Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 13

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 13
FORTIÐINIHUSUM Kiji. i b *L l fX *• 1 X *•- «" il _4¥ . .y .W- *. w...... .. ..t'1* .... . Steinbærinn við Elliðavatn. Þetta mun vera húsið sem Sverrir Runólfsson byggði. EF við göngum um höfuðstað eins og Reykjavík og gefum okkur tíma eins og slæpingjar til að glápa á hús, lítum upp á húsþökin í Austurstræti, inn í skuggaleg port og húsasund, sjáum við hvemig gömlu húsin ýja að sögu. Fólkið sem forðum bjó í þessum húsum er horfið með öll sín efnaskipti, eins og fötin sem það klæddist og dótið sem það handfjatlaði milli vöggu og grafar. Einungis húsin standa eftir eins og beinagrindur menningar. Gömul hús sjá til þess að við höfum hið liðna daglega fyrir augunum. Gamlar byggingar minna okkur, sem þjótum um borgir, bæi og sveitir, stöðugt á fortíðina. Á eyðibýli í íslenskum afdal má sjá rifrildi úr gamalli svuntu með blómamunstri, blaðsíður úr bók og beyglaðan bláan pott gægjast útúr hústótt. Svuntan, potturinn, bókin og húsið ríma saman og bera svipmót horfinna áratuga. Gömul hús sem standa enn í borg og bæ kalla fram í hugann mynd af dauðu fólki, fötum þess búshlutum og bókum - gömul hús kalla fram mynd af horfinni menningu. í Reykjavík glittir í mestalla grind íslenskrar húsasögu. Bak við Viðeyjarstofu hafa fomleifafræðingar gert þversnið sem nær aftur til miðalda. í kringum nítjándu aldar torfbæinn Árbæ hefur verið komið upp húsasafni þar sem sjá má ýmis eldri hús. Fulltrúar elstu stein- og timburhúsa á landinu hafa staðið sinn vörð í Reykjavík frá því um miðja átjándu öld. Viðeyjarstofa og Stjómarráðshúsið em í hópi elstu steinhúsanna, og í Aðalstræti 10 er eitt af húsum Innréttinganna í Reykjavík. Síðan taka við hús sem varða byggingasöguna fram á þennan dag. Sá sem fer um borgir og bæi með opin augu getur skynjað frá húsum sem þessum mikla sögu. Fom mannvirki standa út um allan heim eins og magnaðir bergrisar og segja á sinn þögla hátt þúsunda ára sögu. Elstu hús á íslandi eru aftur á móti aðeins tveggja og hálfrar aldar gömul. Líkt og kofar Afríkubúa og snjóhús Eskimóa entust fomu íslensku húsin illa. Svo frumstæð smáhýsi úr torfi, grjóti og timbri em næstum holdgróin hylki utan um fólk, búin til úr efniviði beint úr náttúrunni umhverfis. Landnámsmenn byggðu hér hús svipuð því sem þá þekktust í grannlöndunum, en í þúsund ára einangmn náði tregðulögmálið yfirhöndinni. Eftir landnámsöld fóm nágrannaþjóðimar að gefa sér tíma til að byggja hús úr timbri eingöngu, og síðar úr steini. Þó þekktist lengi á stöku stað í sveitum Evrópu að aumir fátæklingar byggðu hús úr torfi, í Flollandi vom til dæmis til hús í sveitum úr lyngtorfi allt fram á byrjun nítjándu aldar. En hér á eylandinu vom hús úr torfi og grjóti einu híbýli þjóðarinnar fram á nítjándu öld. Hús segja mikið um menningarsöguna, enda varðveittust inni í okkar fomu íslensku húsum menningarþættir sem hurfu á meginlandinu, svo sem tun- gumálið, fomar sögur, rfmur - og holdsveiki. fslenskt grjót var ekki hentugt til bygginga og menn fluttu ekki inn múrstein og kalk, svo einu byggingarefnin hér á landi fram á átjándu öld vom torf, grjót og timbur. Vegna skorts á timbri og eldiviði minnkuðu torfhúsin eftir landnámsöld. Mörg smáhýsi þóttu þá hentugri en stórir skálar. Torfbæimir mynduðu því eins konar kofakrans og innangengt var á milli. Á átjándu öld var húsum raðað sitt hvomm megin við langan gang og á nítjándu öld kom fram burstabærinn sem skólaböm af minni kynslóð hömuðust við að teikna. Við teiknuðum burstabæ undir fjalli og sól, mynd sem er táknræn fyrir trega fyrstu kynslóða á mölinni. Oft er talað um vandræði húsbyggjenda nú á tímum, en vandræði húsbyggjenda fyrri alda voru ekki minni því húsin entust svo illa. Náttúra staðarins, 11 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.