Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 8
gar@frettabladid.is
Noregur Atvinnumálaráðherra
Noregs boðar að au pair-fyrirkomu-
lagið verði ekki lengur leyfilegt í
landinu. Þó fá þau sem eru au pair
núna að ljúka dvöl sinni.
Verkalýðshreyfingin norska fagn-
ar því að með þessu verði „nútíma
þrælahald“ lagt niður í Noregi.
Í Verdens Gang er rekið að au pair
hafi verið heimilt í Noregi frá árinu
1969. Með því er ætlunin að ungt
fólk fái tækifæri til að fara til annars
lands og búa þar hjá gistifjölskyldu.
Á að greiða því dálitla vasapeninga
og veita þeim frítt fæði og húsaskjól
gegn því að vinna létt húsverk svo-
kölluð og sinna börnum á heimilinu
í mesta lagi í 30 stundir á viku.
„Afnám au pair-fyrirkomulagsins
er stórsigur fyrir vinnuna að því að
koma á heiðarlegu vinnuumhverfi,“
segir Peggy Hessen Følsvik, for-
maður LO stéttarfélagasamtakanna,
í samtali við Verdens Gang.
„Því miður hafa fyrirkomulaginu
fylgt mörg dæmi um grófa mis-
notkun á konum,“ segir Følsvik sem
kveður sér hreinlega létt yfir því að
au pair verði nú úr sögunni.
„Fólk sem vill fá aðstoð á heim-
ilinu, annað hvort við húsverk eða
barnagæslu, má gjarnan borga
öðrum fyrir að vinna þau störf,“
bætir Følsvik við. n
Aðeins þriðja hvert
mál sem Hæstiréttur
dæmdi á árinu 2022
endaði með að réttur-
inn staðfesti úrlausn
lægri réttar.
Því miður hafa fyrir-
komulaginu fylgt mörg
dæmi um grófa mis-
notkun á konum.
Peggy Hessen Følsvik,
formaður LO
Hæstiréttur sneri flestum
málum sem bárust til réttarins
í fyrra. Hægt er að bæta gæði
úrlausna með fleiri dómurum.
Bagalegt hve málstími einka-
mála er orðinn langur, með
tímabundinni ráðningu væri
hægt að stytta halann að sögn
forseta Hæstaréttar.
Aðeins þriðja hvert mál sem Hæsti-
réttur dæmdi á árinu 2022 endaði
með að rétturinn staðfesti úrlausn
lægri réttar, langoftast frá Lands-
rétti. 19 af 60 dómum/úrskurðum
lægri réttar voru staðfestir. 41
dómi/úrskurði var efnislega breytt
í Hæstarétti.
Hlutfall dóma sem snúa fyrri
niðurstöðu var nokkru hærra í
fyrra en árið áður. Benedikt Boga-
son, forseti Hæstaréttar, segir að
hafa verði í huga að til Hæstarétt-
ar komi aðeins óverulegur hluti
dæmdra mála eða innan við tíu
prósent.
„Við verðum að átta okkur á að
þarna eru til lykta leidd f lókin
ágreiningsefni, þar sem oft er
haldið fram að eitthvað hafi farið
úrskeiðis,“ segir Benedikt.
„Það er alls ekki hægt að álykta
neitt um traust til dómstóla út frá
þessum málum,“ segir Benedikt.
Þetta háa hlutfall segir enga sögu
um úrlausnir almennt í dóms-
kerfinu.“
Sjaldan hafa dómar Hæstarétt-
ar verið f leiri en á árinu 2022. Þá
afgreiddi Hæstiréttur 172 málskots-
beiðnir í fyrra sem er mesti fjöldi
síðan rétturinn varð þriðja dómstig
við stofnun Landsréttar árið 2018.
Fjöldi málskotsbeiðna kemur
Benedikt á óvart. Hann segir að
fyrst eftir breytinguna 2018 hefði
mátt vænta töluverðs annríkis
en menn hafi reiknað með að um
myndi hægjast. Sú hafi ekki orðið
raunin.
„Það kemur aðeins á óvart hve
mörg mál rata til okkar.“
Til stendur að fjölga dómurum
um einn við Landsrétt. Benedikt
telur það til bóta, enda sé dráttur
á meðferð einkamála mjög baga-
legur. Biðtími frá því að máli er
áfrýjað til Landsréttar uns dómur
eða úrskurður fellur getur orðið eitt
og hálft, jafnvel tvö ár. Óvíst er að
sögn Benedikts að fjölgun lands-
réttardómara um einn breyti miklu
til að leysa stíf luna.
„Það er spurning hvort rétt væri
að fjölga dómurum við Landsrétt
tímabundið um þrjá, af því að þrír
dómarar dæma að jafnaði í hverju
máli,“ segir Benedikt.
„Þá væri hægt að ná niður þess-
um hala og fækka svo dómurum
þegar jafnvægi væri náð.“
Forseti Hæstaréttar segir erfitt
að staðhæfa að álagið rýri gæði
úrlausna. Fjölgun dómara myndi
þó auka þau.
Málafjöldinn í Landsrétti og bið-
tíminn er að miklu leyti tilkominn
vegna svokallaðs Landsréttarmáls
sem dæmt var hjá Mannréttinda-
dómstólnum í Strassborg. Vegna
þess dæmdu fjórir dómarar við
Landsrétt ekki um skeið. Í kjölfarið
þurfti að endurskipa nokkra dóm-
ara við réttinn. Allt dómskerfið
hægði á sér meðan þessu vatt fram.
„Á því leikur enginn vafi að með
dómi yfirdeildar Mannréttinda-
dómstólsins hefur sjálfstæði dóms-
valdsins verið styrkt. Dómurinn
hefur ekki aðeins áhrif hér á landi
heldur hjá öllum aðildarríkjum
Evrópuráðsins,“ segir Benedikt.
„Aðild Íslands að mannréttinda-
sáttmálanum hefur haft mikil og
jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar.“ n
Leggur til tímabundna dómara við Landsrétt
Forseti Hæsta-
réttar telur að
betra væri að
fjölga dómurum
við Landsrétt
um þrjá tíma-
bundið en einn
til frambúðar.
Honum kemur
á óvart hve
mörg mál berast
Hæstarétti.
fréttablaðið/
anton brink
fréttaskýriNg |
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
Afnema þrælahald og
leggja niður au pair
ser@frettabladid.is
forNLeifar Útboð endurbóta við
bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal
hefur verið auglýst af hálfu Fram-
kvæmdasýslunnar – Ríkiseigna
(FSRE).
Fyrir dyrum stendur að byggja
nýjan skála yfir bæjarrústirnar og
er vonast til að framkvæmdir geti
farið af stað í sumar.
Hönnunarstofan SP(R)INT Studio
hefur hannað nýju yfirbygginguna
sem leysir af hólmi þá gömlu sem
hefur látið verulega á sjá „og því
tímabært að færa aðstöðuna við
rústirnar í nútímahorf,“ eins og segir
á vef FSRE.
Að f ramk væmdum lok num
verður aðstaða á þessum vinsæla
ferðamannastað eins og best verður
á kosið, eins og þar segir jafnframt.
Bærinn að Stöng er frá þjóðveldis-
öld og er talið að hann hafi farið í
eyði árið 1104 eftir mikið öskugos
í Heklu, en um það leyti er talið að
byggð í dalnum hafi alveg lagst af.
Stangarbærinn var grafinn upp
árið 1939 og byggt yfir hann svo fólk
gæti áttað sig á búskaparháttum. n
Ný bygging yfir
rústirnar á Stöng
Hér gefur að líta þrívíddarmyndir af verkefninu, en vinsælar gönguleiðir eru
í og við Stöng í Þjórsárdal. Stöng er einn þekktasti bærinn frá þjóðveldisöld.
Hann er talinn hafa farið í eyði árið 1104 eftir mikið öskugos í Heklu. Mynd/fSrE
Það er spurning hvort
rétt væri að fjölga
dómurum við Lands-
rétt tímabundið um
þrjá, af því að þrír
dómarar dæma að
jafnaði í hverju máli.
Benedikt Bogason,
forseti Hæstaréttar
8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023
fiMMtUDAGUr