Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 59

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 59
SKIPULAG ÞÉTTBÝLIS - FRELSI EÐA FJÖTRAR Stórstígar framfarir. Síðastliðna hálfa öld höfum við skipulagt, byggt eða endurbyggt svo til allt þéttbýli á íslandi. Fáar, ef nokkrar þjóðir í hinum vestræna heimi hafa verið jafn mikilvirkar á þessu sviði. Það er þvi ekki úr vegi að við stöldrum við, lítum yíir þá byggð sem hefur risið og veltum þvi fyrir okkur hvemig til hafi tekist. Ekki verður um það deilt að á þessu tímabili hefur okkur tekist að lyfta Grettistaki hvað varðar tæknilega hlið þessara mála. Langflest hús á íslandi em nú byggð úr jámbentri steinsteypu, hituð með hitaveituvatni, með tvöfalt gler í gluggum og vel einangmð. Þekking í þessum málum er fíka orðin mun almennari en áður var og við íslenskan byggingariðnað starfa nú þúsundir manna sem hafa mjög mikla reynslu og þekkingu. Hvar eru meðalmennin? Sá hópur sem byggt er fyrir hefur líka breyst. Þótt ennþá séu ef til vill til þær „meðaltalsfjölskyldur" sem íbúðarhús vom skipulögð og teiknuð fyrir fyrir 50 ámm, þá hefur nú komið til sögunnar fólk með rýmri fjárráð og allt aðrar og miklu fjölbreyttari þarfir og óskir en hægt er að komast að með einfaldri samlagningu og deilingu á opinberri skrifstofu. Þó skipuleggja opinberir aðilar ennþá íbúðarsvæði fýrir svona fjölskyldur, þar sem eingöngu mega vera íbúðir. Sama máli gegnir um svokölluð iðnaðarsvæði, sem venjulega em lituð svört á skipulagsuppdráttum. Samkvæmt skilgreiningu má engin önnur starfsemi vera á þessum svæðum en iðnaður. Til allrar hamingju hefur fólk víða ekki reynt að halda þessu til streitu þannig að á þessum svæðum hefur sums staðar risið mjög fjölbreytt þjónustu-, verslunar- og iðnaðarstarfsemi. Einstöku íbúðir em líka til á þessum svæðum og fer vel á því, enda vitum við af fenginni reynslu að mun minni hætta er á innbrotum og gripdeildum á „blönduðum svæðum,” þar sem fólk býr. íbúðir og atvinna óháðari samgöngumiðstöðvum. Með aukinni bifreiðaeign emm við ekki lengur jafn háð þvi að vinna og búa nærri miðbæjum og samgöngumiðstöðvum og áður var. í upplýsinga- og þjónustusamfélagi framtíðarinnar verðum við ennþá lausari við að búa og vinna nálægt þannig miðstöðvum. Upplýsinga og þjónustufyrirtæki em líka mörg hver algerlega mengunarlaus og geta þess vegna vel verið á íbúðarsvæðum, eða í nánum tengslum við þau. Sama máli gegnir um mörg atvinnusvæði. Þótt mörgum finnist hugsanlega eitthvað að því að ala upp böm í „iðnaðarhverfi" þá er engin ástæða fyrir okkur að gera minni kröfur til umhverfisgæða á þannig svæðum en á íbúðarsvæðum. Um 30% íslendinga búa líka í bamlausri sambúð eða einir og margir þessara aðila vilja gjaman búa nærri vinnustað, hvort sem það er í „íbúðarhverfi” eða „iðnaðarhverfi.” í stað svala kæmi mörgum miklu betur að fá eitt herbergi til viðbótar. 56 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Fjölbreyttustu og skemmtilegustu byggðina á íslandi er • að fínna í gömlum bæjarhlutum. Brejrtingar á mannfjölda. Mörg atriði hafa áhrif á eftir- spum eftir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hér má nefna fjölda nýrra fjölskyldna, breytingar á stærð fjölskyldna, tekjur, fjölgun skilnaða, þróun atvinnulífs á viðkomandi svæði og síðast en ekki síst fjölgun aldraðra. Af öðmm atriðum, sem fólk vill nú leggja aukna áherslu á, er að það eigi völ á húsnæði sem það hefur efni á og að það sé laust við tímafrekt og kostnaðarsamt viðhald á þessu húsnæði. - í upplýsingaþjóðfélagi nútímans er tíminn aðalatriði. Það sem hvað mest aðgreinir ungt fólk og það sem er nú á miðjum aldri frá foreldmm sínum er að lífsstíll þess og langanir em mun fjölbreyttari. Ungt fólk í dag leggur ekki siður áherslu á lífsstíl heldur en eitthvert „þak yfir höfuðið”. Margt fullorðið og aldrað fólk á lika í miklum erfiðleikum við að finna húsnæði við sitt hæfi. Þetta fólk vill nú í vaxandi mæli minnka við sig og fá litlar, vandaðar íbúðir í góðu, grónu umhverfi. Oftar en ekki em þessar íbúðir ekki til og erfitt að finna þeim stað án þess að fólk þurfi að skipta um bæjarhverfi eða ffytja í annað sveitarfélag. Ein af ástæðunum fýrir þessu er sú að einhæft skipulag, þar sem fáir embættismenn ráða, hefur stuðlað mjög að einhæfni í gerð ibúðarhúsnæðis og umhverfismótun á undanfömum ámm. í stað þess að fylgjast með þessum breytingum og bregðast við þeim á jákvæðan hátt höfum við, allt frá dögum iðnbyltingarinnar, haft okkur leiðarljós að átrúnaði, sem í mörgum efnum virðast hafa leitt okkur í umtalsverða villu. Af þeim má nefna eftirfarandi: Skipulags- og byggingarlöggjöfin Þessi löggjöfhefur að mörgu leyti reynst vel, en er að öðm leyti engan veginn í takt við þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað. Gmndvöllurinn að skipulagslöggjöfinni var lagður á dimmustu dögum iðnbyltingarinnar til þess að ráða bót á ákveðnum vandamálum sem þá höfðu myndast erlendis. Þessi vandamál hafa aldrei verið til staðar hér á landi í neitt því líkum mæli og því ástæðulaust að hengja sig í þannig erlent stjómunarfyrirkomulag sem blátt áfram stuðlar að einhæfni á byggðasvæðum. Það er talandi tákn að fjölbreyttustu og skemmtilegustu byggðina á íslandi er að finna í gömlum bæjarhlutum sem risu áður en sú hugmyndafræði, sem skipulagslögin byggja á, fór að hafa áhrif. í byggingarlöggjöfinni er líka að finna ákvæði sem vafasamt er að binda, eins og það að ef hús em hærri en 2 hæðir skuli a.m.k. 4m2 veggsvalir fylgja hverri íbúð. Mörgum þætti án efa betra að geta bætt einu ibúðarherbergi við íbúðina hjá sér með lítið meiri tilkostnaði, sem þá gæti t.d. verið vel loftræst með rennigluggum eða frönskum gluggum. Við þurfum ekki lengur svalir til að þurrka þvott eða geyma á matvæli. Samræmi. Einn góður kunningi minn heldur þvi fram að verri glæpir hafi verið framdir undir þessu formerki en nokkm öðm í byggðu umhverfl. Hvað er þetta samræmi - og hvers virði er það? Þýðir það að einn aðili, einn stíll, eða ein hugmyndafræði skuli vera allsráðandi á ákveðnu svæði? Hvað þá með alla þá sem hafa aðrar skoðanir, óskir, þarflr, smekk og langanir? í stað þess að spyija hvemig er auðveldast fýrir opinbera aðila að stjóma byggingarmálum - er ekki rétt að spyrja - hvemig getum við best komið til móts við allar þessar óskir? Er ekki rétt að reyna að skilja þau atriði sem nauðsynlegt er að stjóma, t.d. til þess að tiyggja öryggi íbúanna, ákveðna þjónustu og mengunarlaust umhverfi, frá atriðum sem eðlilegt og sjálfsagt er að fólk ráði sjálft í samvinnu við sinn arkitekt, án þess að gengið sé á hlut annarra. Með þessu móti fengjum við miklu fjölbreyttara og skemmtilegra umhverfi og án efa yrðu líka fleiri ánægðir með þau mannvirki sem þeir gætu þá fengið að reisa. Stjómun ofan frá. Síðastliðin 50 ár hefur þeirrar tilhneigingar mikið gætt hjá opinberum aðilum að vilja stjóma staðsetningu, gerð, útliti og notkun bygginga - jafnvel ofan í smæstu smáatriði. Hugsanlega var þetta réttlætanlegt þegar fáir hönnuðir vom starfandi hér á landi sem gátu leyst þessi mál svo vel færi, en sá tími er nú löngu liðinn. Opinberir aðilar hafa enga möguleika til þess að sjá fyrir og leysa öll vandamál sem snerta byggð, einstök mannvirki og æskilega notkun þeirra. Þeir geta hins vegar gegnt mikilvægu hlutverki við að leysa önnur mikilvæg mál eins og að halda nauðsynlegri heildar- yfirsýn og móta gmndvallarstefnu, sem einungis er á færi þeirra. Þessi afstaða hins opinbera hefur líka komið í veg fyrir að fjölmargir einstaklingar, hönnuðir og byggingaraðilar gætu komið sínum hugmyndum og óskum á framfæri og hamlað gegn mun Ijölbreyttara og æskilegra umhverfi. Niðurlag. Það er orðið löngu tímabært að skilið verði á milli aðalatriða og aukaatriða í skipulagsmálum á íslandi. Ef opinberir aðilar láta sér nægja að taka á nauðsynlegum grundvallaratriðum þessara mála er ef til vill von til þess að þeir geti þá haft þau í lagi. Ríki og ríkis- stofnanir eiga að láta sér nægja að fást við stefnumótun og rannsóknir á grundvallaratriðum þessara mála. Einstök sveitarfélög og samtök þeirra eiga að fá öll verkefni á þessu sviði, sem þau geta valdið, og einstak- lingar og fyrirtæki eiga að fá að ráða eins miklu í þessum efnum eins og frekast er unnt. Ef það er gert getum við fyrst búist við að fá það umhverfi og mannvirki sem við viljum. ■ Gestur Ólafsson, arkitekt 57 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.