Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 30
Þetta er mynd sem búið er að herma eftir síðan hún kom út, hvort sem það er í tölvuleiknum Grand Theft Auto eða öðrum bíómyndum. Hafsteinn Sæmundsson Hafsteinn Sæmundsson og Jóhann Leplat eru stofnendur Bíótöfra. Mynd/Aðsend Klassíkerinn Heat með Pacino og De Niro verður á bíótjaldinu á vígslusýningu kvikmyndaklúbbsins Bíó- töfra í kvöld. arnartomas@frettabladid.is Nýstofnaði kvikmyndaklúbburinn Bíótöfrar heldur sinn fyrsta viðburð í dag með sýningu á sígildu spennu- myndinni Heat frá 1995 í Kringl- unni. Mennirnir að baki klúbbnum eru bíóbúntin Hafsteinn Sæmunds- son, þáttarstjórnandi hlaðvarps- ins Bíóblaðurs, og Jóhann Leplat, stofnandi Facebook-hópsins Kvik- myndaáhugamenn. „Markmiðið er að sýna eldri myndir einu sinni til tvisvar í mán- uði og leyfa yngri kynslóðinni sem fékk ekki færi á að sjá þessar þekktu myndir að sjá þær í allri sinni dýrð á stóra tjaldinu,“ segir Hafsteinn sem segist sjálfur spenntur fyrir að rifja upp klassíkera í bíósalnum. Þegar er búið að skipuleggja sýningar á myndunum The Rock, Dazed and Confused og A Clock- work Orange. Hafsteinn segir engar fastar skorður á því hversu gamlar myndirnar séu heldur muni valið þróast með klúbbnum. „Við þurfum að sjá aðeins stemn- inguna og hvað fólk fílar. Sjálfur væri ég til í að sýna allan andskot- ann en það er spurning hvað er hægt að trekkja inn marga á gamlar og lítt þekktari myndir,“ segir hann. „Elsta myndin sem ég var með hugmynd um að sýna er spagettívestrinn For a Few Dollars more frá 1965 með Clint Eastwood. Mér finnst hún bara svo ótrúlega góð og hún eldist vel.“ Pacino og De Niro upp á sitt besta Sýningin á Heat í kvöld er langþráður draumur Hafsteins. „Þetta er ein af mínum uppáhalds myndum. Þegar við settumst niður og fórum yfir hugmyndir að því hvaða myndir við ættum að sýna þá var þetta mitt fyrsta val,“ segir hann. „Ég sagði bara að ef ég fengi eina my nd ú r allri kvikmynda- sögunni til að sýna þá yrði það Heat.“ E i n h e l s t a ástæðan fyrir vali Hafsteins er að hann sá hana ekki í bíó á sínum tíma. „Ég var tólf ára þegar hún kom út svo ég var aðeins of ungur fyrir hana en hef ábyggilega séð hana tíu eða tólf sinnum í dag og hún er í rauninni fullkomin,“ segir hann. „Þú ert með Robert De Niro og Al Pacino í bana- stuði og þeir eru báðir að leika svo þrívíða karaktera. Þetta er mynd sem snýst um persónur og fólk en ofan á það ertu með byrjunaratriðið með trukkinn og bankaránsatriðið sem eru bæði alveg sturluð.“ Áhrif Heat á kvikmyndaheiminn eru mikil. „Þetta er mynd sem búið er að herma eftir síðan hún kom út, hvort sem það er í tölvuleiknum Grand Theft Auto eða öðrum bíó- myndum,“ bendir Hafsteinn á. Þá er auðvelt að sjá áhrifin sem Heat hafði á Christopher Nolan í The Dark Knight. „Hann fór ekkert leynt með það – hún er í rauninni bara byggð á Heat! Ben Affleck gerði líka The Town sem er mjög svipuð líka. Þetta er mynd sem eldist svo vel og ég er orðinn alveg ótrúlega spenntur að fá að sjá hana í bíó.“ Þá segir Hafsteinn að Covid hafi kynt undir ást sína á því að fara í bíó. „Ég fann sjálfur hvað ég saknaði þess mikið að fara í bíó,“ segir hann. „Ég finn núna hvað ég er spen nt u r að fara í bíó og fá að upplifa svona góða mynd með fólki því það er ákveðin orka sem myndast bara í bíósalnum.“ n Töfrandi orka sem skapast bara í bíósalnum frettabladid.is Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? arnartomas@frettabladid.is Mottumars er senn á enda og hefur tekist vel til með átakið. Ása Sig- ríður Þórisdóttir, kynningarstjóri K rabbameinsfélagsins, hefur tekið eftir þó nokkrum breytingum í skeg gst rau mu m Íslend inga mill i ára. „Það er minna um að menn séu með heilskegg en oft áður og ég hef ekki séð n e i n a k l e i n u - hringi hjá okkur í ár,“ segir hún en bætir við að sígilt lúkk sé að koma sterkt inn. „Það er þessi týpíska Selleck-motta og af brigði af henni sem eru að gera það gott í ár.“ A l sk e g g ið he f u r þannig vikið fyrir y f i r v a r a s k e g g - inu enda er það eins konar ígildi h j á l p a r d e k k j a þegar kemur að skeggvexti eða felubúnings þeirra sem þora ekki að f lagga mottunni í öllu sínu veldi. „Mér finnst eins og menn séu meira að fara alla leið í ár,“ segir Ása Sigríður. „Það eru um 270 þátt- takendur í skeggvaxtarkeppninni sem lýkur á miðnætti á morgun í ár. Fólk getur áfram lagt inn fram til 2. apríl en það hafa nú safnast um tólf milljónir sem er alveg frábært.“ Hænuskref Íslendinga í mottu- tískunni eru jákvæð en Frétta- blaðið væri samt sem áður til í að sjá tilraunakenndari skeggtilbrigði í stórum stíl á næsta ári. Fú mansjú, lampaskermurinn, skeifan eða Frank Zappa – það er úr nógu að velja. n Kleinuhringur víkur fyrir Selleck Selleck-lúkkið er tímalaust. 22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARS 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.