Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 202222 Spurning vikunnar Hverjir vinna HM í knattspyrnu? Spurt í FVA á Akranesi Guðfinnur Þór Leósson „Brasilía.“ Katrín Þóra Þórðardóttir „Brasilía.“ Gissur Sigmundsson „Portúgal.“ Guðbjarni Sigþórsson „Argentína.“ Vignir Guðjónsson „Gana.“ Þorsteinsmótið í bridds var haldið síðastliðinn laugardag í Loga- landi í Borgarfirði. Mótið er eins og kunnugt er tileinkað minningu um Þorstein Pétursson kennara frá Hömrum sem um árabil beitti sér fyrir framgangi briddsíþróttarinnar í héraði og var auk þess landsliðs- maður eldri spilara. Þorsteinsmót er að venju langstærsta briddsmót í landshlutanum og mögulega einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Þátt- taka á mótinu var með besta móti að þessu sinni, en 54 pör tóku þátt. Spiluð voru 48 spil. Flestir komu spilarar af höfuðborgarsvæðinu. Veitt voru verðlaun fyrir fjögur efstu sætin, en einnig nokkur aukaverðlaun. Úrslit fóru á þann veg að tvö efstu pörin báru höfuð og herðar yfir önnur. Félagarnir Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvalds- son úr Hvalfjarðarsveit báru sigur úr býtum með 63,62% skor. Í öðru sæti urðu Sunnlendingarnir Höskuldur Gunnarsson og Björn Snorrason með 62,18% en í þriðja sæti Reyk- víkingarnir Bernódus Kristinsson og Ómar Óskarsson með 58,17%. Heimamenn í Bridgefélagi Borgar fjarðar sýndu gestum sínum í Loga landi talsverða gestrisni. Af föstum spilurum í félaginu náðu bestum árangri þeir Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson, urðu í áttunda sæti með 54,65% skor. Þess má að endingu geta að forsvarsmenn Þorsteinsmóts eru búnir að panta húsið á sama tíma næstu þrjú árin og sömuleiðis róm- aðar veitingar kvenfélagskvenna úr sveitinni. Menn geta því tekið þá daga frá. mm/ Ljósm. Aðalsteinn Jörgensen Aðaltvímenningi Bridgefélags Borg- arfjarðar lauk á mánudagskvöldið í Logalandi. Þátttaka var með besta móti, spilað á níu borðum. Þátttak- endur komu af Ströndum, Borgar- firði og Borgarnesi og frá Akranesi. Um fjögurra kvölda keppni var að ræða en besti árangur þriggja kvölda var lagður saman og fengust þá úrslit. Tvímenningsmeistarar 2022 urðu þeir Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson með 174,8 stig. Í öðru sæti urðu bræðurnir Guð- mundur og Unnsteinn Arasynir með 173,4 stig og í þriðja sæti Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson með 171,6 stig. Í fjórða sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Matthías Imsland og í fimmta Guðjón Karls- son og Rúnar Ragnarsson. Næstu tvö mánudagskvöld kl. 20 verða spiluð stök tvímenningskvöld í Logalandi, en föstudaginn 16. des- ember er komið að árlegum Jóla- sveinatvímenningi þar sem dregið er saman í pör. mm Guðmundur og Hallgrímur sigruðu á Þorsteinsmótinu Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson hampa hér Þorsteinsbikarnum sem þeir varðveita næsta árið. Þrjú efstu pörin. F.v. Höskuldur Gunnarsson og Björn Snorrason, Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögvaldsson, Bernódus Kristinsson og Ómar Óskarsson. Horft yfir neðri salinn í Logalandi. Yngstu og elstu spilararnir á toppnum Með gullslegna platta að launum. F.v. Unnsteinn, Guðmundur, Logi, Heiðar Árni, Sveinn og Flemming. Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er Guðbjörg frá Hvalfjarðarsveit sem stundar fimleika. Nafn: Guðbjörg Haraldsdóttir Fjölskylduhagir? Mamma mín heitir Lilja Guðrún, pabbi heitir Haraldur og ég á tvö eldri systk- ini sem heita Benedikta og Eyþór. Svo á ég líka hund sem heitir Týra. Hver eru þín helstu áhugamál? Fimleikar og vinir. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Fyrst fer ég í skólann og eftir hann fer ég heim með skólarút- unni í smástund til að borða og gera mig tilbúna fyrir æfingu. Svo fer ég á æfingu og beint eftir æfingu fer ég í sturtu. Síðan fer ég annað hvort að slaka á bara restina af kvöldinu eða læra eða kíki í félagsmiðstöðina og svo fer ég bara að sofa. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kostirnir mínir eru að ég er jákvæð, metnaðarfull og ákveðin og gallarnir eru að ég get orðið mjög pirruð auðveldlega og er frekar löt. Hversu oft æfir þú í viku? Ég fer fjórum til fimm sinnum á fim- leikaæfingar í viku í 2 klst eða 2 klst og 30 mín. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Sóley Brynjarsdóttir og Helgi Laxdal eru mínar helstu fyrirmyndir í fimleikunum. Af hverju valdir þú fimleika? Ég byrjaði í fótbolta en mér fannst miklu skemmtilegra að gera handahlaup og splitt heldur en að sparka í bolta þannig að ég skipti og er mjög ánægð með það. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ég held að ég verð að segja Stefanía Ottesen vinkona mín og svo er pabbi ekkert leiðin- legur heldur. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Mér finnst skemmtilegast að ná stökkum sem ég er búin að vera að vinna í lengi og fá að keppa með þau. Svo er líka mjög gaman að keppa sama hvort það er gisti- mót eða bara heima en gistimót eru mjög skemmtileg. Svo er svo gaman þegar það er góður lið- sandi og að fá hvatningu. Það sem mér finnst leiðinlegast er að hætta að þora einhverju sem getur orðið ofboðslega freistandi, grunnæf- ingar og langt og erfitt þrek er ekkert svo skemmtilegt. Get orðið pirruð mjög auðveldlega Íþróttamaður vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.