Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 202220 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Það hefur varla farið fram hjá neinum að heimsmeistarakeppnin í fótbolta karla er hafin (HM). Af því tilefni var gerð könnun meðal nemenda FVA á rafiðnaðar- braut. Spáð var hvaða land myndi standa sig best og verða sigur- vegari. Á meðan nemendur hugs- uðu sig um var tekin umræða um réttlætingu þess að halda keppn- ina í Katar. Mikil mismunun er í menningunni. Konur hafa ekki sama rétt og karlar. Hinsegin fólk má t.d. ekki leiðast opinberlega. Knattspyrnuvellirnir hafa verið reistir af erlendum farandverka- mönnum, vegabréf tekið af þeim og laun þeirra lág og þeir hafa tak- markaðan rétt. Margir nemendur voru upplýstir um þessa mismunun og vissu til þess að skv. opinberum tölum í Katar hafa 6500 verka- menn látið lífið í byggingafram- kvæmdum fyrir HM. Um þriðjungur nemenda ætla ekki að horfa á HM. Ýmist vegna misréttisins eða að þeir hafa ekki snefil af áhuga á knattspyrnu. Um fjórðungur nem- enda hefur mik- inn áhuga og ætla ekki að missa af leikjum. Aðrir ætla að horfa á einn og einn leik en ætla að horfa í lok keppninnar þegar mest spennandi leikirnir fara fram. Hvað sem líður afstöðu nem- enda í rafvirkjun í FVA til HM komst enginn upp með að nefna ekki liðið/landið sem þeir halda með. Það má heldur ekki gleyma fagurfræðinni í íþróttinni en knattspyrnuíþróttin er væntan- lega vinsælust í heimi. Aðeins ein íþrótt er vinsælli hér á Íslandi en það er sund. Þau sem sækja sund- laugar landsins eru fjölmennari en allir þeir sem iðka knattspyrnu eða kaupa sig inn á leiki. Skráning á sundstaði landsins staðfesta það. Niðurstöður nemenda raf- iðnaðardeildarinnar má finna í meðfylgjandi grafi. Áfram Ísland! Trausti Gylfason. Höf. er kennari í FVA Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við flest öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meiri úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum lands- manna en einmitt á þessum árstíma. Um komandi áramót taka ný lög um söfnun á meðhöndlun úrgangs í landinu gildi, eða hringrásarhag- kerfislögin eins og þau eru kölluð. Þessi lög voru samþykkt á vorþingi 2021. Markmiðið með innleiðingu hringrásarhagkerfisins er að lág- marka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndum. Ábyrgðin er allra Sveitarstjórnir fara með stjórnsýslu úrgangsmála í landinu en ábyrgðin er einnig á hendi ríkisins, þ.e. að inn- viðir séu til staðar og að móta laga- umhverfi sem auðveldar innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Sveitar félög um allt land hafa unnið að inn- leiðingunni og eru þau mislangt á veg komin enda er hér um miklar breytingar að ræða. Um helmingur sveitarfélaga hefur nú þegar tekist að innleiða lögbundnar samræmdar merkingar fyrir úrgangsflokka og þar hafa fámenn sveitarfélög ekki staðið sig verr í innleiðingunni en þau stóru. Sveitarfélög og ríki hafa ríka ábyrgð við innleiðinguna en við íbúarnir höfum einnig mikil- vægt hlutverk við að tryggja að inn- leiðingin gangi vel. Við erum jú öll hluti af hringrásinni. Plast er ekki sama og plast Að innleiðingu lokinni er gert ráð fyrir að íbúar geti flokkað úrgang sinn enn frekar en nú er gert og þá í fleiri flokka. Þá flokkast samsvar- andi efni líkt og plast í fleiri efnis- flokka, er það talið nauðsynlegt til þess að endurvinnsla sé betur mögu- leg. Samhliða þessu er nauðsyn- legt að innleiða samræmda merk- ingu efna. Þá er það ekki nóg að auka ábyrgð heimila og fyrirtækja heldur þarf einnig að auka ábyrgð framleið- enda í að lágmarka og bæta umbúðir með það að sjónarmiði að neytendur geti skilað úrgangi og umbúðum til endurvinnslu á réttan hátt. Mark- miðið þarf alltaf að vera að auka endurnýtingu og lágmarka urðun, en í dag er því miður verið að urða mikil verðmæti sem felast í umbúðum og fleiru sem hægt væri að endurvinna inn í hringráshagkerfinu. Nýsköpun er lausn Aukin umræða um loftlagsmál og innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur þegar skilað sér í aukinni ný- sköpun í efnisvinnslu úrgangs. Í því samhengi vil ég nefna verkefnið Bláma á Vestfjörðum þar sem unnið er með hugmyndir á framleiðslu metangass úr lífrænum úrgangi sem fellur til í fjórðungnum og er þónokkur. En lífrænn úrgangur hefur aukist verulega samhliða upp- byggingu á fiskeldi og framleiða má með honum orkugjafa sem þegar skortir á svæðinu. Hér er um að ræða verkefni sem er algjörlega sam- hljóða markmiðum hringrásarhag- kerfisins og spennandi verður að fylgjast með framgangi þess. Hlutverk okkar er mikilvægt Líkt og kemur fram í texta sem við öll þekkjum örugglega flest þá erum við aðeins gestir og hótel okkar er Jörðin. Við eigum aðeins eina Jörð og við eigum ávallt að miða að því að hún verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Þá er það ábyrgð okkar sem gesta á þessari Jörð að taka þátt í að minnka þann úrgang sem urðaður er og taka þátt í möguleikum á meiri endurvinnslu. Okkur ber samfélags- leg skylda til þess að bregðast við í loftlags- og umhverfismálum. Með hringrásarhagkerfinu þurfum við að taka upp nýjan lífsstíl sem felur í sér að endurnýta þau hráefni sem við höfum með fjölbreyttum hætti. Það er ekki lengur í boði að henda öllu rusli á haugana heldur þurfum við öll að leggja hendur á plóg til þess að breyta hugarfari og ná þannig jákvæðum árangri til framtíðar. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er þingmaður Framsóknar í NV kjördæmi. Pennagrein Pennagrein HM - Fótbolti - Siðferði Út með ruslið!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.