Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 84

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 84
Háskólabygging í Reykjavík í september síðastliðnum fundust á háaloftinu að Aragötu 14 afar merkar teikningar eftir Guðjón Samúelsson, fyrrum húsa- meistara ríkisins. Teikningarnar eru afveglegri háskólabyggingu í Reykjavík og unnar af Guðjóni meðan hann stundaði nám í Kaupmannahöfn. Hér er um að ræða frumraun (prófraun) ungs manns, sem átti eftir að marka djúp spor í listasögu Islendinga og verða brautryðjandi í byggingamálum okkar á fyrri hluta þessarar aldar. Þær eru frábærlega vel unnar og bera höfundinum gott vitni um listræna sýn og fagurt handbragð, en það sem einkum vekur athygli er þó sú dirfska höfundar ogbjartsýni, sem teikningarnar bera með sér. A ég þar að sjálfsögðu ekki við byggingarstílinn, sem er nýklassískur og Guðjóni vel tamur á námsárum, heldur það hvers konar húsnæði höfundurinn hefur þorað að ímynda sér að hæfði nýrri menntastofnun á hjara veraldar, sem að vísu bar háskóla- nafn. A háskólahúsi Guðjóns er enginn kotungsbragur. Bygging af því tagi, sem á teikningunum sést, hefði um margra ára skeið borið af flestum byggingum hér í Reykjavík, ef reist hefði verið. Teikningamar em ársettar 1914-1915. Hér er um að ræða áfanga- verkefni á námsbraut Guðjóns við Listaháskólann í Kaupmannahöfn, en námi þar lauk hann ekki formlega fyrr en 1919. Hafði hann þá áður gert hlé á námi sínu um tveggja ára skeið og starfað við húsateikningar í Reykjavík. Síðar varð hann húsameistari ríkisins um margra áratuga skeið, svo sem alkunn- ugt er, og hannaði fjölmargar byggingar - þ.ám. stórhýsi fyrir opinberar stofnanir, sem enn setja mikinn svip á umhverfi sitt. Um tuttugu árum eftir að Guðjón Samúelsson lauk fyrmefndum prófteikningum var honum falið að teikna háskólabyggingu á mörkum Mela og Vatnsmýrar í Reykjavík, sem nú hefur um áratuga skeið verið „kjami” háskólahverfisins. Er sú bygging að vonum um margt mjög frábrugðin prófteikningunum, bæði um yfirbragð og innri skipan. Með árunum þróaði Guðjón sérstakan og sérstæðan byggingarstíl og sótti um sumt fyrirmyndir í íslenska náttúm, en tilraunir hans við notkun íslensks byggingarefnis, einkum ýmissa bergtegimda, eru einnig athyglisverðar. Heimildir eru til fyrir því, að Guðjón kynnti sér vel erlendar fyrirmyndir að háskólabyggingum áður en hann hófst handa við teikningar þær, sem fyrr getur, og leitaði jafnframt til Sigurðar Nordals prófessors um upplýsingar varðandi húsnæðisþörf Háskóla Islands. Af teikningunum er örðugt að átta sig á því, hvar í Reykjavíkurbæ Guðjón ætlaði háskólabyggingunni stað, en haft er þó eftir kunnugum manni, að sá staður hafi verið nálægt sunnanverðum enda Tjarnarinnar, austanmegin. Sá, sem þessar línur ritar, hefur um nokkurt árabil kynnt sér öll fáanleg gögn um byggingarsögu Háskóla Islands; var m.a. kunn- ugt um að Guðjón Samúelsson hefði gert þær teikningar af háskólahúsi, sem hér um ræðir, og hafði í höndum gamlar og lélegar ljósmyndir af hluta teikninganna. Frummyndirnar höfðu hins vegar ekki fundist þegar fyrra bindi byggingarsögu Háskólans var gefið út, 1986, þrátt fyrir allmikla leit, m.a. í skjalasafni Listaháskólans í Kaupmannahöfn, sem fram fór fyrir milligöngu Utanríkisráðuneytis. Þessi óvænti fundur verður hins vegar vonandi til þess, að unnt verður að birta vandaðar ljósmyndir (helst litmyndir) þessara teikninga Guðjóns sem bókarauka í síðara bindi þessa ritverks, sem væntanlega verður gefið út á fyrri hluta næsta árs. 82 bt anmnraMMSwnr ksæ. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG i !!5Í tM !!!! «>*> »»»» f'f IM* »»M M ttlft ♦ftfté •**} M»i !t;í IMI M ftftftft IIB sm fii ftft i 55 ft*M !U< IM* *«•’ tlU Iwi i Ri »**• <>« nn m « Prófteikningar Guðjóns Samúelssonar af háskólabyggingunni eru mjög vel famar, enda gerðar á sérlega vandaðan pappír. Á viðgerðarstofu Þjóðskjalasafnsins hafa teikningarnar verið hreinsaðar og ljósmyndaðar og má sjá þær hér. Þær bera sannarlega engin ellimörk. Þegar þetta er ritað hafa enn ekki fundist á geymslustaðnum þverskurðarmyndir af byggingunni, sem höfundurinn gerði þó svo sem sjá má af gamalli ljósmynd. Ekki er enn vitað hvenær Háskólinn hefur eignast teikningarnar, en a.m.k. fer vart milli mála að það hefur verið fyrir 1940. Er þess nú að vænta, að Háskóli Islands beri gæfu til að varð- veita teikningarnar og sýni þeim þann sóma, sem þær og minn- ing höfundarins verðskulda. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Páll Sigurðsson 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.