Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20222 Útgáfan til jóla VESTURLAND: Skessu- horn mun koma út vikulega til jóla. Miðvikudagana 7. og 14. desember, en Jólablað Skessu- horns verður gefið út þriðju- daginn 20. desember, degi fyrr en venjulega. Það er gert til að tryggja að það berist öllum áskrifendum í tæka tíð fyrir hátíðirnar. Jólablaðið verður síðasta blað ársins og jafn- framt það stærsta. Fyrsta blað nýs árs kemur út miðviku- daginn 4. janúar. -mm Fatagámur við Íþróttahúsið BORGARNES: Í tilkynn- ingu frá Vesturlandsdeild RKÍ kemur fram að fatagámur Rauða krossins í Borgarnesi hefur nú verið færður og er við Íþróttahúsið. „Við þökkum fyrir ykkar framlag til Rauða krossins og til umhverfismála um leið og við minnum á að einnig er hægt er að fara með fatnað í Gámastöðina á Sól- bakka. Það er alveg bannað að skilja eftir poka eða dót fyrir utan fatagáminn. Göngum snyrtilega um og njótum þess að láta gott af okkur leiða,“ segir í tilkynningu frá Vestur- landsdeild RKÍ. -mm Gunnar ráðinn hafnarstjóri F A X A F L Ó I : Gunnar Tryggva- son er nýr hafnar- stjóri Faxaflóa- hafna. Stjórn Faxaflóahafnar samþykkti ráðningu hans á fundi sínum 25. nóvember síðastliðinn en Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá maí síðast- liðnum. Í tilkynningu frá Faxa- flóahöfnum segir að stjórnin hafi byggt ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnis- nefndar sem hafi mælt ein- róma með ráðningu Gunnars í stöðuna. -gbþ Skoða breytingar á Akraneshöll AKRANES: Fram kom á fundi skipulags- og umhverfis- ráðs Akraneskaupstaðar sl. mánudag að fyrir liggi kostnaðar áætlun vegna við- gerða eða breytinga á ytri klæðningu Akraneshallar- innar. Ásbjörn Egilsson verk- efnastjóri fór yfir hugmyndir varðandi viðhald á ytra byrði hússins og jafnframt yfir hug- myndir um að einangra húsið og ná meiri hita inn í það að vetrarlagi. Ráðið fól Ásbirni frekari vinnslu málsins í sam- vinnu við helstu hagsmunaað- ila. -vaks Til minnis Fyrsti í aðventu var síðasta sunnudag og þar með hófst jólaundirbúningurinn formlega. Kveikt var á jólatrjám víðs vegar um landið og jólaskreytingar settar upp innan sem utan dyra á húsum. Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að fólk skreytir hús sín og setur jólaseríur miklu fyrr en áður var gert sem er bara hið besta mál. Ekki veitir af í svartasta skammdeginu, einkum þegar jörð er auð, og alltaf skemmti- legt að sjá vel skreytt hús út um allan bæ. Veðurhorfur Á fimmtudag eru líkur á sunnan 10-18 m/s, hvassast vestast og skúrir víða um land, en hægara og bjartviðri á Norður- og Austur- landi. Hiti 3 til 8 stig. Á föstudag má búast við suðlægri átt, 3-10 m/s og víða skúrum, en slydduél á Vestfjörðum og bjartviðri norð- austan til. Hiti 0 til 7 stig, mild- ast syðst. Á laugardag má gera ráð fyrir hægri breytilegri átt og víða bjartviðri, en sunnan kaldi og skýjað vestast. Hiti í kringum frostmark. Á sunnudag verður suðvestanátt, skýjað með köflum og hlýnar heldur. Dálítil væta vestan til um kvöldið. Vestlendingur vikunnar Snjólfur Björnsson opnaði í haust Sjúkraþjálfun Stykkishólms í íþróttamiðstöðinni þar í bæ og hefur sinnt skjólstæðingum þar tvo daga í viku síðan þá. Hann hefur sett stefnuna á Hólminn og hyggst ásamt konu sinni, Björgu Gunnarsdóttur, flytja þangað alfarið þegar líður á næsta ár. Snjólfur og Björg eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Vel hefur gengið hjá Límtré Vírneti undanfarið og horft hefur verið til þess að bæta tækjabúnað í öllum deildum fyrirtækisins til að mæta auknum verkefnum og stytta afgreiðslutíma. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á þremur stöðum í dag; í Reykjavík, á Flúðum og í Borgarnesi. Í Borgarnesi er framleitt valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli. Þar er einnig blikksmiðja og járnsmiðja auk framleiðslu á ýmiskonar lykkjum og beygðum teinum úr kambstáli fyrir steinsteypt burðarvirki. Aðal- söludeild Límtrés Vírnets er einnig í Borgarnesi. Sala og framleiðsla álklæðninga hefur breytt miklu í starfseminni og ákveðið hefur verið að fara í breytingar á skipulagi innan húss til að bæta flæði í fram- leiðslu og vörumeðhöndlun. Möguleg stækkun í Borgarnesi Einnig hefur verið rætt um að stækka húsnæðið í Borgarnesi. Að sögn Jakobs Guðmundssonar for- stöðumanns framleiðsludeildar er ekki hægt að segja til um hvenær það verkefni fer af stað, en alltaf sé hugsað til stækkunar en ekki minnk- unar þótt hagræðing sé alltaf efst á blaði. Búið er að teikna ýmsar hug- myndir til að velta upp möguleikum varðandi viðbyggingu. Fjárfest hefur verið í tækjum og búnaði enda engin ástæða til að ætla annað en að fyrirtækið verði með starfsstöð áfram á staðnum. Viðbyggingu sem slíkri hefur samt aðeins verið slegið á frest, en þess í stað stefnt á endur- röðun innanhúss til að bæta nýtingu auk þess sem lítið hús verður byggt utan dyra sem nota á sem hleðslu- rými fyrir lyftara. Gæðastjórnunarvottun Jakob segir að fyrirtækið sé komið með ISO 9001 gæðastjórnunar- vottun. „Við erum ákaflega stolt af því,“ segir hann. „Enda erum við með afskaplega góðan og hæfan mannskap sem hefur verið undir- staðan að góðu gengi fyrirtækisins.“ gj Á fundi í byggðarráði Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtu- dag var lagt fram yfirlit yfir fast- eignir sveitarfélagsins og yfirlit um viðhaldsþörf eigna. Fram kemur í fundargerð að þetta hafi verið gert til upplýsingar og stefnumótunar vegna nýtingar fasteigna sveitar- félagsins til framtíðar. Hjá sveitar- félaginu fer nú fram greining og umræða um hvernig efnahags- reikningur og fjárbinding sveitar- félagsins styður við kjarnastarf- semi þess. Þar fellur eignarhald og rekstur félagsheimila ekki undir kjarnastarfsemi. „Byggðarráð vísar til sveitar- stjóra að taka safn félagslegs hús- næðis sveitarfélagsins til skoðunar með það fyrir augum að auka dreifingu og að það endurspegli betur þá tegund húsnæðis sem spurn er eftir. Sala eigna kemur til greina,“ segir í fundargerð. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að hefja samtal við meðeigendur sveitarfélagsins að félagsheimil- um með nýtingu og eignarhald til framtíðar í huga. Sveitarstjóra var jafnframt falið að gera tillögu um hvar hefja skuli leit að samstarfs- aðilum til lengri eða skemmri tíma með langtímaleigu í huga. Varðandi skólahúsnæði vísaði byggðarráð til yfirstandandi vinnu með skólastefnu Borgarbyggðar og væntanlegrar niðurstöðu hennar. „Miðað við fjárfestingaráætlun sem kynnt var við fyrri umræðu að fjár- hagsáætlun næsta árs er fyrirsjáan- legt að fjárfesting í skólahúsnæði mun aukast verulega á næstu árum svo sem með endurnýjun Grunn- skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns- reykjum og stækkun Uglukletts. Eðlilegt er að samhliða sé skoðað hvar hægt er að draga úr fjár- bindingu í skólahúsnæði og fækka fermetrum,“ segir í bókun ráðsins. Til skýringar á Borgarbyggð nú fimm félagsheimili í sveitarfélaginu að hluta eða öllu leyti, þ.e. Þing- hamar í Stafholtstungum, Brún í Bæjarsveit, Lyngbrekku á Mýrum og helmingshlut í Lindartungu í Kolbeinsstaðarhreppi. Einnig á sveitarfélagið Samkomuhúsið við Þverárrétt en búið er að samþykkja að selja húsið gegn málamynda- gjaldi til Kvenfélags Þverárhlíðar. mm Innlausnarmarkaður ársins 2022 með greiðslumark í sauðfé var haldinn 15. nóvember síðastliðinn. Matvælaráðuneytinu bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 11.904 krónur á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu og er ráðuneytið þannig einungis milligönguaðili. Alls var óskað eftir 57.425 ærgildum til kaups. Til ráðstöf- unar voru 5.135 ærgildi, eða 8,9% af kaupóskum. Úthlutað var sam- kvæmt forgangsreglum reglu- gerðar um stuðning við sauðfjár- rækt. Af 226 umsækjendum töld- ust 170 til forgangshóps og 56 til almenns hóps. Allt það greiðslu- mark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps og var því ekkert til úthlutunar í almennan hóp. Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt úthlutun. Matvælaráðu- neytið mun senda öllum tilboðs- gjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skrán- ingu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. mm Límtré Vírnet með gæðavottun og eflir starfsstöðina í Borgarnesi Starfsstöð Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Hluti fyrirtækisins, Vírnet hf, var stofnað þar 5. febrúar árið 1956. Tífalt meiri eftirspurn en framboð af greiðslumarki í sauðfé Skoða leigu og jafnvel sölu félagsheimila Borgarbyggð á nú fimm félagsheimili að hluta eða öllu leyti, þ.á.m. Lyngbrekku á Mýrum. Ljósm. úr safni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.