Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 9
Annað árið í röð koma allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla í auðlinda-, orku- og umhverfismálum. Ráðherra nýsköpunar segir hátíðina gegna lykilhlutverki í að skapa Íslandi sérstöðu í loftslagsmálum. Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í fyrsta skipti í fyrri en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári var ákveðið að stækka hátíðina verulega í ár og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðanæva af landinu. Ef til vill er það til marks um gróskuna í grænni nýsköpun um allt land að viðbrögð fjárfesta og frumkvöðla voru slík að mun færri komust að en vildu. Sérstök valnefnd var svo fengin til að velja þau þrettán verkefni sem frumkvöðlar fengu að kynna fyrir forsvarsfólki fjárfestingarsjóða og sjálfstæðum fjárfestum. Kerfin eru of flókin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráð- herra háskóla, iðnaðar og nýsköp- unar, segir fjárfestahátíðina Norða- nátt þegar búna að sýna fram á hve mikil þörf sé á stóraukinni áherslu á stuðning við sprota og frumkvöðla um allt land. „Það að tengja allar þessar ný- sköpunarlausnir af öllu landinu við fjárfesta er liður í því að nýta auð- lindir okkar betur og grípa tæki- færin sem blasa við okkur á tímum þar sem allur heimurinn er að reyna að leysa sömu loftslagsverkefnin. Þetta er gríðarlega mikilvægt og við Íslendingar þurfum að átta okkur á því að við getum gert miklu betur í að nýta öll þessi tækifæri. Sérstak- lega úti á landi, í námunda við auð- lindirnar okkar. Og það að fá allt þetta fólk hingað til Siglufjarðar til að sýna hvað frumkvöðlar um allt land eru kröft- ugir og í mikilli sókn er ómetan- legt,“ segir Áslaug. Gróska grænnar nýsköpunar á Siglufirði Aðstandendur Norðanáttar ásamt Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttur, ráðherra há- skóla-, iðnaðar og nýsköp- unarmála og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ráðherra lofts- lags-, orku- og umhverfismála. MYNDir/ANÍTA ELDJÁrN Færri komust að en vildu á Fjár- festahátíðina á Siglufirði í ár. En hún segir nýja tíma og aukna sókn í nýsköpun á Íslandi ekki bara snúast um frumkvöðlana sjálfa eða fjárfestana. Hið opinbera þurfi að líta dálítið stíft í spegilinn og ein- henda sér í að einfalda regluverk og rangala sem hafa einkennt íslenskt styrkjaumhverfi til þessa. „Það verður bara að segjast eins og er að við höfum komið okkur upp of f lóknu og þungu kerfi til að styðja við alla þessa verðmætasköp- un sem felst í öflugu frumkvöðuls- starfi. Og það er líka of kostnaðar- samt því við erum að verja alltof háum fjárhæðum í umsýslukerfi styrkjakerfanna.“ Þessu segist Áslaug vilja breyta og hefur sett sér það markmið sem ráð- herra nýsköpunar að gera styrkja- umhverfið sem mæti íslenskum frumkvöðlum einfaldara. „Hið opinbera er með áttatíu sjóði á sínu forræði. Þetta er allt of mikið og eiginlega algjör frumskógur. Umsýslukostnaðurinn við þessa sjóði er hátt í 800 milljónir króna. Það er að mínu viti ekki góð nýting á fjármunum. Ég hef verið ófeimin við að segja að það verði að vera algjört for- gangsmál í mínu ráðuneyti að ein- falda þetta kerfi og styðja þannig betur við öll þau frábæru sprota- fyrirtæki sem við sjáum spretta upp. Við verðum að einfalda þeim leiðina í gegnum þennan frumskóg.“ Hátíð sem skiptir sköpum Hún segir þetta helsta lærdóminn sem hún taki með sér úr samtölum og við fólk sem lifir og hrærist í nýsköpunarumhverfinu. Fjárfestahátíðin á Siglufirði sýni, svo ekki verði um villst, að ef hið opinbera einfaldi sínar snúruflækjur þá muni ekki standa á frumkvöðlum eða fjárfestum að skapa verðmæti og sjá fólki fyrir lausnum sem eigi eftir að reynast ómetanlegar fyrir þjóð sem er á fleygiferð inn í græna framtíð. „En svona heilt yfir þá verð ég að segja að maður fyllist eldmóði af að vera svona innan um allt þetta frá- bæra og hugvitssama fólk hér á Siglu- firði. Öll þessi verkefni, allar þessar hug- myndir. Þetta er með hreinum ólík- indum. Það er gríðarlegur kraftur í íslenskri nýsköpun og því hvernig við Íslendingar ætlum að nálgast bætta nýtingu auðlindanna. Lykill- inn er í hugvitinu og fólkinu. Það hefur fjárfestahátíðin hér á Siglufirði sannað,“ segir Áslaug Arna. n Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Fréttablaðið markaðurinn 930. mars 2023 FimmTuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.