggst spara sér með þessari
ráðstöfun. Engin önnur sjónarmið
liggja til grundvallar. Það að leggja
niður Borgarskjalasafn á ekki að
leiða til neinna framfara. Skjala-
stjórnun borgarinnar á ekki að
batna og þjónusta við borgarbúa á
ekki að batna. Raunar kemur hvergi
fram í gögnum málsins neitt mat á
því hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á
annað en útgjaldaliði borgarsjóðs.
Meintur ávinningur af að leggja
niður Borgarskjalasafn er eingöngu
fjárhagslegur.
Það á auðvitað að fara vel með
peninga borgarbúa og því er ástæða
til að skoða hvernig sú hlið málsins
lítur út. Til að setja rekstrarkostnað
Borgarskjalasafns í samhengi þá
eru 170 milljónir um 10% af því
sem kostar að reka skrifstofur mið-
lægrar stjórnsýslu Reykjavíkur-
borgar og um 0,1% af heildarút-
gjöldum borgarinnar. Erfiðara er
að meta hvað sparast við að sleppa
framkvæmdum sem ekki er búið
að skilgreina eða ákveða að ráð-
ast í. Ein rót málsins mun vera að
núverandi húsnæði Borgarskjala-
safns hefur verið ráðstafað í annað
en deildar meiningar eru um hvort
nýtt húsnæði fyrir skjalasafnið
þyrfti að vera ámóta stórt og nú
er eða miklu stærra. Borgarskjala-
vörður hefur sagt að ekki verði þörf
á miklu stærra húsnæði vegna þess
að viðbætur við skjalaforðann séu
núorðið að mestu stafrænar. Hvern-
ig sem á það er litið myndi þetta
teljast yfirstíganlegt vandamál ef
borgaryfirvöld litu á skjalavörslu
sem mikilvæga kjarnastarfsemi.
En, hvort sem möguleg útgjöld yrðu
meiri eða minni, er hæpið að raun-
verulegur sparnaður verði við að
leggja niður Borgarskjalasafn.
Ætlunin er að leggja niður Borgar-
skjalasafn og fela Þjóðskjalasafni
skjölin. Ekkert formlegt samtal
virðist hafa átt sér stað og því liggur
ekki fyrir hvernig þetta á að gerast.
Lögum samkvæmt ber sveitarfélög-
um að varðveita skjöl sem verða til í
stjórnsýslu þeirra en þau geta valið
hvort þau geyma slík skjöl sjálf eða
fela þau Þjóðskjalasafni. Tuttugu
héraðsskjalasöfn eru rekin á Íslandi,
mörg í samstarfi samliggjandi
sveitarfélaga, en nokkur sveitarfélög
Lítið sparast af að leggja niður Borgarskjalasafn
Orri Vésteinsson
prófessor í forn-
leifafræði við
Háskóla Íslands
senda skjöl sín á Þjóðskjalasafnið.
Fyrir það greiða þau geymslugjald
sem að sögn þjóðskjalavarðar er nú
fremur lágt en hún telur einboðið að
ef Þjóðskjalasafnið verður að taka
við skjölum borgarinnar þá muni
það gjald þurfa að hækka. Reykja-
víkurborg er ein stærsta stjórnsýslu-
eining landsins og augljóst að það
verður umtalsverður kostnaðar-
auki fyrir Þjóðskjalasafnið að taka
við skjölum borgarinnar. Málið er
fremur einfalt: umsýslukostnaður-
inn af skjölunum hverfur ekki þó
þau séu færð á milli stofnana. Þjóð-
skjalasafnið hefur heimild til að
rukka borgina um kostnaðinn og
mun væntanlega gera það. Hver
vegna ætti ríkið að niðurgreiða
skjalavörslu stærsta sveitarfélags
landsins þegar f lest önnur sjá um
sín skjöl sjálf?
Til viðbótar þeim skjölum sem
borginni ber að varðveita lögum
samkvæmt er á Borgarskjalasafni
mikið af svokölluðum einka-
skjölum. Það eru skjöl sem ekki
er lagaskylda að varðveita en eru
mikilvægar heimildir um borgina
og sögu hennar. Þjóðskjalasafni ber
ekki skylda til að taka við þessum
skjölum og þó að hugmynd borgar-
stjórnar virðist vera að einkaskjölin
fari þangað, þá hefur líka heyrst að
Borgarsögusafn gæti tekið við þeim.
Hvernig sem það færi er augljóst að
kostnaðurinn hverfur ekki – borgar-
búar munu eftir sem áður greiða
fyrir varðveislu þessara skjala. Það
sem mögulega sparast með breyttu
fyrirkomulagi verður á kostnað
aðgengis og þjónustu: Þjóðskjala-
safni er ekki skylt að veita Reyk-
víkingum jafngóðan aðgang að
skjölum sínum eins og þeir hafa nú
í gegnum Borgarskjalasafn. Það er
veigamesta breytingin sem verður:
þjónustan versnar. n
FréttaBLaðið skoðun 1323. mars 2023
FIMMTuDAGuR