Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 18
Isabella Rossel ini sem er sjötug var rekin frá Lancôme 42 ára eftir langan feril en var ráðin aftur 65 ára. Frances Dunscombe er níræð bresk fyrirsæta sem hóf ferilinn 82 ára. Hún þykir vera sönnun þess að fyrirtæki sækist orðið meira í eldri fyrirsætur og eru þó nokkrar af þeim starfandi í bransanum. elin@frettabladid.is Mikið hefur verið fjallað um Fran- ces í fjölmiðlum erlendis enda er hún líklegast elsta fyrirsæta heims. Það var umboðsskrifstofan Gray sem réð hana til starfa. Hún fékk fyrsta verkefnið sitt hjá Prada með tímaritinu Hunger en það varð til þess að hún var beðin um að sýna á tískuvikunni í London árið 2015 fyrir kínverska tískuhönnuðinn Youjai Jin. Hönnuðurinn tileinkaði sýninguna móður sinni með því að sýna að hönnun hans henti öllum aldri. Þessi ákvörðun kín- verska hönnuðarins vakti athygli á honum um allan heim, sérstaklega í Kína, Ástralíu, Brasilíu og Ítalíu. Á verðlaunamynd Nokkru síðar sat Frances nakin fyrir hjá ljósmyndaranum Josh Redman en sú mynd fékk bæði John Kobal-ljósmyndaverðlaunin og National Portrait Gallery-verð- launin. Frances hefur komið fram í heimildarþættinum Secrets of Growing Old auk þess að vera fyrirsæta í tímaritinu Vogue og Harper’s Bazaar UK ásamt fleiri verkefnum. Þegar Frances var fyrst boðinn samningur við umboðs- skrifstofuna hélt hún að þetta væri grín. Hún hafði þá nýlega misst eiginmann sinn. Frances lítur á hlutverk sitt sem að vera hvetjandi málsvari eldri kvenna. Hún er hluti af svokallaðri silfurbylgju tísku- og snyrtivöru- geirans. Undanfarin ár hafa lúxus-tísku- merki valið að hafa eldri konur til að kynna vörur sínar í auknum mæli og koma með því á framfæri að konur á öllum aldri ættu að sjást í auglýsingum. Silfurrefir og eldri dömur Breska leikkonan Helen Mirren sem er 78 ára, Jane Fonda sem er 85, Viola Davis, 57 ára, og Maye Musk, 75 ára, eru allar að kynna vörur tískuheimsins. Maye Musk var elsta forsíðustúlka CoverGirl árið 2017, þá 69 ára. Þá var tískumerkið Saint Lauren nýlega með Betty Catroux, 78 ára, og Joni Mitchell, 79 ára, í aug- lýsingum sínum. Fyrirsætur sem eru komnar yfir fimmtugt sjást nú reglulega á sviðinu á tískusýn- ingum, meðal annars hjá Valentino, Simone Rocha, Balenciaga, Rachel Comey og fleirum. Eldri karlmenn hafa líka sést hjá Prada. Silfurref- irnir Jeff Goldblum, 70 ára, og Vin- cent Callel, 56 ára, sýndu nýjustu tísku hjá Prada, „Þráhyggjan fyrir ungdómnum er leiðinleg,“ sagði tískuhönnuður- inn Rachel Comey en á heimasíðu hennar má sjá fólk á mismunandi aldursbili. „Við hönnum fatnað fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alls konar augnablik í lífi þess,“ segir hún. Rosselini aftur hjá Lancôme Fyrirsætur hefja venjulega ferilinn á táningsaldri. Samkvæmt vefsíðu Fashion Model Directory er meðal- aldur fyrirsæta 23 ár. Fáar fyrir- sætur voru komnar yfir fimmtugt í mælingum blaðsins. New York Times skrifaði um það strax árið 1996 hversu skrítið það væri að tískuhúsin væru að markaðssetja sig með unglings- stúlkum. „Tán- ingsstelpur líkja eftir fullorðnum svo þær eldri upplifa að þær séu að halda í æsku og fegurð með því að klæðast sömu fötum. Lancôme-snyrtivörumerkið notaði leikkonuna Isabellu Ros- selini á níunda og tíunda ára- tugnum sem andlit merkisins og fyrir vörur sem ætlaðar voru gegn öldrun. Þegar hún varð 42 ára var samningi hennar skyndilega sagt upp. „Konur dreymir um að vera ávallt ungar en þegar konur eru komnar á fimmtugsaldurinn geta þær ekki lengur verið tákn fyrir þann draum,“ sagði Isabella að stjórnendur fyrirtækisins hefðu sagt við hana. „Ég held að þeir hafi gert mistök,“ sagði Isabella síðar um þetta mál í viðtali við Charlie Rose en hún birtist aftur 65 ára í auglýsingum Lancôme. Í nýju YouTube-myndbandi segir Isabella að lífið geti komið stórkost- lega á óvart. Hún hafi verið rekin frá Lancôme en 23 árum síðar hafi henni verið boðin staða aftur. „Ég sagði þeim að ég væri eldri, 23 árum eldri, en allt hefur breyst. Nú vilja konur vera eins og þær eru og Lan- côme vill fagna með öllum konum. Lífið er yndislegt,“ segir hún í myndbandinu. Stórstjörnur snúa aftur Nokkrar fyrirsætur byrjuðu ungar og eru enn að. Þær eru stjörnur með ótrúlegt langlífi í bransanum. Þar má nefna Pat Cleveland og Jerry Hall. Þær hófu fyrirsætustörf á sjöunda og áttunda áratugnum. Sömuleiðis Beth ann Hardison sem er áttræð og var ein af fyrstu svörtu ofurfyrirsætunum á sjöunda áratugnum. Hardison kom fram fyrir undirfatamerkið Victoria’s Secret árið 2022. Mikill áhugi sem varð alls- ráðandi á fyrirsætum á níunda áratugnum hefur ýtt undir áhuga á þeim í dag, þar má nefna ofurfyrirsæturnar Christy Turlington, Naomi Campell og Cindy Crawford sem eru farnar að birtast aftur enda eftirspurnin eftir eldri módelum í hámarki. Áhorf- endur fagna því að sjá þessi kunnuglegu andlit birtast aftur. Hin þekkta bandaríska umboðsskrif- stofa Ford Models hefur aug- lýst eftir eldri fyrir- sætum til að koma til móts við eftir- spurnina. Fyrir- tækin horfa fram hjá ungu, grönnu fyrirsætunum og leita eftir þroskuðum módelum á eldra aldursbili. Rebecca Valentine stofnaði Gray Model-umboðsskrifstofuna í London árið 2015. Hún sérhæfir sig, eins og hún orðar það, í fyrir- sætum yfir fimmtugt. „Við höfum séð sprengingu í þessum efnum. Fyrirtækin vilja eldri fyrirsætur, til dæmis silfurhærðar tískukonur. Allt í einu hafa samfélagsmiðlar opnast með sögum um eldri fyrir- sætur undir myllumerkjunum #silversisters og #fitoverfifty,“ segir Rebecca. Hin níræða Frances segir: „Þú ert ekki endilega hin fullkomna mann- eskja. Þú ert einfaldlega dæmi um það sem allir gætu stefnt að.“ n Fyrirsætur yfir fimmtugt eftirsóttar Jerry Hall (66 ára) er aftur komin á sýningarpallana. Hér er hún með dóttur sinni, Georgia May Jagger, en faðir hennar er Mick Jagger. Georgia fetaði í fótspor móður sinnar í tískuheiminum en hefur einnig leikið í bíómyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Frances Dunscombe er níræð og hefur starfað sem fyrirsæta í átta ár. Stórleikkonan Helen Mirren hefur verið að sýna fyrir snyrtivöru- merkið L’Oreal Paris. 6 kynningarblað A L LT 30. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.