Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 80

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 80
HU GM YND AS AMKEPPNI UM SKIPULAG OG NOTKUN ÞRASTASKÓGAR Árið 1911 gafTryggviGunnarsson Ungmennafélagi íslands svæði við Sogið og hlaut það nafnið Þrastaskógur. Þar var síðan reist hús í burstabæjarstfl, Þrastarlundur, sem rekin var sem veitinga og gististaður þar til það varð eldi að bráð í seinn heimsstyrjöldinni. Á vegum Ungmennafélags Islands og sérsambanda þess hefur miklum fjölda trjáa verið plantað innan svæðisins. Einnig hefur á liðnum árum ýmis konar starfsemi á vegum UMFÍ farið fram á svæðinu, þó sérstaklega íþróttir og leikir. Sumarið 1988 hóf Ungmennfélag Islands undirbúning að hugmynda- samkeppni um svæðið og fékk Arkitektafélag Islands í lið með sér. Síðastliðið vor var svo keppninni ýtt úr vör og skilafrestur settur til 20.september 1989. Allsbárust 14tillögurog voruþærallar dæmdar gildar. Þann 24. október síðastliðinn voru svo úrslitin birt í tengslum við þing UMFÍ. I dómnefnd voru: tilnefnd af Arkitektafélagi íslands: Bergljót S. Einarsdóttir og Gunnar Friðbjömsson.Tilnefndir af Ungmennafélagi Islands: Finnur Ingólfsson, Hafsteinn Pálsson og Sæmundur Runólfsson sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Ritari dómnefndar var Egill Heiðar Jónsson. Ráðgjafi dómnefndar var Auður Sveinsdóttir, tilnefnd af Félagi ísl. landslagsarkitekta. Trúnaðarmaður keppninnar var Olafur Jensson. I keppnislýsingu er sett fram það meginmarkmið að svæðið verði nýtt til íþróttaiðkunar og útivistar fyrir almenning. Gert var ráð fyrir að hægt væri að hýsa allt að 40 manns í litlum og stórum hópum á vegum ungmennafélaganna, sem dvelja í Þrastaskógi í lengri eða skemmri tíma við leik og störf. Einnig var gert ráð fyrir að sú starfsemi sem fram fer á svæðinu s.s. rekstur veitingasölu í Þrastalundi, veiðiréttindi í Soginu og þær aðstæður sem svæðið býður upp á, gæti skapað tekjur til að standa undir viðhaldskostnaði við svæðið. Lögð var áhersla á að 78 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG svæðisins haldist sem best.c. Miðsvæði - Miðpunktur athafna, íþrótta og leikja á vegum UMFI. d.. Norðursvæði - Sumarhús, tjaldsvæði, siglingar og plöntun lauftrjáa. Þessi einfalda skipting landsins í svæði hafði nokkur áhrif á störf dómnefndar. Dómnefnd var sammála um eftirfarandi niðurstöður: Tillaga nr. 2. Auðkenni 99797. 1. verðlaun. tekið væri tillit til þess trjágróðurs sem fyrir er og annarra náttúrukosta svæðisins. Að öðru leyti höfðu keppendur frjálsar hendur um tillögugerð. Við mat á tillögum lagði dómnefnd áherslu á eftirtalin atriði: 1. Nýtingu svæðisins sem útivistar- og samkomusvæði fyrir almenn- ing þ.e. starfsemin verði aðlaðandi og dragi að sér þátttakendur mestan hluta ársins. 2. Staðsetningu og gerð einstakra mannvirkja. 3. Vemdun náttúrulegs umhverfis og aðlögun bygginga að því. 4. Gerð göngustíga og akvega um svæðið. 5. Tekjumöguleika og möguleg áfangaskipti. í ljós kom að í mörgum tillagnanna var landinu skipt í fjögur svæði án þess að þess væri sérstaklega getið, en því má lýsa á eftirfarandi hátt: a. Þrastalundur - Aðkomuleið inn á svæðið og þjónustukjami fyrir Þrastaskóg og næsta umhverfi. b. Suðursvæði - takmörkuð mannvirkjagerð til þess náttúrufar 1. verðlaun kr. 508.200-tillaganr. 2, merkt. 99797. Höfundar: Bjöm Skaptason arkitekt og Pálmar Kristmundsson arkitekt. Umsögn dómnefndar var á þessa leið: „I tillögunni eru athyglisverðar hugleiðingar að „umhverfistúlkun" sem hefur megináhrif á staðsetningu og gerð mannvirkja á svæðinu. Hugmynd að þjónustumiðstöð og hennar nánasta umhverfi er mjög góð en nokkuð yfirdrifinn. Vegakerfi er vel útfært en skoða mætti nánar aðkomu að miðsvæði. Göngustígakerfi er betur lýst í greinargerð en á teikningu og er í fullu samræmi við meginforsendur höfundar. Á suðursvæði eru engin mannvirki utan göngustíga og áningastíga við þá. Heildar- útfærsla á miðsvæði er ágæt, sérstaklega framkvæmdir í Jókuvík. Staðsetning byggingar er góð hvað varðar tengsl við ytra og innra umhverfi, en hætt er við að sú gerð byggingar sem lögð er til á þessum stað geti valdið of mikilli röskun á landi. Hugmynd að aðaltjaldsvæði er góð en hins vegar er það álit dómnefndar að Þrastaskógur beri alls ekki þann mannfjölda sem tillagan gerir ráð fyrir. Hugmynd að bátabryggju er góð. Tillagan er sérstök en mætti vera skýrari í framsetningu." 2. verðlaun kr. 282.340- tillaga nr. 10, merkt 04090. Höfundar reyndust vera: Jón Olafur Jónsson arkitekt , Sigurður Einarsson arkitekt, Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Umsögn dómnefndar ar þannig: „ Tillagan gerir ráð fyrir veglegri þjónustumiðstöð í Þastalundi. Útfærsla hennar og næsta umhverfis er aðlaðandi en byggingar nokkuð yfirdrifnar. Staðsetning tjaldstæða í bollum er óheppileg að mati dómnefndar vegna hættu á skuggamyndun og kulda enda þótt hugmynd að dreifingu tjaldsvæða sé góð. Tjaldsvæði á hábungunni þarfnast nærfærinnar útfærslu og framkvæmdar. Vel er séð fyrir sumarbúðum og íþróttaaðstöðu. Að mati dómnefndar mynda byggingar norðan íþróttasvæðisins samfelldan vegg og eru þar með of áberandi. Aðkoma að byggingum er mjög erfið. Staðsetning íþróttaskemmu er góð. Hugmyndir höfundar að orlofsbúðum fyrir ungmennafélagshreyfinguna og bryggju á norðursvæði eru mjög góðar en dómenfnd álítur að norðursvæðið megi opna betur fyrir almennini en höfundur gerir ráð fyrir. Vel er séð fyrir vegi og stígum um svæðið, sérstaka athygli vekur göngustígur við vatnsborðið. Hugmyndir um áningastaði við stíga og ævintýraborg á norðursvæði eru ágætar. Tillagan er fallega unnin og vel framsett." 3. verðlaun kr. 113.000- fékk tillaga nr. 1, merkt 20790. Höfundar : Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt. Innkaup að upphæð kr.75.000-, fékktillaga nr. 12, merkt 14005. Höfundar hennar reyndust vera: Ingvi Þór Loftsson landslagsark, Fríða Björg Eðvarðsdóttir landslagsarkitekt, Mark MacFarlane land- slagsarkitekt, - aðstoð: Þorvaldur Pétursson Auk þess vildi dómnefnd vekja athygli á tveimur tillögum sem"athyglisverðum": Tillagamerkt 11111-höfundar: SteinarSigurðsson arkitektog Jakob Jakonb Líndal arkitekt. Tillaga merkt 22031 - höfundar: Ámi Þ. Jónsson arkitekt, Vífill Magnússon arkitekt,- starfsmaður: Halla Hannesdóttir. ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Auður Sveinsd«ttir,landslagsarkitekt. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.