Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 33

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 33
 BRAUTRYÐ JANDI í 30 ÁR Arkitektafélag íslands stofnaði Byggingaþjónustu A.í. 1959 og var hún opnuð við hátíðlega athöfn 18. apnl 1959, af þáverandi borgar- stjóra Gunnari Thoroddsen, að Laugavegi 18a. Félagsmenn í Arkitektafélagi íslands voru þá ekki nema um 30 og stóðu því flestir dyggilega að þessu mikla framtaki. Helstu frumkvöðlar og þeir sem báru hita og þunga af þessu framtaki voru arkitektamir Gunnlaugur Halldórsson, Sigurður Guðmundsson, Gísli Halldórsson, Gunnlau- gur Pálsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Fyrsta stjóm Byggingaþjónustu A.I. var skipuð þeim Gunnlaugi Halldórssyni, sem var formaður, Gísla Halldórssyni og Gunnlaugi Pálssyni. Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, var framkvæmdastjóri og gegndi því starfi um árabil. Arið 1979 var Byggingaþjónusta A.I. gerð að sjálfseignarstofnun með þátttöku Húsnæðisstofnunar ríkisins og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Þegar litið er yfír farinn veg er margs að minnast og fátt eitt hægt að draga fram í dagsljósið í stuttri grein. Byggingaþjónusta A.I. stóð fyrir námskeiðum og ráðstefnum um margvísleg efni allt frá upphafi. Nú hafa aðrir aðilar tekið ríkari þátt í þessu starfi og má segja að Fræðslumiðstöð iðnaðarins hafi tekið við námskeiðahaldi. Á árinu 1961 hóf Byggingaþjónusta A.í. að gefa út rit um vísitöluhúsið, sem nú er gefið út af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Ráðgjöf um byggingarefni, byggingaaðferðir og ráðgjöf um kaup á íbúðarhúsnæði hefur ávallt verið ríkur þáttur í starfseminni, en nú er einnig rekin myndarleg ráðgjafarstöð hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, en ráðgjöf um viðhald og viðgerðir og önnur margvísleg ráðgjafarþjónusta er nú jafnframt mikilvægur þáttur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. í tilefni af Norræna byggingardeginum, sem haldinn var á íslandi í fyrsta sinn árið 1968, gaf Byggingaþjónusta A.í. út „GUIDE” -leiðbeiningarbækling um Reykjavík og nágrenni. Fljótlega eftir að Ríkissjónvarpið tók til starfa voru gerðir nokkrir fræðsluþættir um húsnæðis- og byggingarmál sem voru í umsjón Olafs Jenssonar, framkvæmdarstjóra. Auk þess voru um árabil reglulegir þættir í útvarpinu um sama efni. Byggingarefnaskrá hefur verið um árabil einn viðamesti þátturinn í starfseminni. Það er mikil vinna og kostnaðarsöm að halda vel utan um upplýsingar um hvar varan fæst, framleiðendur, umboðsmenn og annað sem skiptir máli fyrir neytendur og hönnuði. Það er áætlað að þörf á viðhaldi og viðgerðum á mannvirkjum hér á landi á ári hverju sé um 10-12 milljarðarkróna. Þvímiðureru alltof margir ófaglærðir og ótraustir aðilar sem hafa um margra ára skeið stundað þess iðju. Stjómendum Byggingaþjónustunnar hefur verið ljós hin brýna þörf að koma upp Verktakaþjónustuskrá yfir ábyggilega og góða fag- menn. í dag eru 50-60 verktakar skrásettiríverktakaþjónustuskrána. Strax á fyrstu árum Byggingaþjónustunnar eða upp úr 1961 voru skipulagðar ferðir til útlanda á byggingaefnarsýningar og ráðstefnur. Einn mikilvægur þáttur, sem því miður vill oft gleymast, við þessar ferðir Byggingaþjónustunnar, er sú persónulega kynning sem á sér stað milli hönnuða, framleiðenda, umboðsmanna, seljenda og verk- taka. Á síðustu árum hefur Byggingaþjónustan látið gera myndbönd um steypuskemmdir með góðri aðstoð margra aðila. Þetta er brýnt verkefni, sem þyrfti að efla verulega til þess að koma í veg fyrir steypuskemmdir, tryggja rétt handbrögð og efnisnotkun við viðgerðir og alla yfirborðsmeðhöndlun. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og alla þessa mikilvægu starfsemi hefði ekki tekist að framkvæma, ef ekki hefði komið til mikið og gott sjálfboðastarf margra sérfræðinga, byggingameistara og allskonar fagmanna. Arkitektar til að mynda eru á hverjum miðvikudegi allan ársins hring kl: 16.00 - 18.00 að veita fagurfræðilega og faglega ráðgjöf í sjálfboðavinnu. Öllum hagnaði af rekstri Byggingaþjónustunnar frá upphafi hefur verið varið til upplýsinga og fræðslumála. Hún hefur skilað til þjóðfélagsins ómetanlegum verðmætum, sparað húseigendum og húsbyggjendum ómælanlegar fjárhæðir á þessum þrjátíu árum, sem hún hefur verið starfandi. Byggingaþjónustan er rekin í almannaþágu án gróðasjónarmiða. Byggingaþjónustan er til húsa að Hallveigarstíg 1, Reykjavík, f Húsi iðnaðarins. Ólafur .Jensson. 31 L ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.