Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 24

Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 24
Málefni vallarins voru ansi viðkvæm. Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 23. mArs 1937 Elskaður eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Ragnar Jónsson hárskeri, sem lést á Tenerife 8. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. mars klukkan 15. Anna Þórdís Bjarnadóttir Ómar Stefánsson Arnheiður Skæringsdóttir Hanna Sigríður Stefánsd. Vilhjálmur Hörður Guðlaugss. Jón Þorgrímur Stefánsson Kristín Ásta Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku bróðir minn, Guðmundur J. Lárusson heimspekingur, andaðist á heimili sínum í Granslev, Danmörku, miðvikudaginn 8. mars 2023. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Lárusdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Hólm Ólafsson fyrrverandi skólastjóri, lést í faðmi ástvina á Landakotsspítala þann 17. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Hólm Einarsdóttir Jón Guðmundur Jónsson Ólafur Hólm Einarsson Elva Brá Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Margrétar Stefánsdóttur Hvassaleiti 56. Stefán Bergsson Jenný G. Magnúsdóttir Tómas Bergsson Nína V. Magnúsdóttir Bergljót Bergsdóttir Birna H. Bergsdóttir Ólafur N. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Keflavíkurflugvöllur á áttatíu ára afmæli um þessar mundir. Mál- efni vallarins voru viðkvæm þar sem hagsmunir hers og þjóðar sköruðust. arnartomas@frettabladid.is   Á morgun verða liðin áttatíu ár frá því að Kef lavíkurf lugvöllur var vígður. Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna höfðu þá gert með sér samning um að Bandaríkin tækju að sér varnir Íslands en Reykjavíkurf lugvöllur var engan veginn nógu stór fyrir umsvif banda- ríska flughersins. Það þurfti því að byggja nýjan flugvöll sem myndi koma í staðinn fyrir vara- flugvöll sem Bretarnir höfðu lagt á Garð- skaga. Framkvæmdir hófust í febrúar 1942 og að verkinu komu verkamenn í f lughernum ásamt Íslendingum þar til að nýjar öryggisreglur bönnuðu öllum nema hermönnum að vera á svæðinu. Meeks og Patterson Flugvellirnir voru í rauninni tveir. Sá fyrsti var aðalflugvöllurinn á Háaleiti sem síðar varð Kef lavíkurf lugvöllur. Völlinn nefndi herinn Meeks Field eftir flugmanninum George Meeks sem fórst á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1941 og varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést hér á landi í stríðinu. Síðari völlur- inn var Patterson Field á Njarðvíkur- heiði, líka nefndur eftir hermanni sem lést hér á landi, en sá flugvöllur var ekki notaður eftir stríð. Almennt flug um Keflavíkurflugvöll hófst sumarið 1945 og var rekstur vall- arins þá að mestu leyti áfram í höndum flughersins. Þá var hernaðarlegt yfir- bragð vallarins talsvert og hentaði að mörgu leyti illa fyrir almenna farþega. Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna undirrituðu hinn svokallaða Kef la- víkursamning árið 1946 sem kvað á um brottför Bandaríkjahers sem þá taldi aðeins um þúsund hermenn sem unnu við völlinn. Eftir að hermennirnir voru farnir tók bandaríska flugfélagið American Over- seas Airlines við f lugvallarrekstrinum og réð til sín bandaríska og íslenska starfsmenn. Þá jókst fjöldi farþegavéla sem lenti á vellinum og fóru þá Íslend- ingar í auknum mæli að taka að sér sér- hæfð tæknistörf. Í fyrstu önnuðust liðsmenn varnar- liðsins stjórn allra herflugvéla á f lug- vellinum en íslensku f lugumferðar- stjórarnir annarri f lugumferð. Stóð sú skipan þar til að gerður var samningur við varnarliðið árið 1955 þar sem kveðið var á um að íslensk f lugmálayfirvöld skyldu annast stjórn allra loftfara sem ættu leið um Keflavíkurflugvöll. Árið 1962 flutti f lugfélagið Loftleiðir f lugstarfsemi sína til Kef lavíkurf lug- vallar og tók stuttu síðar við rekstri f lugafgreiðslunnar og þjónustu við almenna f lugumferð um völlinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Það var svo ekki fyrr en 2006 sem varnarliðið fór frá Íslandi og tók Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar að fullu við rekstri vallarins. Viðkvæm málefni Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur tók saman sögu flugvallarins fyrir Isavia í bók sinni Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi. „Eitt af því sem mér fannst áhugavert voru allar þær deilur sem áttu sér stað í kringum rekstur flugvallarins. Málefni vallarins voru ansi viðkvæm,“ segir Arn- þór. „Þarna komu mál eins og hervernd og vera varnarliðsins inn í umræðuna samhliða því að við fáum fullt sjálfstæði 1944. Síðan kom kalda stríðið sem gerði að verkum að málefni vallarins voru alla tíð mjög viðkvæm.“ Arnþór nefnir sem dæmi ráðningu Erlings Ellingsen sem fyrsta f lugmála- stjóra Íslendinga en hann var skipaður af nýsköpunarstjórninni sem var við völd 1944 til 1946. „Eftir að stjórnin féll þótti ekki heppi- legt að Erling, sem var vinstri maður, skyldi vera í þessu embætti og var honum bolað burtu stuttu síðar. Í fram- haldi af því voru líka átök um embætti f lugvallarstjóra,“ segir Arnþór. „Saga Kef lavíkurf lugvallar er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og ég hafði mjög gaman af því að skrifa kaflann um flug- völlinn.“ n Áttatíu ár frá vígslu Keflavíkurflugvallar Hershöfðinginn George H. Bonesteel opnar meeks Field við hátíðlega athöfn 24. mars 1943. Mynd/IsavIa 1918 Litáen lýsir yfir sjálfstæði. 1956 súdan öðlast sjálfstæði. 1960 söngsveitin Fílharmónía kemur fram opinberlega í fyrsta sinn í uppfærslu Þjóðleikhússins á Carmina Burana eftir Carl Orff. 1970 Þrír þjóðkunnir leikarar halda upp á 25 ára leik­ afmæli: Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og róbert Arnfinnsson. 1998 Kvikmyndin Titanic hlýtur ellefu Óskarsverðlaun. 1998 Kjalarnes og reykjavík sameinast í eitt sveitarfélag. 2007 Nýja leikjatölvan frá sony, Playstation 3, kemur í verslanir í Evrópu, Ástralíu og singapúr. 2018 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vinnur Gettu betur í fyrsta sinn. 2019 meira en ein milljón manna mótmælir á götum Lundúna og krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Hugmyndir um yfirbyggða sundlaug í reykjavík höfðu verið bornar upp án árangurs allt frá árinu 1902 en ekki fengið hljómgrunn hjá bæjarstjórn. Það var svo árið 1928 sem ríkisstjórnin bar fram frumvarp um að byggja sund­ höllina í reykjavík þar sem ríkið myndi leggja fram hundrað þúsund krónur og borgin jafnháa upphæð auk lóðarinnar. Arkitekt sundhallarinnar í reykjavík var Guðjón samúelsson, húsameistari ríkisins, og var hans fyrsta tillaga að hafa bygginguna í burstabæjarstíl. Hugmyndin var að laugin væri þrískipt, ein fyrir börn, önnur fyrir íþróttasund og sú þriðja fyrir sjósund. Tillagan náði ekki í gegn en árið 1929 hófust fram­ kvæmdir á sundhöllinni sem stendur í dag. Framkvæmdir gengu brösuglega vegna fjárskorts en að lokum var sundhöllin tekin í notkun þann 23. mars 1937. Árið 2013 var svo ákveðið að byggja útisundlaug við höllina sem fallið hefur vel í kramið hjá sund­ görpum borgarinnar. n Sundhöll Reykjavíkur tekin í notkun 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARS 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.