Fréttablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 30
Það er ekki typpið sem
sér um alla vinnuna,
því þetta snýst allt um
tengingu og samskipti
og hvernig sjálfsörygg-
ið er í svefnherberginu.
Eigandi kynlífstækjaversl-
unarinnar Blush segir það
af og frá að viðskiptavinir
hennar sem fjárfesti í gervi-
limum eða titrurum séu á
höttunum eftir þeim sem séu
hvað stærstir eða þykkastir.
Því stærri, því betri, sé algeng
mýta sem endurspegli ekki
raunveruleikann.
erlamaria@frettabladid.is
„Þær konur eða einstaklingar með
píkur sem hafa verið að kaupa sér
titrara hjá mér hafa verið að velja
sér töluvert minni eða grennri
titrara en hefðbundin typpi,“ segir
Gerður Huld Arinbjarnardóttir,
eigandi kynlífstækjaverslunar-
innar Blush.
„Vinsælasti gervilimurinn hjá
okkur til dæmis er tæplega fjórtán
sentimetrar í innsetningarlengd og
í takt við þessa venjulegu stærð af
typpum. Það kemur eflaust mörg-
um á óvart. Margir halda að allir
vilji kaupa þykkustu og stærstu
týpuna, en það er alls ekki þann-
ig. Stærri er ekkert endilega alltaf
betri,“ bætir hún við.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að samkvæmt rannsókn World-
Data.com, gagnaútgáfu fyrir um
150 lönd, er meðalstærð typpa
í heiminum 13,58 sentimetrar í
fullri reisn. Karlmenn frá Ekva-
dor státa af lengstu limunum, eða
17,61 sentimetra í fullri reisn að
meðaltali. Karlmenn í Kambódíu
reka limastærðarlestina, en þar er
meðalstærðin 10,04 sentimetrar
í fullri reisn. Athygli vekur að
íslenskir limir eru ekki taldir með
í mælingunni.
Rannsóknir nauðsynlegar
Spurð segir Gerður slíkar rann-
sóknir nauðsynlegar. Þær gef i
bæði karlmönnum og konum hug-
mynd um raunverulega limastærð.
Margir hafi óraunhæfar hugmynd-
ir í þessum efnum sem grafi undan
sjálfstrausti þeirra, þá sérstaklega í
svefnherberginu.
„Ég held að þetta sé á vissan
hátt algjörlega frábært því það eru
ef laust margir sem átta sig ekki á
því að meðaltalið er miklu minna
en f lestir halda. Ég held að það séu
miklu f leiri sem eru með sautján
sentimetra typpi og sem hugsi með
sér: „Guð, ég er með svo lítið typpi,“
og fara með það hugarfar inn í kyn-
lífið,“ segir hún.
Að sögn Gerðar hefur verslun-
inni í gegnum árin borist ógrynni
skilaboða og spurninga frá karl-
mönnum, sem margir hverjir séu að
velta fyrir sér stærð lima. Sumir séu
verulega áhyggjufullir og aðrir hafi
jafnvel lýst því yfir að þeir séu að
íhuga að grípa til róttækra aðgerða.
„Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi.
Við höfum til dæmis fengið skila-
boð þar sem stendur: „Typpið mitt
er bara 13 sentimetrar, það er ekki
nógu stórt og ég hef áhyggjur,“ og
eru liggur við að gúggla að fara í
skurðaðgerð,“ segir Gerður. Það sé
gríðarlegt áhyggjuefni.
„Þeir geta náttúrulega ekkert
annað gert. Typpið er ekki vöðvi
og því ekki hægt að fara í ræktina
til að stækka það. Það virkar ekki
þannig. Annars væru allir ber-
rassaðir í World Class að lyfta með
typpinu,“ bætir hún við.
Gerður segir að með tilliti til
þess hversu opinská umræðan um
kynlíf sé orðin í þjóðfélaginu ættu
f lestir að vera komnir á þann vagn
að limastærð skipti ekki máli. Gott
kynlíf byggi á f leiru en limnum
einum saman.
„Það er ekki typpið sem sér um
alla vinnuna. Þetta snýst allt um
tengingu og samskipti og hvernig
sjálfsöryggið er í svefnherberginu,“
segir Gerður og heldur áfram:
„Þú getur verið með risastórt
typpi en alveg glataður í rúminu,
en svo getur þú verið með typpi
undir meðaltali, en staðið þig frá-
bærlega. Það er metnaðurinn og
sjálfsöryggið sem skiptir máli
þar, ekki stærðin á typpinu,“ segir
Gerður. n
Vinsælasti gervilimurinn
tæplega fjórtán sentimetrar
Gerður Huld, eigandi Blush, segir vinsælustu titrarana og gervilimina í
verslun sinni vera í takt við venjulega stærð á limum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
arnartomas@frettabladid.is
Útr unnin dós af Oskars sur-
strömming hefur verið að gera allt
vitlaust á Facebook-hópnum Brask
og brall – allt leyfilegt. Linnet Rík-
harðsson, eigandi dósarinnar og
braskari (og brallari), segir tilboðin
hafa hrannast inn.
„Það er búið að bjóða átta þús-
und í hana,“ segir Linnet hlæjandi
um dósina sem rann út árið 2018.
„Ég er örugglega búinn að fá hund-
rað skilaboð eða eitthvað.“
En af hverju í ósköpunum er fólk
á höttunum eftir þessu?
„Örugglega bara vegna þess að
þetta er viðbjóður,“ útskýrir Linn et
sem vill ekki gefa upp hvar honum
áskotnaðist þessi dularfulla dós.
„Hún er alveg að springa, hún er
svo bólgin.
Hún er búin að vera hérna í ein-
hverja mánuði svo mér liggur ekk-
ert á að láta hana frá mér.“
Oskars surströmming hefur lengi
verið alræmd meðal netverja og á
YouTube má finna ótal myndbönd
af fólki víðs vegar um heim að kúg-
ast og æla yfir þessum sérkennilega
þjóðararfi Svía. Útrunnar dósir eru
sérstaklega vinsælar í þessu sam-
hengi þar sem viðbrögð fólks við
ýldunni eru engu lík.
Ógleymanlegur þáttur þar sem
strákarnir í 70 mínútum létu reyna
á sambærilega dós í ógeðisdrykk-
inn hefur einmitt verið skjalfestur
á YouTube en það er fátt fyndnara
en að sjá viðkvæman maga Audda
Blö bregðast við þessari torkenni-
legu delikasíu. n
Braskarar slást um dós af viðbjóði
Dósina segir Linnet stokkbólgna.
22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023
fiMMTUDAGUR