Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 4
Aukning hefur orðið á offitu barna. Nokkrir tugir barna eru komnir á lyf sem virka á seddustjórnunarkerfi líkam- ans. Yfir hundrað börn með offitu bíða þjónustu og er bið- tíminn allt að eitt og hálft ár. helenaros@frettabladid.is heilbrigðismál Nokkrir tugir barna með offitu hér á landi eru komnir á lyfin Saxenda og Ozem- pic, sem virka á seddustjórnunar- kerfi líkamans. Rúmlega hundrað börn eru nú á biðlista eftir þjónustu hjá Heilsu- skóla Barnaspítala Hringsins vegna offitu og er biðtíminn að jafnaði um eitt og hálft ár. Ekkert annað skipulagt úrræði er til fyrir börn með offitu og fjölskyldur þeirra hér á landi. Tryggvi Helgason, sérfræðingur í barnalækningum og offitu barna og umsjónarmaður offitulækninga barna hjá Barnaspítala Hringsins, segir lyfin ekki megrunarlyf í sínum huga, þau verki á þyngdarstjórn- unarkerfi líkamans. „Ef það er verið að beita þeim á fólk sem er ekki með offitu heldur nokkur aukakíló sem það vill losna við, þá er það misbeiting á þessum lyfjum ef þú spyrð mig,“ segir Tryggvi og bætir við að það sé ekki hugmyndin með lyfjunum. Hins vegar séu margir með offitu sem ekki fái meðferð og það þurfi hugsanlega að nota þessi lyf jafnvel í meiri mæli en tíðkast nú. Að sögn Tryggva eru þetta fyrstu lyfin í þessum lyfjaflokki sem hafa áhrif á seddustjórnunarkerfið og eftir nokkur ár verði umræðan um þessi lyf sem megrunarlyf ekki lengur til staðar. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun febrúar að sprenging hefði orðið á notkun lyfjanna Saxenda, Ozempic og Viscosa á Íslandi. Árið 2018 hafi rúmlega 900 manns verið ávísað lyfjunum en í fyrra nær 9.000. Samkvæmt Embætti landlæknis sé lyfjunum ávísað við sykursýki ann- ars vegar og offitu hins vegar. Offita barna hefur aukist á síðustu árum og segir Tryggi ástæðurnar einna helst samfélagsbreytingar. Aukna ásókn fólks í kyrrsetuafþrey- ingu, aukna pressu á að vera með stuttan matartíma og hálftilbúinn eða jafnvel altilbúinn mat. „Minni tími fjölskyldunnar með börnum og minni svefn. Allt eru þetta þekktar orsakir sem valda aukinni offitu,“ segir Tryggvi. Að sögn Tryggva er nauðsynlegt að fjölga úrræðum fyrir börn með offitu og fjölskyldur þeirra, bæði á spítalanum og á heilsugæslum. Meðalaldur barna við inntöku í Heilsuskólann er tólf ár. „Með lengingu á biðtíma hefur aldurinn verið að hækka. Tölur okkar hafa sýnt að því fyrr sem börnin koma, því meiri líkur eru á góðum árangri af meðferðinni,“ segir Tryggvi. Börnin komi í verra ástandi til þeirra ári síðar. „Svo höfum við verið að sjá að undanförnu versnun í sykurstjórn- un, eins og líkaminn hlusti ekki eins vel á insúlín og önnur stjórnkerfi líkamans. Einn af möguleikunum þar er að offitan hafi verið lengur til staðar,“ segir Tryggvi sem fullyrðir að það skipti máli fyrir börnin að komast að sem fyrst. Tryggvi segir lyfin frábæra viðbót við þá möguleika sem hann hafi haft hingað til fyrir þau börn sem á þeim þurfi að halda. Aðrar aðferðir séu fullreyndar áður en gripið sé til lyfja og þá séu lyfin aldrei lausn ein og sér. „Þetta er alltaf til stuðnings við aðrar meðferðir og lífsvenjubreytingar.“ n Urðun dýraleifa er sögð í ólestri þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Hefðbundnar línur stjórnar og stjórnar- andstöðu hljóta að riðlast. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar Tölur okkar hafa sýnt að því fyrr sem börnin koma, því meiri líkur eru á góðum árangri af meðferðinni. Tryggvi Helgason, barnalæknir Tugir barna með offitu komnir á lyf Því fyrr sem börn fá þjónustu, því meiri líkur eru á góðum árangri. Fréttablaðið/ Ernir olivalur@frettabladid.is atvinna Auglýsingar á vegum Fisk- og Grillmarkaðarins í grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið athygli. Þar er auglýst eftir starfsfólki á aldrinum 14 til 16 ára í sumar- og framtíðarstörf. Ágúst Reynisson, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins, segir það hafa verið vesen að manna vaktir síðasta sumar. „Það vantaði alltaf eitthvað af fólki til þess að manna vaktina, vantaði kannski f jóra á hverja vakt,“ segir Ágúst. „Þetta gæti bjargað okkur. Það er bara svo mikil vöntun á fólki.“ Ástandið var það slæmt síðasta sumar að sögn Ágústs að þurft hafi að loka hluta af sal veitinga- staðarins þar sem ekki var nægi- legt starfsfólk til þess að manna vaktina. „Þetta var hræðilegt, það bara var enginn til þess að þjóna fólki, þetta gerðist nokkur kvöld,“ segir Ágúst. Kveikjan að hugmyndinni að því að fá unglinga til starfa var sú að einn daginn mætti Ágúst á staðinn og þá var fjórtán ára einstaklingur á vakt. „Ég kom á vaktina og spurði: Hvað er þessi fjórtán ára gæi að gera hérna? Þá var einhver sem fékk hann inn. Frændi einhvers og það vantaði fólk. Svo var þessi fjórtán ára gæi bara einn af betri starfs- mönnum okkar. Það kom okkur á óvart, því hann var svona ungur,“ segir Ágúst Reynisson. n Auglýsa í skólunum eftir unglingum í þjónastörf Auglýsingin frá Grill- og Fiskmark- aðnum var hengd upp í grunnskólum. bth@frettabladid.is alþingi Litlar líkur eru taldar á að meirihluti þingmanna samþykki vantraust á Jón Gunnarsson dóms- málaráðherra í atkvæðagreiðslu í dag um þingsályktunartillögu um vantraust sem fjórir flokkar af fimm í minnihlutanum hafa lagt fram. Þingflokksformenn Samfylking- arinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins fylkja sér saman í málinu. Ólíklegt er að þingmenn meirihlut- ans styðji vantraustið. Tiilagan er lögð fram á grunni þess að Jón hafi brotið lög þegar hann bannaði Útlendingastofnun að senda upplýsingar sem þingið bað um. Þingmenn minnihluta- flokkanna, utan Miðflokksins, segja lögbrotið hafa átt sér stað þegar Jón kom í veg fyrir að Alþingi fengi upp- lýsingar um ríkisborgararétt sem óskað var ítrekað eftir. Vantraust á dómsmálaráðherra rætt Jón Gunnarsson kveðst ekki vilja tjá sig um málið en segist benda fólki á að lesa bréf lagaskrifstofu Alþingis. Þór hild ur Sunna Ævars dótt- ir, þingmaður Pírata, sem fyrst greindi frá vantraustinu innan veggja Alþingis í gær, segir brot Jóns grafal var legt. Sett verði hættu legt for dæmi ef þingið bregðist ekki við. „Ég vona svo sannarlega að þing- menn meirihlutans átti sig á því að það er nauðsynlegt að standa vörð um þingræðið. Ef ráðherra er ósátt- ur við lög þá breytir hann þeim en brýtur þau ekki,“ segir Sigmar Guð- mundsson, Viðreisn. Kveðst Sigmar vonast til að van- traustið verði samþykkt. „Þetta er mál af þeirri stærðar- gráðu fyrir Alþingi Íslendinga að hefðbundnar línur stjórnar og stjórnarandstöðu hljóta að riðlast,“ segir Sigmar. n benediktboas@frettabladid.is umhverfismál Meðhönd lu n dýraleifa er í miklum ólestri á Íslandi samkvæmt minnisblaði, sem unnið var af Stefáni Gíslasyni, framkvæmdastjóra Umhverfis- ráðgjafar Íslands ehf. fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Þar er bent á að þrátt fyrir afdráttarlausar ábendingar í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráð- herra frá árinu 2004 og ítrekaðar aðfinnslur Eftirlitsstofnunar EFTA á síðustu tíu árum og dóm EFTA- dómstólsins í framhaldi af því hafi stjórnvöldum mistekist að koma þessum málaf lokki í ásættanlegt horf. Voru að minnsta kosti 1.550 tonn af dýraleifum urðuð í leyfisleysi á íslenskum urðunarstöðum árið 2021. Trúlega er magnið þó meira, samkvæmt minnisblaðinu. Segir Stefán að ráðið sé að líta til hinna Norðurlandanna þannig að eitt og sama fyrirtækið sjái um söfn- un dýraleifa af öllu landinu og flutn- ing þeirra í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. n Urða yfir fimmtán hundruð tonn án þess að hafa leyfi Dýraleifar til urðunar á Íslandi 2021 tegund dýraleifa (í tonnum) Sláturúrgangur 10.711 Fiskúrgangur 2.639 Dýrahræ 1.550 Húsdýraskítur 74 Samtals 14.974 HEimild/Úrgangur.iS Ísland uppfyllir ekki samninga um meðferð dýraleifa. Fréttablaðið/Ernir 4 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023 fiMMTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.