Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 2
Reykjavíkurskákmótið hafið Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í gær. Þetta er í 37. skipti sem mótið er haldið. Um 400 þátttakendur skráðu sig til leiks á mótinu í ár, sem er metþátttaka í Reykjavíkurskákmótinu. Þátttakendurnir eru frá 47 löndum og á meðal þeirra eru 34 stórmeistarar, sem er einnig met. Á meðal þeirra eru mörg þekkt nöfn úr skákheiminum eins og Vasyl Ívantsjúk frá Úkraínu og Alexandra Botez frá Kanada. Fréttablaðið/anton brink N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik. Magnús kýldi annan mann kvöldið fyrir manndrápið Magnús Aron Magnússon við aðalmeðferðina í gær. Hann vildi ekki tjá sig um atvik sem átti sér kvöldið fyrir andlátið. Fréttablaðið/ernir Sakborningur í Barðavogs- málinu er sakaður um að hafa kýlt nágranna sinn kvöldið áður en hann varð öðrum nágranna sínum að bana. Svo virðist sem hinn látni hafi verið að bregðast við þeim atburðum. jonthor@frettabladid.is Dómsmál Magnús Aron Magnús- son, sem er grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í Barðavogi síðasta sumar, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær spurður hvers vegna sá tiltekni nágranni hefði bankað upp á hjá honum. Spurningin var borin upp í ljósi þess að Magnús hafði átt í deilum við aðra nágranna sína, en ekki hinn látna. Þeir tveir höfðu aldrei talast við áður. „Hefurðu séð mynd af mann- inum á miðhæðinni?“ svaraði Magnús og vísaði til nágranna sem hann lenti í útistöðum við kvöldið fyrir andlátið. „Hann er ekki svona alfa-aggressíf týpa, hann er bara nörd,“ fullyrti hann, en vildi meina að hinn látni hefði verið stærri og meiri, og gaf þar með til kynna að hann hefði bankað upp á hjá honum, í stað nágrannans sem hann kallaði nörd. Sá nágranni, ungur maður, sagði að kvöldið fyrir andlátið hefði hann verið á stigagangi fyrir utan heimili sitt þegar hann sá Magnús og bauð honum gott kvöld. Magnús hefði ekki svarað í sömu mynt, heldur skyndilega kýlt hann fast í andlitið. Hann hefði vankast verulega og ótt- ast um líf sitt. „Hefði ég dottið aftur fyrir mig, niður stigann, hefði auðveldlega getað farið verr,“ útskýrði hann. Þá sagði hann Magnús hafa mein- að sér aðgang að íbúðinni sinni, og elt sig út á götu. „Þetta endaði með spretti út Barðavoginn,“ sagði ungi maðurinn. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af Magnúsi. Nágrann- inn hafði eftir kærustu sinni, sem hlustaði á samræðurnar, að Magnús hefði fullyrt að nágranninn hefði ráðist á sig og troðið fingrunum í kokið á sér. Ungi maðurinn hefði síðan farið upp á lögreglustöð, en honum verið tilkynnt að lítið væri hægt að gera í málinu að svo stöddu. Þá hefðu viðbrögð lögreglunnar verið á þann veg að hann væri að bregðast of harkalega við. Daginn eftir greindi hann hinum nág ra nna nu m f rá atbu rðu m kvöldsins áður í textaskilaboðum. Sá brást við með því að segjast ætla að heimsækja og ræða við Magnús. Ungi maðurinn sagðist hafa varað hann við því. Svo virðist sem nágranninn hafi síðan farið úr íbúð sinni og bankað upp á hjá Magnúsi og í kjölfarið hafi brotist út átök sem leiddu til andláts nágrannans. Sjálfur lýsti Magnús einelti af hálfu nágranna sinna fyrir dómi í gær, og sagði þá hafa litið sig horn- auga og hélt því fram að hann hefði heyrt þá baktala sig. Hann vildi þó ekki svara spurningum um þetta atvik fyrir dómi í gær. n helgisteinar@frettabladid.is efnahagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Hagstofuna vinna að því að endurskoða þátt húsnæðis í vísitölu neysluverðs. „Hagstofan hefur fengið það verk- efni að endurskoða það með þeim hætti að það endurspeglist sem skýrast inn í vísitöluna. Því verkefni er ekki lokið en ég get upplýst um það að ég á fund á næstunni með þeim um stöðu þess verkefnis,“ segir Katrín. Ný fjármálaáætlun var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Var verðbólga, húsnæðismarkaður og greiðslubyrði heimila meðal annars til umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kynnti áætlun um gjaldtöku á skemmtiferðaskip, hækkun veiði- og fiskeldisgjalda og tímabundinn viðbótartekjuskatt á lögaðila. Þar að auki sé áætlað að breyta skatt- lagningu á ökutæki og eldsneyti vegna fjölgunar vistvænna og spar- neytinna ökutækja. n Vægi húsnæðis í vísitölunni breytt Katrín Jakobsdóttir segir að neyslu- verðsvísitalan sé til endurskoðunar. bth@frettabladid.is stjórnmál Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að samtökin fylgist af athygli með fluglosunar- deilu Íslands og ESB. „Þetta er stórmál og mjög ánægju- legt að sjá að stjórnvöld hafa staðið fast með ferðaþjónustunni enda þjóðhagslegt mál undir,“ segir Jóhannes. Hann segir að íslensk ferðaþjón- usta byggi á að Keflavík sé hringtorg í miðju Atlantshafinu. „Afleiðingarnar ef við fáum ekki undanþágur frá þessum tilskip- unum gætu orðið mjög alvarlegar ef samkeppnisfærni Kef lavíkur- flugvallar og íslensku flugfélaganna skaðast mjög.“ Lilja Alfreðsdóttir ferðamálráð- herra segist bjartsýn eftir fund sem hún átti með fulltrúum ESB í gær í Brussel, gagngert vegna deilunnar. Málið snýst um hækkun kol- efnisskatts á f lug og hvort Ísland fái undanþágur frá aukinni gjald- töku vegna landfræðilegrar legu og mikilvægis flugs hér á landi. n Verði áfram hringtorg í Atlantshafinu Framtíð Keflavíkurflugvallar er sögð undir. Fréttablaðið/ernir 2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023 fiMMtUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.