Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20224 Jóhanna Marín Björnsdóttir hefur verið ráðin forstöðu- maður hjúkrunar sviðs dvalar- og hjúkrunar heimilisins Brákarhlíðar í Borgar nesi. Þrjár umsóknir bárust um starfið og tekur Jóhanna Marín við því 1. janúar nk. Þetta kemur fram á FB síðu Brákarhlíðar. Jóhanna Marín er 30 ára að aldri. Hún er stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar, lauk prófi í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2015 og lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2021. Hún hefur síðan þá starfað sem hjúkrunarfræðingur á Brákar- hlíð. Á árunum 2008-2021 var hún einnig starfsmaður í aðhlynningu og gegndi öðrum störfum með hléum á Brákarhlíð, bæði samhliða námi og öðrum störfum. Jóhanna Marín hefur síðustu ár kennt heilbrigðisfræði við Mennta- skóla Borgarfjarðar, hún starfaði einnig um tíma sem verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á Vestur landi þar sem hún vann að velferðarstefnu fyrir Vesturland og loks hefur hún komið að sund- þjálfun og fleiri störfum tengdum íþróttastarfsemi. Jóhanna Marín er í sambúð með Viktori Má Jónas- syni. Þau eiga þrjú börn og hann á eina dóttur fyrir. Sem forstöðumaður hjúkrunar- sviðs Brákarhlíðar mun Jóhanna Marín m.a. bera ábyrgð og vera leiðandi í daglegri hjúkrunarþjón- ustu Brákarhlíðar, bera faglega ábyrgð á gæðum hjúkrunarþjón- ustu heimilisins, lyfjaeftirliti og eft- irliti með búnaði sem að þjónust- unni snýr, hafa umsjón með starf- mannahaldi hjúkrunar Brákar- hlíðar og vinna náið með öðrum stjórnendum heimilisins að áfram- haldandi þróun þjónustu Brákar- hlíðar, heimilisfólki til heilla. Hagvangur hafði umsjón með ráðningarferlinu í samstarfi við framkvæmdastjóra Brákarhlíðar en einnig var Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur, lögfræðingur og fyrrum sviðsstjóri hjúkrunar á Landspítalanum til ráðgjafar við mat á umsóknum um starfið. vaks Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hver hugsi um sitt Undir lok síðustu viku hélt ég í bílferð norður yfir heiðar. Það var í raun nærandi að aka þessa leið að vetri, ekki síst í ljósi þess að veðrið er og var með eindæmum gott og allir vegir marauðir. Veturinn hefur einhvern veginn ekki náð að hefja innreið sína hvað svo sem stendur á almanak- inu. Umferðin var lítil, fáir erlendir ferðamenn á bílaleigubílum og við vorum utan hefðbundins ferðatíma flutningabílanna. Þannig tók ferðin óvenjulega stuttan tíma. Erindið var að sitja málþing sem þeir tveir háskólar hér á landi, sem kenna einhvern vott af blaðamennsku, stóðu fyrir. Yfirskrift fundarins var „Blaðamennska og svæðisbundin fjölmiðlun“. Tölfræðilega aukast með hverju árinu líkurnar á að mér sé fengið hlutverk þegar blásið er til slíks málþings, í ljósi þess að útgefendum svæðisbundinna ritstýrðra fjölmiðla hefur fækkað svo um munar á liðnum árum. Þangað mættu þó þeir sem hvað mest lífsmark er með í atvinnugreininni og svo ara- grúi fræðimanna. Flestir voru sammála um nokkur atriði, til dæmis að rekstrarskilyrði frjálsra fjölmiðla fari síst batnandi, RÚV sé ofvaxinn fíll á auglýsingamarkaði, að samfélagsmiðlar og streymisveitur taki yfir helming allra auglýsingatekna án þess að vera skattlagðir og að eftir sitji einkareknir fjölmiðlar með sárt ennið. Þetta hafa menn allir rætt áður í fjölmiðlum, á fjölmörgum ráðstefnum og við önnur tilefni og fer ég ekki nánar út í það. Það sem vakti mesta athygli mína á þessu málþingi voru orð Sig- ríðar Daggar Auðunsdóttur fréttamanns á RÚV en hún er jafnframt formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún gagnrýndi það hvernig opin- berir aðilar á borð við ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög og fleiri gera sífellt meira af því að ráða til sín upplýsingafulltrúa í þeim tilgangi að stýra umræðu; þ.e. að matreiða þær upplýsingar sem frá þessum stofn- unum koma. Oft sé verið að segja það sem hentar viðkomandi stofnun, fegra jafnvel sannleikann með því að setja fram hálfkveðna vísu. Hvatti hún starfandi blaðamenn til að nota sem allra sjaldnast slíkar matreiddar orðsendingar án þess að kalla eftir nánari upplýsingum. Sagði hún það nánast óeðlilegt hversu mikil áhersla væri lögð á slíka miðlun eða stýr- ingu upplýsinga frá opinberum aðilum. Ég hygg að allir sem þarna voru hafi tengt úr eigin reynsluheimi við þessi orð formanns Blaðamannfélagsins. Hér á okkar litla Vesturlandi eru jafnvel dæmi um slíka ritstjórnarlega tilburði af hálfu hins opin- bera. Margt hefur því breyst og ég man t.d. þá tíð að upplýsingafull- trúar sveitarfélaga sendu fjölmiðlum ætíð fréttatilkynningar, ýmist um rekstur, viðburði sem framundan voru eða annað í þeim dúr þegar eitt- hvað stóð til. Lögðu áherslu á jákvæð samskipti við fjölmiðla. Ætíð snerti þá erindið eitthvað sem beint heyrði undir grunnhlutverk við- komandi stofnunar eða sveitarfélags. Blaðamönnum var síðan ætlað að vinna úr því, mæta á samkomur, taka viðtöl og skrifa hlutlausar fréttir. Mjög eðlilegt er að opinberar stofnanir, sveitarfélög og stjórnsýslan almennt hafi upplýsingasíður um það sem snertir lögbundin hlutverk þeirra með beinum hætti. Jafn eðlilegt er í mínum huga að slíkar fréttir fjalli þá um grunnhlutverk viðkomandi stofnunar, en ekki annað sem fellur þá í hlut starfandi fjölmiðla að fjalla um. Formaður Blaðamanna- félagsins var á föstudaginn að gagnrýna að vart sé í dag til sú stofnun, ráðuneyti eða opinbert apparat sem ekki væri búið að ráða til sín upp- lýsingafulltrúa, ígildi blaðamanns og stundum fleiri en einn, sem hefðu það eitt hlutverk að sía út matreiddar upplýsingar, þar sem sannleik- urinn væri í besta falli hálfsagður og stundum vísvitandi þagað um annað. Slíkt sé einfaldlega ekki í verkahring hins opinbera. Ég hendi þessu hér með út í kosmóið til umhugsunar. Magnús Magnússon Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2022 í samræmi við reglu- gerð um almennan stuðning við landbúnað. Markmiðið með stuðn- ingnum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliða- skipti í landbúnaði. Styrkur til einstakra nýliða getur að hámarki numið 9 millj- ónum króna og allt að 20% af fjár- festingarkostnaði á ári, en heimilt er að veita stuðning til sömu fjár- festingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarki er náð. Til úthlutunar voru 144,9 milljónir. Fjöldi gildra umsókna voru 56, þar af 26 frum- umsóknir og 30 framhaldsum- sóknir. Umsóknum er raðað í þrjá forgangshópa samkvæmt eftirfar- andi lykilþáttum: Í fyrsta lagi eftir menntun og starfsreynslu umsækj- enda, í öðru lagi er lagt mat á verk- og framkvæmda áætlun auk rekstraráætlunar til fimm ára og í þriðja lagi er tekið tillit til jafn- réttissjónarmiða. Alls uppfylltu 50 umsóknir skil- yrði um fyrsta forgang. Úthlutun- arfjárhæðin fer öll til ráðstöfunar í þann hóp og er fjárhæð á hvern styrkhafa að meðaltali 2,9 milljónir króna. Skilyrði fyrir annan for- gang uppfylltu fimm umsóknir og í þriðja forgang ein umsókn. Ekk- ert var til ráðstöfunar fyrir þessa umsækjendur og eru þeir því án styrks á þessu ári. mm Mikill munur er á breytingum á gjöldum fyrir þjónustu við börn milli sveitarfélaga á tímabilinu frá því að lífskjarasamningarnir tóku gildi í byrjun árs 2019 til dagsins í dag. Þetta kemur fram í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ sem tók saman breytingar á leikskólagjöldum, skóladagvistunargjöldum og skóla- mat frá 2019–2022 hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Gjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hækka mest í Borgarbyggð Samanlögð gjöld fyrir þjón- ustu fyrir barn á grunnskólaaldri, skóladagvistun með síðdegis- hressingu og skólamat, hækk- uðu í 13 sveitarfélögum af 15 frá 2019–2022, um 0,2–20,2%. Hlut- fallslega hækkuðu heildargjöld mest hjá Borgarbyggð, 20,2% eða um 5.985 kr. á mánuði. Það gerir 53.865 kr. á ári m.v. níu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Seltjarnarnesbæ um 19,3% eða 7.403 kr. á mánuði sem er mesta hækkun í krónum talið, 66.627 kr. á ári. Gjöldin lækk- uðu mest hjá Fjarðabyggð, 19,9% eða 4.914 kr. á mánuði sem gerir 44.226 kr. á ári. Almenn leikskólagjöld hækka næstmest á Akranesi Almenn leikskólagjöld (8 tímar með fæði) hækkuðu í flestum sveitarfé- lögum eða í 12 af 15. Mest hækk- uðu almenn leikskólagjöld hjá Sel- tjarnarnesbæ, um 24,2%. Hækk- unin nemur 6.590 kr. á mánuði eða 72.490 kr. á ári miðað við 11 mánaða vistun. Næst mest hækk- uðu gjöldin hjá Akraneskaupstað og Ísafjarðarbæ, um 11% hjá hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Gjöldin lækkuðu hjá tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mos- fellsbæ um 10,6% eða 3.428 kr. á mánuði. Næst mest lækkuðu gjöldin hjá Fjarðabyggð um 1,8% eða 6.677 kr. á mánuði en gjöldin stóðu í stað á tímabilinu hjá Vestmannaeyjabæ. Aukinn kostnaður vísutölufjölskyldu Frá árinu 2019 hefur samanlagður kostnaður vísitölufjölskyldunnar vegna þjónustu fyrir börn, þ.e. kostnaður foreldra með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla, hækkað mest hjá Seltjarnarnesbæ um 21,6% eða 139.117 kr. á ári sé miðað við ellefu mánaða vistun á leikskóla og níu mánuði í skóladag- vistun og skólamat. Næst mest hafa gjöldin hækkað hjá Borgarbyggð, um 12,6% eða 85.006 kr. á ári. Þar á eftir kemur Akraneskaupstaður með 11,8% hækkun eða 82.618 kr. á ári. gbþ Gjöld fyrir þjónustu við börn hækka víða Börn í grunnskólanum í Borgarnesi. Ljósm. af FB síða Grunnskólans í Borgarnesi. Fimmtíu fengu nýliðastuðning Jóhanna Marín ráðin forstöðumaður hjá Brákarhlíð Jóhanna Marín Björnsdóttir. Ljósm. af FB síðu Brákarhlíðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.