Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 72

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 72
leiðbeiningar í þykkri bók (Retail Tenant Design Criteria) um innrétting-ar. Þar eru jafnvel ókvœði um nöfn ó fyrirtœkjum og letur-gerðir á skiltum. Einnig er klásúla um það að við endur-nýjun leigusamnings skuli leigjendur kosta endurbœtur á húsnœðinu. Faneuii Hall Marketplace eru um 150 fyrirtœki. Þau eru flest lítil þvl reynslan sýnir að stœrri verslanir eiga þar erfiðar uppdráttar! Hamborgarakeðjum o.þ.h. bisness er haldið utan við markaðinn. Ágúst, ' sem almennt er rýrasti verslunar- mánuðurinn, er besti tími markaðarins. Það sýnir hversu mikill hluti viðskiptanna er við ferðamenn. Árlega sœkja um 12 milljónir manna markaðinn heim. Helmingur þeirra eru ferðamenn, en aðeins lítill hluti þeirra eru útlendingar. Aðrir eru ýmist starfandi 1 nágrenninu eða nemendur hinna fjölmörgu framhaldsskóla borgarinnar. REYKJAVÍK. Ferðin til Banda- ríkjanna var farin til að kynnast því hvernig þarlend yfirvöld leysa skipulagsverkefni af svipuðum toga og borgar- yfirvöld hér fást.við. Það sem hér fer á eftir er ekki endanleg upptalning á því sem af ferðinni má lœra heidur vangaveltur um miðbœ Reykjavíkur í Ijósi þess sem fyrir augu bar í Baltimore og Boston. Reyndar er það svo að í Reykjavík er ekki verið að hefja skipulagsvinnu í miðbœnum eða á hafnar- svœðunum og raunar er ýmislegt hér þegar í líkum farvegi og fyrir vestan. Þegar hefur verið gert skipulag fyrir miðbœinn og Skúlagötusvœðið og um pessar mundir er unnið að hverfaskipulagi fyrir Gamla bœinn. Miðbcer Reykjavíkur er þar að auki ekki jafnilla staddur og mið- bœir Boston og Baltimore voru þegar uppbyggingin þar hófst. Það verður heldur ekki sagt að það sem á bjátar í miðbœ Reykjavíkur verði leyst við Gömlu höfnina. Þar er ekki að finna þau vannýttu hafnarsvœði sem eitt sinn mátti sjá í Baltimore og Boston. í austurhöfninni eru Faxamarkaður, varðskipin, Haf- rannsóknastofnun, smábátar, Akraborg og Rlkisskip. Vesturhöfnin er fiskihöfn og þar er miðstöð skipaviðgerða, Þœr breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á höfninni munu að mörgu leyti snúast um tilfœrslur innan hennar. Það má e.t.v. segja að sú starfsemi sem eftir er 1 Gömlu höfninni eigi vel heima nálœgt miðbœ og auðgi hann í sinni mynd að svo miklu leyti sem vinnusvœði getur jafnframt verið útivistarsvœði. Hins vegar er sjálfsagt að nýta þau tœkifœri sem starfsemin við höfnina býður upp á. í þessu tilefni hefur verið bent á að koma mœtti upp fiskmarkaði fyrir almenning í tengslum við Faxa- markað. Það hefur einnig komið fram hugmynd um að byggja glerþak yfir inngarð Hafnarhússins og flytja þangað markaðinn sem nú er í Kolaportinu. Hins vegar þarf meira til en tengsl við höfnina til að efla mið- bœinn. Það þarf t.d. að greiða úr samgöngumálum bœði þeirra sem eiga leið um miðbœinn og þeirra sem eiga erindi þangað. Það hefur lengi verið á dagskrá að leggja Geirsgötu eftir Miðbakka til að greiða fyrir umferð sem á leið í gegnum miðbœinn. Nýlega voru kynntar tillögur þess efnis að setja götuna í göng undir Miðbakka. Við það myndu tengslin milli miðbœjarins og hafnarinnar batna til muna. Jafnframt eru áform um að byggja bílageymsluhús í miðbœnum sem með tímanum gœtu rúmað allt að 1200 bíla. Að auki verða um 140 stœði á hinu svokallaða Bakkastœði. Skipulag miðbœjarins var staðfest af félagsmálaráðherra áriðl988. Því hefur ekki veríð hrint í framkvœmd nema að litlu leyti og ef að líkum lcetur á það eftir að breyta miðbcenum töluvert á ncestu árum. Það sem m.a. snýr að borgaryfirvöldum er að auka það svceði sem einkum er œtlað gangandi vegfar- endum þannig að Austurstrceti, Hafnarstrceti og Pósthússtrœti verði að mestu leyti göngugötur. Jafnframt er ráðgert að á Hótel íslands planinu og Steindórsplaninu verði gert borgartorg og að opið verði milli þess og Austurvallar um Vallarstrceti. Notkun Utvegsbankahússins, Hótel Borgarog annarra slíkra húsa hlýtur einnig að skipta máli fyrir miðbœinn. Þau skipta líklega ekki sköpum ein og sér en til samans mynda þau fjölbreytta heild sem gerir miðbceinn að lífvcenlegu athafnahverfi. Það er a.m.k. mikilvcegt hvaða starfsemi verður á jarðhœð áðurnefndra húsa og hvort hún tengist götulífinu að einhverju leyti. 70 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Fyrirhugaöar glerbyggingar við norðurhlið Austurstrœtis. Arkitektar Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. Á Manhattan eru byggingaverktakar I sumum tilfellum verðlaunaðir með auknu byggingarmagni ef jarðhceðir eru opnar almenningi (sjá grein Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur í Arkitektúr og skipulagi, 2. tbl. 1989). I Danmörku hafa nokkrir bceir gert það að skilyrði fyrir nýbyggingum banka eða tryggingafélaga í miðbœjum að jarðhœðin sé að stœrstum hluta opin fyrir fjölskrúðuga miðbœjarstarfsemi sem tengist eðlilega nánasta umhverfi. Ein hugmynd sem oft hefur verið hampað liggur nú fyrir í nýrri útfcerslu sem rekja má til viðkynna af Faneuil Hall Marketplace í Boston. í sumar voru kynntar hugmyndir arkitektanna Guðna Pálssonar og Dagnýjar Helgadóttur um glerbyggingar við norðurhlið Austurstrœtis og glerskyggni við húsin sunnan götunnar. Glerhýsin yrðu fyrir smáverslanir, kaffihús, hljómlistar- bari og aðra miðbœjarþjónustu og um leið gönguleið og afdrep í slœmu veðri. Starfsemin þar þyrfti gjarnan að tengjast þeirri starfsemi sem fram fceri á jarðhceð Útvegsbankahússins, Austurstrœtis 17 og Pósthússins. Það er hins vegar sá stóri munur á Austurstrœti og Quincy Market að margir eigendur eru að húsunum í Austurstrœti en einn eigandi að Quincy Market. Ennfremur eru húsin við Austurstrœti afar mismunandi að útliti og því erfitt að finna ákjósanlega hceð fyrir samskeyti húsanna og glerbygginganna. En það má þó leysa eins og arkitektarnir hafa sýnt fram á. Borgarráð hefur þegar samþykkt eina útfœrslu glerbygging- anna fyrir sitt leyti. Borgin mun hins vegar aldrei geta framkvcemt þessar hugmyndir upp á sitt eindcemi þar sem byggingarnar sem um rœðir eru í einkaeign. Það er heldur ekki útkljáð hver verði eigandi glerbygginganna eða á hvern hátt starfsemin þar tengist starfsemi inni í húsunum. Hér þarf samstarf allra hlutaðeigandi aðila sem vonandi verður vísir að einhverju meira 1 framtíðinni. Hinn 21, septembers.i. samþykkti borgarstjórn tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Júlíusar Hafstein um „að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að stofnað verði þróunarfélag til að samrœma hugmyndir og tillögur hagsmuna- og framkvœmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja og nauðsynlegrar þjónustu í gamla miðbœnum og stuðla að framkvœmd þeirra. Þátttaka I félaginu verði opin öllum hugmynda-, rekstrar- og framkvœmdaaðilum á svceðinu samkvœmt nánari ákvörðun borgarráðs." Að endingu er rétt að víkja aftur að miðborgum Baltimore og Boston og draga saman I stuttu máli inntakið í breytingunum sem orðið hafa á þeim. Það er e.t.v. af þeim þáttum sem mestan lœrdóm má draga en ekki endilega af einstökum byggingum. Boston byggir sitt aðdráttarafl bœði á gömlum „sjarma" og nýju framtaki. Meö batnandi stöðu miðborg- arinnar var lagður grundvöllur fyrir ýmisskonar aðra starfsemi þar. Þar var um að rœða framtak margra aðila, þar sem eitt leiddi af öðru og vöxtur og viðgangur nú byggist á nálœgð við svipaða starfsemi og aðra sem hefur aðdráttarafl fyrir miðbœinn í heild. í Baltimore er hins vegar samhent átak hagsmunaaðila og yfirvalda á mjög breiðum grundvelli um markvissa vinnu við að skapa nýjan miðbœ og gjörbreytta ímynd borgarinnar. Það aðdráttarafl sem Baltimore hefur er 1 raun allt þessu átaki að þakka og hlýtur að vera uppörvandi að sjá hverju 20. aldar skipulag fœr áorkað ef vel er að því staðið. Heimildir: The Baltimore Harbor Útg.: Baltimore City, Department of Planning. Evaluation: Boston’s “Upper of Urbanity” Grein eftir Robert Campbell í AIA Journal í júní 1981. Baltimore: Frásögn Larry Reich, skipulagsstjóra, og Barböru Bonnell, framkvœmdastjóra almannatengsla hjá Charles Center/ Inner Harbor Management. Boston: Frásögn Peter Johnson hjá Rouse Company í Faneuil Hall Marketplace. ■ Ólafur Brynjar Halldórsson !SS BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.