Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 12
Á síðustu vikum hefur málefni
Borgarskjalasafns verið í brenni-
depli fólks í Reykjavík sem og
þeirra sem treysta á safnaheiminn
í rannsóknum sínum. Ástæðan er
sú að nýverið samþykkti borgar-
ráð að leggja niður Borgarskjala-
safnið, flytja það í heilu lagi í fangið
á Þjóðskjalasafni, ákvörðun sem
virðist runnin undan rifjum borgar-
stjórans í Reykjavík Dags B. Eggerts-
sonar. Þetta óheillaspor er stigið
í mikilli f ljótfærni og án nokkurs
skilnings á mikilvægi Borgarskjala-
safns fyrir íbúa Reykjavíkur, skóla-
kerfið og vísindaheiminn. Ekkert
hefur verð hlustað á rök fagfólks
og óvissuferðin sem boðið er upp á
er því miður dæmd til að enda úti
í skurði.
Vísindamenn innan hug- og
félagsvísinda eru þó eins vísari og
það er að borgarfulltrúar meiri-
hlutaflokkanna gera sér nákvæm-
lega enga grein fyrir mikilvægi
Borgarskjalasafns sem lýðræðis-
stofnunar sem vísar borgurunum
veginn í glímu þeirra við sjálfa sig
og kerfið. Ég geri því skóna í nýlegri
grein sem birtist hér í Fréttablað-
inu að það væri illa komið fyrir
Pírötum, af öllum f lokkum, að
treysta sér til að ganga milli bols
og höfuðs á þeirri upplýsingaveitu
sem Borgarskjalasafnið vissulega er.
Í þessari grein langar mig til að velta
fyrir mér tengslum Samfylkingar
og safnsins – hvað gætu þeir lært
af þessum gjörningi, f lokkur sem
kennt hefur sig við sósíaldemókrat-
ísk gildi – raunir okkar smæstu
bræðra og systra. Viðfangsefnið hér
á eftir verður fátækt, málefni sem ég
hef fjallað um í mínum rannsókn-
um á undanförnum aldarfjórðungi
í einni eða annarri mynd.
Fátækranefnd Reykjavíkur var
stofnuð árið 1822 og starfaði til árs-
ins 1935 þegar framfærslulög voru
samþykkt á Alþingi. Framfærslu-
nefnd Reykjavíkur tók við hlut-
verki Fátækranefndar og starfaði
til ársins 1967 þegar Félagsmálaráð
Reykjavíkur var stofnað. Í dag heitir
Félagsmálaráð Velferðarráð og
hefur eftirlit með störfum Velferð-
arsviðs Reykjavíkur. Heiða Björk
Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Sam-
fylkingar og fyrrverandi varafor-
maður flokksins er formaður ráðs-
ins. Það má því segja að fátækramál
hafi verið á borði Samfylkingar nú
um nokkurt skeið. Umfjöllun um
fátækt í Reykjavík er reglulegt við-
fangsefni í fjölmiðlum á Íslandi en
af henni mætti ráða að fyrirbærið sé
nýtt af nálinni, að það hafi skotist
upp á yfirborðið á síðustu árum. Til-
raunir til að skilja fátækramál eru að
mínu viti oft mjög takmarkaðar.
En hvað getum við lært af fátækt-
ar umræðunni? Fát æk ranef nd
greiddi fyrir alla félagslega aðstoð í
Reykjavík á líftíma sínum. Viðtöku
styrkja fylgdi víðtæk réttindaskerð-
ing, einstaklingar misstu til dæmis
kjörgengi sitt þar til félagsleg aðstoð
hafði verið endurgreidd. Árið 1915
hóf Fátækranefnd nákvæma skrá-
setningu á samskiptum sínum við
alla þá sem sóttust eftir aðstoð frá
nefndinni. Þetta voru yfirgripsmikil
vinnuplögg nefndarinnar og upp-
lýsingasöfnunin líklega af leiðing
fólksfjölgunar sem varð í Reykja-
vík frá aldamótunum 1900 til 1915.
Þessi skjöl eru geymd í Borgarskjala-
safni og eru nefnd Þurfamanna-
ævir – en þeir sem þáðu fátækra-
styrki voru kallaðir þurfamenn
eða þurfalingar. Heimildin geymir
ítarlegar skrár 11.539 einstaklinga
sem sóttust eftir aðstoð og skrárnar
ná frá 1915 til 1958. Þó svo skrárnar
í Þurfamannaævum séu kenndar
við einn einstakling, oftast heimilis-
föður, er augljóst að heilu fjölskyld-
urnar lifðu af aðstoðinni – fjöldinn
er því mikið meiri.
Fátækt í Reykjavík var almenn og
stór hluti bæjarbúa átti á hættu að
þurfa að leita félagslegrar aðstoðar.
Hættan á slysum eða veikindum olli
því að fólk vóg salt á skilum þess að
vera „þurfamaður“ eða „daglauna-
maður“. Þurfamannaævir gefa skýra
mynd af viðhorfi ráðamanna til
fátæktar og fátæks fólks. Það sem
helst einkenndi þau var aðgrein-
ingin á þeim sem voru styrkþurfi
af ástæðum sem ráðamenn töldu
óviðráðanlegar og hinna sem voru
styrkþurfi vegna eigin breyskleika.
Augljóst er að frá þeim ein-
staklingum sem þáðu styrki frá
Fátækrarnefnd hefur runnið stór
ættbogi. Margir ættingjar þessa
fólks leita reglulega til Borgarskjala-
safns til að fá upplýsingar um áa
sína, vilja fræðast um baráttu fólks
fyrir brauðinu og hvernig lífið gat
oft leikið fátæka grátt. Nú er spurn-
ingin þessi: Vilja afkomendur fólks
sem skapaði og byggði upp borgina
að viðkvæm skjöl um ættingja sína
séu á einhvern hátt í uppnámi?
Hafa verður í huga að jafnvel
þó að þessum gögnum verði ekki
fórnað – hent í f lokkunarstöð
Sorpu (ef hún er enn starfandi) – þá
hafa starfsmenn Borgarskjalasafns
unnið hörðum höndum að undan-
förnu við að gera þetta f lókna
og margbrotna efni aðgengilegt
fyrir íbúa Reykjavíkur og vísinda-
heiminn. Þetta þekki ég vegna þess
að fyrrum nemandi minn, Finnur
Jónasson sagnfræðingur og núver-
andi starfsmaður Borgarskjala-
safns, vann með þessi skjöl þegar
hann var í námi hjá mér í sagn-
fræði og hefur haldið áfram rann-
sóknum sínum á þessum gríðarlega
heimildagrunni. Hugmynd hans
er að vinna með þetta umfangs-
mikla efni þannig að það auðveldi
hugsanlegum notendum að nálgast
það, hvar í sveit sem þeir eru settir.
Þetta er dæmi um hvernig starfs-
menn Borgarskjalasafns vinna. Þeir
miðla einnig efni út í samfélagið og
gera Reykvíkingum kleift að fjalla
um málefni eins og fátækt á upp-
lýstan hátt og hjálpa þannig til
dæmis stjórnmálamönnum að taka
skynsamlegar ákvarðanir í jafn við-
kvæmum málum og fátækt. Til að
glíma við f lókið viðfangsefni eins
og fátækt verður að fjalla um fyrir-
bærið í sögulegu samhengi, annars
verða aðgerðir ómarkvissar og fálm-
kenndar. Vinna Finns með fátækra-
gögnin og annað sögulegt efni sem
vistað er á Borgarskjalasafni er
líkleg til að auka líkurnar á örugg-
ari stjórnsýslu og betri úrvinnslu á
örlögum þeirra sem þurfa á aðstoð
að halda í samtímanum.
Í mínum eigin rannsóknum á
fátækt hef ég beint sjónum mínum
að málaflokknum á 18. og 19. öld og
hef birt margt af þeim í ritröðinni
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar sem ég hef ritstýrt ásamt
öðru góðu fólki í aldarfjórðung.
Ég hef gengið svo langt að tala um
ákveðna „menningu fátæktar“, að
það hafi alltaf á Íslandi verið gert
ráð fyrir að fátækt þrifist hér á
landi. Ég er ekki frá því að það við-
horf ríki enn þegar málaflokkurinn
er til umræðu í Reykjavík. Ég er í
það minnsta sannfærður um að
Samfylkingin gæti nýtt sér gögnin í
Borgarskjalasafni til að skilja mála-
flokkinn betur í þeirri viðleitni að
ná tökum á fátækt í Reykjavík sam-
tímans. n
Allt þetta mál sýnir
hve sorgleg framganga
stórlaxanna og horn-
síla þeirra er gagnvart
litlu samfélagi austur á
fjörðum.
Nú er spurningin þessi:
Vilja afkomendur
fólks sem skapaði og
byggði upp borgina
að viðkvæm skjöl um
ættingja sína séu á ein-
hvern hátt í uppnámi?
Samfylking fátæktar
Sigurður Gylfi
Magnússon
prófessor í menn-
ingarsögu við
Háskóla Íslands
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
Nudd Nudd Nudd
Slökunarnudd í miðbæ
Reykjarvíkur. Lausir tímar.
Sími 694 7881, Janna.
Í umræðum um laxeldisórana
í Seyðisfirði hefur margt verið
rætt og reynt. Biðlað hefur verið
til stjórnvalda bæði í héraði og á
landsvísu sem hafa skellt skolla-
eyrum við skýrum vilja íbúanna.
Það hefur með réttu verið gagnrýnt
en við skulum ekki gleyma að skila
skömminni til forsvarsmanna Fisk-
eldis Austfjarða sem með frekju,
græðgi og annarri of beldishegðun
ætla sér að troða þessu niður um
kokið á samfélaginu. Það eru þeir
sem eiga að svara fyrir hegðun sína,
af hverju böðlast er svona áfram.
Öllu almennilega siðuðu fólki
blöskrar svona framferði. Enda hafa
viðbrögð Norðmanna við greinar-
korni mínu í Dagsavisen verið eftir
því. Þar hafa vaknað spurningar um
framgöngu Fiskeldis Austfjarða og
hinna norsku eigenda þess. Gengi
hlutabréfa SalMar er á hreyfingu
niður. Orðspor íslenskra stjórnvalda
sömuleiðis.
Allt þetta mál er enda eins og eins
og súrrealískur Fóstbræðra-skets.
Allt þetta mál sýnir hve sorgleg
framganga stórlaxanna og hornsíla
þeirra er gagnvart litlu samfélagi
austur á fjörðum. Allt þetta mál
gerir Íslendinga að athlægi.
Ég sný mér því beint til þín, Jens
Garðars og Fiskeldis Austfjarða:
Hversu lengi ætlið þið að láta hafa
Íslendinga að fíf lum og ykkur að
ginningarfíflum? Ætlið þið að láta
þessa umræðu spinnast áfram til
skaða fyrir norsku hluthafana sama
hvað kostar? Eða á að spyrja – sama
hvað græðist? Eða, svo vitnað sé til
þáverandi forsetaframbjóðanda,
Guðna Th. Jóhannessonar – Hafið
þið enga sómakennd? n
Laxafars-i
Eyjólfur
Þorkelsson
heimilislæknir
og meðlimur í
Félagi lækna gegn
umhverfisvá
12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARS 2023
FIMMTuDAGuR