Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 202216 Fimmtudaginn 24. nóvember var góðgerðardagur í Grundaskóla á Akranesi til styrktar hjálparstarfi í Malaví. Undanfarna daga og vikur höfðu nemendur og starfsfólk skól- ans undirbúið markaðinn en þar var til sölu fjölbreytilegur varningur. Fullt var út úr dyrum og margir með seðla á lofti til að tryggja sér fljóta og örugga afgreiðslu. Meðal annars var hægt að kaupa handverk úr leir og textíl, skreyttar krukkur, kökudeig, kókoskúlur, bækur og dót, pulsur og djús og kökur og kaffi. Eins og svo oft áður segja myndir meira en orð. gbþ Síðastliðinn sunnudag voru ljósin á jólatrjánum í Ólafsvík og á Hellis- sandi tendruð í flottu veðri. Fjöl- menni mætti á báða staðina. Olga Guðrún Gunnarsdóttir, Hanna Imgront og Sigurður Ragnar Haralds son spiluðu og sungu falleg jólalög, jólasveinar gengu með börnum í kringum jólatré, áður en þeir kvöddu yngri kyn- slóðina með nammi og mandar- ínum við mikla gleði. af Dagur í lífi... Umsjónarkennara í Brekkubæjarskóla Nafn: Erna Hafnes Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Akranesi ásamt eiginmanni mínum Ásmundi Haraldssyni, fjórum börnum; Birni Darra, Auði Maríu, Magneu Ósk, Haraldi Orra og hundinum Tinna. Starfsheiti/fyrirtæki: Umsjónar- kennari í 3. bekk í Brekkubæjar- skóla og myndlistarmaður í skúrnum heima. Áhugamál: Fjölskyldan mín, myndlistin, garðurinn minn. Dagurinn: Þriðjudagur 22. nóvem ber 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 5.30 og það fyrsta sem ég geri er að klæða mig, fara á klósettið og fá mér tvöfaldan kaffibolla áður en ég fer í leikfimi hjá 300 þjálfun. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég drekk oftast bara kaffi á morgnana og drekk þá óhóflega mikið af því fram að kaffitíma í vinnunni. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég mæti í vinnuna um klukkan 8.00 alla daga labbandi, ef ég fer á bíl sem gerist ekki oft, þá er líklegt að ég gleymi honum í vinnunni. Fyrstu verk í vinnunni? Fá mér meira kaffi og taka á móti skemmtilegum krökkum í 3. BS. Við byrjum daginn alltaf á yndis- lestri, lesum fjölbreytt efni og þar á meðal Skessuhorn, bækur af skólasafninu og Andrés Önd. Þá tökum við Ipad-yndislestur einu sinni í viku þar sem við hlustum, horfum á og lesum gott íslenskt efni af Veraldarvefnum. Eftir það fengum við rithöfundaheimsókn, Bjarni Fritzson kom og las fyrir okkur. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá aðstoðaði ég nemendurna mína, þar sem þau voru að vinna í hópverkefnum um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hver hópur fékk úthlutað einni eða fleiri greinum sem þau gerðust sér- fræðingar í og ætla svo að kynna fyrir foreldrum sínum og sam- nemendum á bekkjarskemmtun. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þar sem ég er með stuttan vinnudag sem umsjónarkennari á þriðju- dögum þá hentist ég í málningar- gallann rétt fyrir hádegi og hélt mig að mestu úti í vinnuskúr þann daginn með tilheyrandi skutli. Hvað varstu að gera klukkan 14? Málaði úti í skúr, hlustaði á æsispennandi glæpasögu, drakk kaffi og borðaði súkkulaði. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég er í þannig vinnu að ég hætti sjaldan að vinna. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór á fund með fullt af flottum listamönnum. Við erum að stofna nýtt félag sem samanstendur af listamönnum á Akranesi. Í þeim tilgangi að halda betur utan um þessa flottu listaflóru sem er á Akranesi, hafa gott stuðnings- net sem listamaður, að efla okkur sem listamenn og vera sýnileg. Við ræddum einnig um það hvað Vökudagar væri flott listahátíð hér í bæ sem hefur farið ört vaxandi og er góður vettvangur fyrir okkur listamennina. Í sameiningu þá tókum við okkur nokkur saman, eða 31 listamaður, og héldum myndlistarsýningu sem bar yfir- heitið „Falið afl.“ Heiðurslista- maður á sýningunni var Philippe Ricart. Eftir fundinn sótti ég svo litla prinsinn í afmælisveislu og fórum heim í kvöldmat. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Maðurinn minn eld- aði hakk og spaghettí við mikinn fögnuð. Ég elda oftast en þegar hann eldar þá eru alltaf flugeldar í eldhúsinu. Hvernig var kvöldið? Ótrúlegt en satt þá fór ég aftur út í skúr að mála og var þar til að verða klukkan tíu um kvöldið. Settist svo niður með manninum mínum til að ræða heimasíðugerð sem er á prjónunum hjá okkur. Hvenær fórstu að sofa? Alltof seint! Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Þvottur, tannburstun, kossar og ástarjátningar. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Hvað ég er heppin kona við góða heilsu! Eitthvað að lokum? Gerum það sem gerir okkur glöð! Jólatrén í Ólafsvík og Hellissandi ljóma Fullt út úr dyrum á Malavímarkaði Þessar hressu stúlkur afgreiddu pulsur ofan í fólk. Ýmiss konar textílmunir voru til sölu. Nemendur þurftu að hafa hraðar hendur við afgreiðslu. Hér er verið að selja jólatrésskraut. Mikill áhugi var hjá nemendum að skoða muni hjá hver öðrum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.