AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 61
30 5' > BJ 0= 30 EPAL 20 ÁRA| Markmiðið verði að kynna og selja góðar hönnunarvörur h þessu ári eru tveir áratugir liðnir frá því verslunin Epal tók til starfa. Frá upphafi hefur markmið Eyjólfs Pálssonar, aðaleiganda og framkvæmdastjóra Epals, verið að bjóða viðskiptavinum aðeins góða, velhannaða vöru og hvetja um leið íslenska hönnuði til dáða á sviði hönnunar. Það hefur meðal annars verið gert með því að halda sýningar á verkum þeirra og stuðla að því að íslensk hönnunarvara sé framleidd og seld bæði hérlendis og erlendis. Eyjólfur var nýkominn heim frá námi í hús- gagnaarkitektúr í Danmörku þegar hann opn- aði verslunina Epal. Hann átti sér þann draum að skapa ungum hönnuðum tækifæri og aðstöðu til þess að koma sér á framfæri en ekki var mikið hugsað um góða hönnun hér á þessum tíma. í byrjun fór ekki mikið fyrir versluninni í rúmlega þrjátíu fermetra húsnæði á Teigunum. Áhugi almennings var þó í öfugu hlutfalli við húsrýmið sem fljótlega reyndist of lítið og Epal fluttist í Síðumúla. Þar var hægt að taka upp nýja starfsemi í rekstrinum, kynn- ingar og sýningar á verkum íslenskra hönnuða Vikivaki - stóll Sigurjóns Pálssonar - kynntur á Hönnunar- deginum l995.Stóllinn erframleiddur áAkureyri ogkostar aðeins 7990 krónur. og listamanna. Fyrsta sýningin var samsýningin á > leirlist þeirra Gests og Rúnu og Guðnýjar ^ Magnúsdóttur og þarna var líka kynntur hinn frægi C- Sóleyjarstóll hönnuðarins Valdimars Harðarsonar. 73 7s NÝJAR LEIÐIR í VERSLUNARREKSTRI Frá upphafi var rekstur Epals með nokkuð öðrum hætti en menn áttu að venjast um verslanir í Reykja- vík. Eyjólfur hafði komið til íslands með umboð frá danska vefnaðarfyrirtækinu Kvadrat sem er heims- þekkt fyrir gluggatjaldaefni og áklæði. Ekki var rými í versluninni fyrir stóran lager svo fólk kom þangað einungis til þess að skoða prufur sem hægt var að fá heim til sín til að auðvelda hverjum og einum valið. Síðan var efnið pantað með flugi beint frá Danmörku. Framan af tók nokkurn tíma að afgreiða þessar pantanir en í dag fara þær út á fimmtudegi og eru komnar í hendur viðskiptavinarins á mánudegi og jafnvel fyrr ef mikið liggur við. Vöruúrvalið í Epal jókst einnig smátt og smátt og við bættust meðal annars húsgögn, lampar, eldhúsinn- réttingar og smávara í eldhús og bað eftir þekkta hönnuði. Auk gluggatjaldaefnanna voru seld svissn- Ego-sófinn, stóll og borð hlutu viðurkenningu á Hönnunar- deginum 1993. Hönnuðir eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, sem hönnuðu þessa samstæðu fyrir Epal. 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.