Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 25

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 25
GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON arkitekt Það er einkar ánœgjulegt og vel viö hœfi að Arkitektafélag íslands minnist á merkum tímamótum Gunnlaugs Halldórssonar með því að efna til yfirlitssýningar á verkum hans. Gunnlaugur var einn merkasti brautryðjandi íslenskrar byggingarlistar, Fagnaðarefni er það einnig að sú listgrein, er mótar umhverfi okkar meir en flestar aðrar, sé hafin til vegs með þessu móti og athygli beint að þeim mönnum sem mest og best hafa að henni unnið hérlendis. Sannleikurinn er sá að umfjöllun um byggingarlist er í algjöru lágmarki hér á landi, íslenskri menningu til stórskaða. Gunnlaugur Pétur Kristján, eins og hann hét fullu nafni, fœddist í Vestmannaeyjum þann 6. ágúst árið 1909. Foreldrar hans voru hjónin Halldór lœknir Gunnlaugsson og Anna Sigrid Thorp. Að gagnfrœðanámi loknu hóf Gunnlaugur ungur að aldri nám í byggingarlist við Hinn konunglega fagurlistaskóla í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1933 aðeins 24 ára gamall. Strax að námi loknu haslaði hann sér völl hér heima og tók að ryðja nýjar brautir í íslenskri list. Tveimur árum áður hafði hann reyndar þegar látið eftirminnilega að sér kveða. Sumarið 1931 vann hann hér heima svo að segja í miðju námi í góðu skjóli Sigurðar Guðmundssonar aðeins 21 árs gamall að móta sum þeirra húsa er hvað mestum tíðindum hafa sœtt í íslenskri nútímalist, byggingar á borð við einbýlishús Hauks Thors við Smáragötu, Georgs Ólafssonar við Freyjugötu og Stefáns Thorarensens við Sóleyjargötu, Af þessu má sjá hversu óvenju bráðþroska listamaður Gunnlaugur var. Hann skapar ekki aðeins fullburða verk rúmlega tvítugur að aldri heldur brýtur hann með þeim blað í íslenskri sjónlistarsögu. Ég kem ekki auga á annan jafn ungan listamann sem slíkt afrek hefur unnið. Og það sem meira er, með þessum verkum skipar Gunnlaugur sér sess sem fyrsti íslenski sjónlistamodernistinn, um áratug á undan Svavari Guðnasyni. Strax frá upphafi sjálfstœðs starfsferils rak hvert stórvirkið annað frá hendi Gunnlaugs og varð ekkert lát á meðan starfskraftar entust. Yrði of langt mál upp að telja, en þau geta sýningargestir virt fyrir sér á veggjum Ásmundarsalar. Nefna vil ég þó verkamannabústaðina við Hringbraut, hús Magnúsar Víglundssonar við Garðastrœti, viðbótina við Landsbankann við Austurstrœti og Reykjalund í Mosfellssveit, í fyrstu í samvinnu við Bárð ísleifsson, Seinna tóku þeir höndum saman Gunnlaugur og Guðmundur Kristinn Kristinsson. 1 þeirri samvinnu urðu til verk eins og háhýsin við Sólheima, Háskólabíó og hús Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Skólavörðustíg. Allt eru þetta verk sem setja svipmikið mark á umhverfi okkar hér um slóðir. Þegarí skóla varð Gunnlaugur gagntekinn af hugsjón „funktion- alismans" og vann í anda hans alla tíð síðan, en aðhœfði hann íslenskum staðháttum. Einkunnarorð Gunnlaugs voru að „hús cettu að bera samtíð sinni vitni." Enda þótt hann gerði slíkar kröfur til eigin verka hafði hann lifandi áhuga á innlendum sem erlendum húsagerðararfi og var ve! að sérí þeim efnum, Það var reyndar módernistinn Gunnlaugur Halldórsson sem fyrstur húsameistara íslenskur vann að endurgerð gamalla húsa, Viðgerð og viðbœtur á Bessastaðastofu árið 1941 er einn glœsilegasti árangur á því sviði til skamms tíma, Þar sýndi hann og sannaði hvernig nýtt og gamalt getur unað í farscelli sambúð, sé tillitsemi gœtt. Verk Gunnlaugs Halldórssonar eru framar öllu látlaus við fyrstu sýn. Undir hljóðu yfirborði má skynja skýra rýmishugsun, listrœna fágun í efnisnotkun og nœmt hlutfallaskyn. í hávaðasömum heimi vilja slíkir eiginleikar fara framhjá mörgum. Með tímanum munu verk Gunnlaugs njóta því meiri virðingar sem lengra líður og verða álitin eitt merkasta framlag síns tíma til íslenskrar byggingarsögu. Texti úr sýningarskrá í tilefni 50 ára afmœlis A.í .Hörður Ágústsson. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.