Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 23 Skallagrímur og Ármann mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum allan fyrsta leikhlutann sem var dæmigert fyrir leikinn því hann var spennandi frá byrjun til enda. Eftir fimm mín- útna leik var staðan 11:10 fyrir Skallagrími en í stöðunni 16:13 settu gestirnir niður sjö stig í röð og leiddu með fjórum stigum við flautið, 16:20. Skallagrímsmenn voru fljótir til í öðrum leikhluta og höfðu jafnað metin á innan við mínútu en síðan tóku Ármenn- ingar við sér og voru komnir með tíu stiga forystu eftir sex mínútur á klukkunni, staðan 26:36 fyrir Ármanni. Heimamenn með Björg- vin Hafþór Ríkharðsson í farar- broddi náðu síðan með mikilli bar- áttu að minnka muninn í eitt stig fyrir hálfleik, staðan 38:39 Ármanni í hag. Í þriðja leikhluta náði Ármann aftur yfirhöndinni og var kom- inn með kunnuglegt tíu stiga for- skot eftir tæplega fimm mínútur, 45;55. Skallagrímur náði síðan að minnka muninn í tvö stig áður en Ármenningar gáfu í á nýjan leik og höfðu sex stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 56:62. Skallagrímsmönnum gekk illa að krafsa í gestina í byrjun fjórða leik- hluta og Ármann náði 14 stiga for- skoti eftir tæpar fjórar mínútur, 60:74. Skallagrímur hleypti síðan spennu í leikinn á lokamínútunni þegar þeir minnkuðu muninn í þrjú stig, 80:83, þegar nítján sek- úndur voru eftir af leiktímanum en gestirnir stóðust álagið, skoruðu síðustu fjögur stigin af vítalínunni og fögnuðu góðum sigri, lokatölur 80:87 Ármanni í vil. Keith Jordan Jr. var langstiga- hæstur hjá Skallagrími með 35 stig og 10 fráköst, Bergþór Ægir Rík- harðsson var með 13 stig og bróðir hans Björgvin Hafþór með 9 stig. Hjá Ármanni var William Thomp- son með 21 stig, Borgnesingurinn Kristófer Már Gíslason var með 17 stig og Austin Bracey með 16 stig. Skallagrímsmenn hafa nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni og fjarlægjast vonina um sæti í úrslita- keppninni en deildin er jöfn og alls ekki útilokað að Skallarnir eigi enn möguleika á því enda nóg eftir af mótinu. Þeir verða þó að snúa gengi liðsins við sem fyrst, en næsti leikur liðsins er á móti Sindra sem er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig og tíu stigum meira en Skallagrímur sem er í 8. til 9. sæti ásamt Fjölni. Leikurinn fer fram næsta föstudag í Ice Lagoon höll- inni á Höfn í Hornafirði og hefst klukkan 19.15. vaks Sindri og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstu- dagskvöld og fór viðureignin fram á Höfn í Hornafirði. Ferða- þreytan virtist ekki vera mikið að hrjá Skagamenn í fyrsta leikhluta þó heimamenn væru alltaf aðeins skrefinu á undan. Um miðjan leik- hlutann var Sindri sex stigum yfir, 17:11, og við lok hans var þetta á svipuðum nótum, staðan 30:25 fyrir Sindra. Heimamenn voru mun sterkari í öðrum leikhluta, þeir voru komnir með 15 stiga for- skot eftir rúman fimm mínútna leik og létu kné fylgja kviði fram að hálfleik. Þegar flautað var til hálf- leiks var munurinn á milli liðanna orðinn 25 stig, 64:39, og ljóst að einhver þreytumerki væru á Skaga- mönnum og þeir alls ekki í góðum málum. Sindramenn voru ekki á því að gefa gestunum neitt í þriðja leik- hluta, þeir gáfu þeim engin grið og ekki heldur tækifæri á að koma sér inn í leikinn að einhverju marki. Þeir komust fljótlega í yfir 30 stiga forystu í leiknum en þó Skagamenn næðu að bíta frá sér á tímabili og minnka aðeins muninn var Sindri með 31 stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann, 91:60. Þó úrslit leiks- ins væru nánast ráðin voru Skaga- menn ekki alveg á því að leggja árar í bát og með stoltið að vopni unnu Skagamenn fjórða leikhlutann með tíu stigum. Þeir skoruðu alls 18 stig gegn aðeins níu stigum Sindra á síðustu sex mínútum leiksins og sáu til þess að löng heimferðin var kannski með aðeins skárra móti heldur en útlit var fyrir. Stórsigur heimamanna þó staðreynd og loka- tölur leiksins, 109:88 Sindra vel í vil. Marko Jurica var stigahæstur hjá ÍA með 23 stig, Gabriel Adersteg var með 21 stig og Jalen Dupree með 19 stig og 14 fráköst. Hjá Sindra var Oscar Jorgensen með 22 stig, Rimantas Daunys með 19 stig og Tyler Stewart með 18 stig. Næsti leikur ÍA er heimaleikur á móti botnliði Þórs frá Akureyri næsta föstudag í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 19.15. vaks Þar kom að því. Eftir átta sigurleiki í röð í 1. deild kvenna í körfuknattleik þurftu Snæfellskonur að játa sig sigraða síðasta miðvikudag. Þær mættu fullar sjálfstraust norður yfir heiðar til að takast á við Þór Akur- eyri og útlit fyrir hörkuleik þar sem liðin sátu í 2. og 3. sæti deildar- innar en Snæfell þó með tveimur stigum meira í öðru sætinu. Þór byrjaði fyrsta leikhluta af miklum krafti og var kominn í 8:2 fljót- lega í leiknum en Snæfell kom til baka og staðan 14:12 fyrir Þór eftir rúmar fimm mínútur. Jafnt var á með liðunum það sem eftir lifði af leikhlutanum en Snæfell átti síðasta orðið og leiddi með fjórum stigum, 17:21. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og enn var jafnt eftir tæpan fimm mínútna leik, 27:27. Þórskonur voru síðan sterkari fram að hálfleik og voru komnar fjórum stigum yfir þegar heyrðist í bjöll- unni, hálfleikstölur 37:33 Þór í hag. Heimakonur fóru síðan ansi vel af stað í byrjun þriðja leikhluta, skoruðu fyrstu tólf stigin og komu sér í vænlega stöðu, 49:33. Fyrsta stig Snæfells kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik þegar Cheah Rael Whitsitt hitti úr öðru víti sínu og Snæfell átti næstu sex stig áður en Þór bætti aftur í. Karen Lind Helgadóttir setti síðan niður þrist á lokasekúndunum og staðan 58:43 fyrir Þór. Snæfell náði síðan að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta þegar Minea Takala hitti úr þriggja stiga skoti og minnk- aði muninn í fimm stig, 60:55 eftir tæpar fimm mínútur. En þá skelltu norðankonur í lás á lokakaflanum og sögðu hingað en ekki lengra, spiluðu geysigóða vörn á Snæ- fell sem skoraði aðeins tvö stig á móti tólf stigum Þórs og lokatölur öruggur sigur, 73:57 Þór í vil. Stigahæstar hjá Snæfelli voru þær Cheah Rael Whitsitt sem var með 24 stig og 16 fráköst, Preslava Koleva var með 12 stig og Ylena Maria Bonett var með 11 stig. Hjá Þór var Eva Wium Elíasdóttir með 15 stig og 10 fráköst, Hrefna Ottós dóttir með 14 stig og Heiða Hlín Björnsdóttir með 12 stig. Staðan í deildinni er þannig að Stjarnan er efst með 18 stig eftir 9 leiki, Þór og Snæfell eru næst með 16 stig en Snæfell með leik minna en Þór sem hefur leikið 11 leiki. KR og Hamar/Þór eru í 4. og 5. sæti með 12 stig eftir 11 leiki og tvö neðstu liðin eru Tindastóll með 4 stig og Breiðablik b er enn án stiga en bæði lið hafa leikið 11 leiki. Næsti leikur Snæfells er á móti Tindastóli í kvöld í Stykkishólmi og hefst klukkan 19.15. vaks Fimmtudaginn 17. nóvember síðast- liðinn var Æskulýðsballið haldið í Hjálmakletti. Um er að ræða við- burð sem félagsmiðstöðin Óðal í Borgarnesi stendur fyrir árlega fyrir öll ungmenni á Vesturlandi. Fram kemur í frétt á heimasíðu Borgarbyggðar að um 320 ung- menni hefðu mætt í Borgarnes til þess að skemmta sér saman og sáu DJ Egill Spegill og Herra Hnetu- smjör um að halda uppi fjörinu. Þá segir einnig að 113 ungmenni hafi mætt frá félagsmiðstöðinni Óðali af þeim 147 sem búa í Borgarbyggð sem verður að teljast nokkuð góð mæting. Óhætt er að segja að ballið hafi heppnast afar vel og það var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér konunglega. Eina gagnrýnin sem heyrðist eftir ballið var að við- burðurinn mætti vera oftar á ári. „Starfsfólk Óðals vill þakka for- eldrum fyrir samstarfið á ballinu en hópurinn var vel sýnilegur á viðburðinum og einnig hafa for- eldraröltin verið virkjuð á ný. Hópurinn stóð einnig vaktina í sjoppunni og hjálpuðu til við gæslu inni á ballinu. Það er dýrmætt að eiga góð samskipti við foreldra.“ segir í fréttinni á borgarbyggd.is. vaks Vel heppnað æskulýðsball Herra Hnetusmjör hélt uppi stuðinu á ballinu. Ljósm. borgarbyggd.is Fimmta tap Skallagríms í röð Keith Jordan Jr. var með 35 stig á móti Ármanni. Ljósm. glh Snæfell tapaði fyrir Þór Akureyri eftir átta leikja sigurhrinu Skagamenn töpuðu fyrir Sindra ÍA er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu leiki. Ljósm. glh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.