AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 31
RANNSÓKNIR
Til þess aö geta leiðbeint um notkun þessara marg-
víslegu klæöningarefna og draga sem mest úr mis-
tökum eru rannsóknir hafnar á öllum þáttum loftræstra
klæöninga.Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
ásamt Almennu verkfræðistofunni, Byggingardeild
Reykjavíkurborgar og ístaki hf. hafa sameiginlega
fengið styrk frá Tæknisjóði íslands og Húsnæðis-
stofnun ríkisins til rannsókna á loftræstum útveggja-
klæðningum. Auk þess hafa Garðastál hf., Vírnet hf.,
Byko hf. og Húsasmiðjan hf. styrkt verkefnið.
Verkefnið er í þremur áföngum og stefnt er að útgáfu
verklýsinga, deililausna og annarra hjálpargagna fyrir
hönnuði og notendur.Verkefnið er áætlað sem þriggja
ára verkefni og lýkur fyrsta árinu í vor.
Þegar hafa vettvangskannanir og annað starf skilað
nokkrum árangri og a.m.k. skerpt þekkingu á þeim
vandamálum sem á þarf að taka. Verkefnið beinist
að þremur aðalþáttum loftræstra klæðninga, þ.e.
klæðningarefnunum, festingum þeirra og loftun.
Einnig verður umhverfi klæðninganna mælt, t.d. loft-
raki, hiti og loftþrýstimunur.
FRAMTÍÐARHORFUR
Heyrst hafa raddir sem lýsa framtíðinni á nokkuð hroll-
vekjandi hátt. Flest hús verði annaðhvort með sléttri
plastklæðningu eða marglitum blikkkápum í æpandi
litum.
Ekki er þó ástæða til að ætla að þessi framtíðarsýn
rætist. Byggingarmenn eru að ná æ betri tökum á
þessari aðferð til að hlífa húsunum fyrir íslenskri
veðráttu. Fjölbreytnin eykst stöðugt og þekking á
góðum og heppilegum lausnum verður sífellt út-
breiddari.
í Ijósi þess er víst að hér er komin mjög góð aðferð
við veðurvörn sem einnig á eftir að minnka viðhalds-
þörf útveggja verulega í framtíðinni þar sem henni
er beitt vel.
MÚREINANGRUNARKERFI
almennt
Notkun múreinangrunarkerfa, eins og við þekkjum
þau hér á íslandi, á rætur að rekja til Þýskalands en
þar hófst þróun kerfanna á sjötta áratugnum. Með
áherslu á aukna einangrun húsa víða erlendis í kjölfar
olíukreppunnar berast kerfin til Norðurlanda í auknum
mæli. Notkun þar var einkum í formi endureinangr-
unar á eldra húsnæði og vísvitandi endurnýjunar á
yfirborði þess. Hingað til lands koma svo kerfin upp
úr 1980 sem viðgerðarkostur fyrir illa farnar stein-
steyptar byggingar í kjölfar könnunar Rb á viðgerðar-
kostum á alkalískemmdum.
UPPBYGGING
Mynd 3 sýnir þversnið í hefðbundið múreinangrunar-
kerfi. Næst burðarveggnum er einangrun, sem fest
er á vegginn með lími og/eða þar til gerðum festing-
um, dýflum. Utan við einangrunina kemur síðan múr-
inn sem skiptist í undirmúr (styrktarlag) með styrktar-
neti og þar yfir svokallaðan yfirmúr (veðurhlíf-kápa).
Andstætt loftræstu klæðningunum liggur nú veður-
kápan þétt að einangruninni.
MYND3: Uppbygging hefðbundins múreinangrunar-
kerfis.
Algengast er að greina á milli tveggja gerða múrein-
angrunarkerfa sem hafa svipaða grunneiginleika:
Akrýlbundin múreinangrunarkerfi (þunnur bentur
múr, bindiefni er eingöngu plast eða plast með sem-
entsíblöndun) Dæmi um nokkur vörumerki: Capatect,
Ispo og Sto.
Sementsbundin múreinangrunarkerfi (þykkari bentur
múr með sementi sem bindiefni). Dæmi um vöru-
merki: ímúr og Serporock.
Auk þessara tveggja gerða finnast aðrar gerðir múr-
einangrunarkerfa á markaðnum, t.d. með kalksem-
entsblöndu sem bindiefni.
Eitt af því mikilvægasta sem hafa þarf í huga við
hönnun múreinangrunarkerfa er að ekki myndist
skaðlegar sprungur. Orsakir sprungumyndunar í múr
geta verið margvíslegar og skipta bæði útfærsla
kerfannaog efniseiginleikar þar miklu máli. Mikilvægt
er að jafnvægi náist milli áraunar og efnisstyrks. Til
að þetta takist þurfa allir þættir múreinangrunarkerf-
29