Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 24
Ég hef áhyggjur af því að róttækir aktívistar sem stunda lögbrot ætli sér að koma til Íslands í ham til að stöðva veiðarnar. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | 1131 Almyrkvi á sólu sést á Íslandi. 1802 Bólusetning við kúabólu lögboðin á Íslandi en slíkt var sjaldgæft á heimsvísu. 1816 Hið íslenska bókmenntafélag stofnað. 1856 Parísarsamkomulagið undirritað sem bindur enda á Krímeustríðið. 1863 Danski prinsinn Vilhjálmur Georg er gerður að konungi Grikklands sautján ára gamall. 1867 Bandaríkin kaupa Alaska af Rússum fyrir 7,2 millj- ónir dala eða tvö sent fyrir hvern hektara. 1934 Eldgos hefst í Grímsvötnum sem veldur hlaupi í Skeiðará. 1945 Hersveit Sovétríkjanna nær Vínarborg úr höndum Þjóðverja. 1949 Óeirðir verða á Austurvelli eftir að Alþingi sam- þykkir að ganga inn í Atlantshafsbanda- lagið. 1965 Bílsprengja kostar 22 lífið fyrir utan banda- ríska sendiráðið í Saigon. 1968 Söngdrottningin Celine Dion kemur í heiminn. 1981 ronald reagan verður fyrir skotárás manns í Washington sem segist ætla að heilla Jodie Foster með árásinni. 1982 Geimskutlan Columbia lendir í Nýju-Mexíkó eftir 129 ferðir umhverfis jörðina. 1988 Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar stofnað. 2017 SpaceX verður fyrsta fyrirtækið sem nær að endur- nýta eldflaug þegar Falcon-9 hefur sig til flugs í annað sinn. 2019 Zuzana Čaputová er kjörin forseti Slóvakíu. Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi, Svavar Guðjónsson lést 18. mars á Hrafnistu Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Skúlína S. Stefánsdóttir Anna Elínborg Svavarsdóttir Jóhanna Svavarsdóttir Stefán Gunnar Svavarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar og amma, Sjöfn Gunnarsdóttir lést þriðjudaginn 28. mars á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. apríl kl. 13. Gunnar Kolbeinsson Greta Søvik Nelson Vaz da Silva og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Kjartans Páls Kjartanssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Gerður Harpa Kjartansdóttir Gunnar Sigurðsson Auður Freyja Kjartansdóttir Benedikt Árnason Sólveig Guðfinna Kjartansdóttir Arnar Már Hrafnkelsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Þóra Jónsdóttir kaupkona, lést þann 25. mars. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. mars kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Kristjáns Eldjárns. Ingólfur Árnason Guðrún Agnes Sveinsdóttir Jón Árnason Sigurveig Stefánsdóttir Marta Árnadóttir Helga Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Í dag verður málþing í Norræna húsinu þar sem hvalveiðar eru skoðaðar út frá ýmsum sjónar­ miðum. Lögmaður Náttúruvernd­ arsamtaka Íslands segir mikilvægt að ná fram jarðbundinni umræðu. kristinnpall@frettabladid.is „Það er fullt af fólki sem telur að það eigi ekki að halda áfram hvalveiðum, bæði vegna mannúðarsjónarmiða og orð­ spors Íslands erlendis. Aðrir telja hval­ veiðar í góðu lagi. Þarna ætlum við að skoða þetta málefni út frá staðreyndum í stað þess að vera í bardaga,“ segir Katrín Oddsdóttir, fundarstjóri og lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um opinn fund í Norræna húsinu, Hval­ veiðar eður ei, sem haldinn verður í dag klukkan 17. Katrín segir mikilvægt að yfirveguð umræða um málefnið geti átt sér stað. „Yfirleitt eru bara tvær fylkingar að hrópa hvor á aðra en þarna verða margir sérfræðingar,“ segir Katrín. Kristján Loftsson, eini Íslendingurinn sem stundar hvalveiðar, afþakkaði hins vegar boð á fundinn. Áhyggjur af róttækum aktvístum „Kristjáni var boðið að koma en hann komst ekki. Markmiðið er að skoða þetta út frá víðu samhengi. Ein rökin með hvalveiðum er að hvalurinn borði allan fiskinn, en við verðum með sjávar­ líffræðing sem fjallar um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar, heimspeking sem veltir fyrir sér siðferðilegum álitamálum og lögfræðing í álitamálum því tengd­ um. Með því viljum við jarðtengja þessa umræðu og útskýra hana á mannamáli með aðstoð vísinda,” segir hún. Hún tekur undir að deiluaðferðir síð­ ustu ára hafi ekki borið ávöxt. „Ég hef áhyggjur af því að róttækir aktívistar sem stunda lögbrot ætli sér að koma til Íslands í ham til að stöðva veiðarnar, eins og fram kom í fréttum í vikunni – sem gæti haft mjög neikvæðar af leiðingar fyrir orðspor landsins, að þetta fari alltaf í þessa öfga,“ útskýrir Katrín. Tekur ekki tillit til þjóðarinnar „Kristján Loftsson fer sínar eigin leiðir og gerir það sem hann vill án tillits til hagsmuna eða vilja þjóðarinnar. Það er eitt. Á hinum pólnum er erlendur aktív­ ísti að koma hingað til að stöðva veið­ arnar með mjög aggressívum og sjálf­ lægum hætti, í þeim tilgangi að taka upp sjónvarpsþætti og sýna eigin verk í dýrðarljóma. Við viljum fjalla um hlut­ ina í samhengi með fólki sem skilur um hvað það er að tala.” Katrín segir mikla upplýsingaóreiðu tengjast hvalveiðum. „Meðal annars að þetta sé hluti af íslenskum kúltúr sem er rangt. Vonandi tekst okkur að varpa ljósi á sem flestar hliðar málsins á fundinum. Hvað hvalir eru að gera í vistkerfinu og af hverju við erum að veiða þá. Vonandi verður þetta upphafið á alvöru samtali um framtíð hvalveiða.“ Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur heimild til hvalveiða við strendur Íslands en Matvælastofnun hefur eftirlit með veiðunum. Stofnunin hefur það til skoðunar hvort lögbrot hafi verið framin við veiðarnar í fyrra. Von er á skýrslu á vordögum en það gæti farið svo að skýrslan berist um það leyti sem hval­ veiðitímabilið hefst að nýju. „MAST hefur verið að vinna að skýrslu um veiðar síðasta árs og okkur skilst að það sé ansi mörgu ábótavant þegar kemur að dýravelferð sem þar kemur fram. Svandís Svavarsdóttir mat væla­ ráð herra hefur sagt að ef lög eru brotin þurfi að stöðva veiðarnar. Það er ljóst að allt slíkt þarf að komast fram í dagsljósið áður en næsta sláturtíð hefst.“ n Skoða áhrif hvalveiða út frá öllum sjónarmiðum Það eru sautján ár liðin frá því að hvalveiðar hófust á ný. Fréttablaðið/anton brink Katrín Oddsdóttir, fundarstjóri og lög- maður Náttúruverndarsamtaka Íslands. 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARS 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.