Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 25
Þáttaröðin Kaupmaðurinn á horninu heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld og nú er komið að því að rifja upp áhugaverða sögu Melabúðarinnar í Vesturbænum sem rekur tilveru sína aftur til ársins 1956. Melabúðin var fyrsta sjálfsafgreiðslubúð landsmanna, en með sérstökum bæklingi sem lá frammi í búðinni var almenningi kennt að fara á milli rekka og setja þær vörur í körfur sem þá vanhagaði um. Þessi fullkomnasta úthverfaverslun Reykjavíkur, eins og hún var kölluð í byrjun, heldur enn sínum sjarma með ótrúlega miklu vöruúrvali í sömu þrengslum og fyrr, enda er algengasta orðið í búðinni „afsakaðu!“. SAGA MELABÚÐARINNAR Í KVÖLD KL. 20.00 OG AFTUR KL. 22.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.