Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 17 Í húsi Skátafélags Akraness eru á nokkurra vikna fresti haldnir Rekka- og Svannasveitarfundir en það eru skátafundir fyrir full- orðna skáta. Þeir eru iðulega vel sóttir og mæta þar milli 25 og 30 skátar en bróðurpartur þeirra eru konur. Blaðamaður kíkti á skáta- fund síðast liðið mánudagskvöld en það var svokallaður jólafundur sveitarinnar. Fundirnir byrja alltaf á samsöng og var engin undan- tekning á því. Þar voru öll þrettán erindi Ragnars Jóhannessonar úr laginu Aðfangadagskvöld sungin og var þá gott að vera með textann á blaði. Hátíðlegar veitingar voru á boðstólnum og hélt Eydís Líndal Finnbogadóttir utan um dagskrána en hún er formaður Rekka- og Svannasveitarinnar. Þá voru sagðir brandarar, spurningakeppni og sungið meira. Bræðurnir Giljagaur og Ketkrókur litu við á fund- inum og útbýttu gjöfum við mik- inn fögnuð. Fundinum var slitið á hefðbundinn hátt þar sem allir tók- ust hönd í hönd og sungu Bræðra- lagssönginn og Kvöldsöng skáta. Í ár er 100 ára afmæli kvenskáta á Íslandi en fyrsta skátafélagið, sem var stofnað á Íslandi árið 1912, var einungis ætlað drengjum. Það var svo tíu árum seinna sem fyrsta kven- skátafélagið á Íslandi var stofnað, árið 1922. Þeir kvenskátar sem eru í Rekka- og Svannasveit Skátafélags Akraness hafa margar hverjar verið í skátastarfi frá því þær höfðu aldur til að ganga í hreyfinguna og segja þær að gildi skátahreyfingarinnar hafi verið þeim góður leiðarvísir í lífinu. Skátahreyfingin er alþjóðleg upp- eldis- og friðarhreyfing en mark- mið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks og skila af sér sjálfstæðum, virkum og ábyrgum einstaklingum út í sam- félagið. „Það er m.a. gert með því að hjálpa ungu fólki að byggja upp eigið gildakerfi sem grundað er á siðferðilegum lífsgildum, félags- legu réttlæti og persónulegri stað- festu,“ segir í Grunngildum Banda- lags íslenskra skáta. Skátafélag Akraness á einnig stórafmæli í ár, því nú eru 70 ár frá stofnun þess. Í tilefni af því og 100 ára afmæli kvenskáta á Íslandi býður skátafélagið til kvöldvöku í sal Brekkubæjarskóla, á morgun, fimmtudaginn 1. desember frá kl. 17:30-19:00. Þar verða ýmis atriði og skátasöngvar í bland við jólalög og eru allir velkomnir. gbþ Miðvikudaginn 18. nóvember 1942 var Skógræktarfélag Akraness stofnað og fagnar því 80 ára starfs- afmæli á þessu ári. Stofn félagar voru meðal annarra Arnljótur Guð- mundsson bæjarstjóri, Svafa Þor- leifsdóttir skólastjóri og Hálf- dán Sveinsson kennari en á fund- inn mættu um 30 manns. Í dag eru félagar rúmlega 100 talsins. Hægt er að skoða sögu félagsins nánar á FB síðu Skógræktarfélags Akraness. Mánudaginn 21. nóvember síð- astliðinn var haldinn afmælisfundur í Jónsbúð af þessu tilefni og mættu yfir 40 gestir. Mikið var um dýrðir og voru félaginu færðar gjafir og heillaóskir. Jens Baldursson for- maður Skógræktarfélags Akra- ness stiklaði á stóru í sögu félags- ins og Jón Arnar Sverrisson garð- yrkjustjóri Akraneskaupstaðar hélt tölu um framtíð skógræktarsvæða í nágrenni bæjarins. Boðið var upp á gómsætar veitingar og að lokum var fundi slitið með hópsöng. vaks Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs færði félaginu gjöf frá Akraneskaupstað. Ljósm. Katrín Leifsdóttir. Skógræktarfélag Akraness 80 ára Grunngildi skátahreyfingarinnar vísa leiðina út í lífið Fundi slitið. Fedda og Hulda eru elstar í Skátafélagi Akraness. Þær hafa báðar verið í skátun- um frá níu ára aldri. Enginn fór tómhentur heim eftir heimsókn þessara gjafmildu bræðra. S K E S S U H O R N 2 02 2 Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar og tveggja deiliskipulagstillagna á Framnesi Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði). Lýsingin er sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna. Skipulagslýsingin er til sýnis á vef sveitarfélagsins og á bæjarskrifstofunni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér efni hennar. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Skipulagslýsingin verður kynnt sérstaklega á opnu húsi, sem haldið verður þriðjudaginn 13. desember kl. 17-18 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði en auk þess verður lóðarhöfum á Framnesi boðið til sérstakra samráðsfunda á kynningartímanum. Ábendingar varðandi skipulagslýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 21. desember 2022 að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is, merkt „Skipulagslýsing, Framnes og hafnarsvæði“. Grundarfirði 30. nóvember, 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar www.skessuhorn.is Fréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.