Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn
ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild
auglysingar@frettabladid.is
PRentun & dReifing
Torg ehf.
2022 - 2025
Benedikts Arnars
Þorvaldssonar
bakþankar |
Ég er haldinn frestunaráráttu,
eða ég held það að minnsta
kosti. Ég hef ekki verið
greindur af sérfræðingum eða
neitt þannig, en ég veit ekki
einu sinni hvort einhver myndi
greina þetta sérstaklega. Eitt er
þó víst, ef ég á að gera eitthvað
fyrir ákveðinn tíma, þá fresta
ég því þangað til á allra síðustu
stundu.
Undanfarin ár hef ég stund-
að háskólanám, sem hefur
verið afar erfitt en á sama tíma
gefandi. Í hvert skipti sem
kennararnir lögðu fyrir okkur
verkefni, þá skilaði ég því inn
á allra síðustu stundu. Ég veit
ekki af hverju, en ég þurfti að
finna fyrir pressunni til þess
að koma mér að verki.
Um þessar mundir er ég að
ljúka náminu og mun skila inn
meistararitgerð í maí. Minn
Magnum Opus ef svo má segja.
Ég hef haft endalausan tíma
til þess að vinna í ritgerðinni
minni, en núna er mánuður í
skil og ég á helminginn eftir.
Af hverju geri ég mér þetta? Til
hvers vil ég skemma andlegu
heilsuna mína með óþarfa
kvíða og stressi?
Ég hef ekki svörin, einhver
annar verður að segja ykkur af
hverju fólk gerir sér þetta. Ég
efast ekki um að f leiri séu þjak-
aðir af frestunaráráttu, hvort
sem það er nemandi að skila
stóru verkefni í skólanum, eða
blaðamaður í basli við að skila
bakþanka í Fréttablaðið.
Ég lofa að ég muni fara heim
eftir vinnu og reyna að skrifa
og klára nokkra kafla í rit-
gerðinni. Vinir mínir eru samt
að bjóða mér út í kvöld, ætli ég
hitti þá ekki fyrst og pæli í rit-
gerðinni á morgun … n
Frestunarárátta
Kynntu þér
dreifingu
Fréttablaðsins
Skannaðu kóðann í
snjalltækinu þínu
Nánari upplýsingar
www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing
HEILSA & HAMINGJA
Bílaapótek Lyfjavals
Hæðasmára
HEILSA & HAMINGJA
Bílaapótek Lyfjavals
Hæðasmár
Frábært úrval
páskaeggja
netto.is