AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 33
Undirmúr og yfirmúr gegna hvor sínu hlutverki. Algengast er aö -—^ // undirmúrnum sé ætlað þaö hlut o o*\// Stálnagli „ o\ eða skrúfa verk að ná fram styrk kerfisins en .yfirmúrinn hugsaður sem veður- Dvfluhaus a kápa þess og hafi það hlutverk að verja vegginn fyrir regni og sólarljósi. Undirmúrinn er ávallt styrktur með einhvers konar bendingu, neti og/eða trefjum. f Mynd 4. Stíf dýfia-festinagli. mörgum kerfum er undirmúrinn vatnsdrægur og er reiknað með að yfirmúrinn sé vatnsfráhrindandi, þannig að undir- múrinn haldist þurr. Mikilvægt er að múrinn hleypi í gegnum sig vatnsgufu því að ella er hætta á að undir- múrinn verði fyrir skemmdum vegna rakaflæðis innan úr byggingunni.en sá raki getur auðveldlega þéttst utan við einangrunina og valdið skemmdum í frosti. Flest múreinangrunarkerfin bjóða upp á yfirmúr í mis- munandi litum, en úrvalið er töluvert meira ef yfirmúr- inn er plastkenndur. Sementsbundin múrkerfi er yfir- leitt einungis hægt að fá í Ijósum og gráum náttúru- litum en auka má litaval t.d. með steiningu, og einnig er til þunn, sementsþundin húð, nánast eins og máln- ing. BENDING Öll kerfin hafa einhvers konar bendingu í múrnum. Bendingin hefur það hlutverk að auka styrk og mót- stöðu gegn spungum við rýrnun, hita- og rakasveiflur. Þegar múr er þykkur er oftast notað sinkhúðað vírnet en í þynnri múr eru notaðar glertrefjamottur. Gler- trefjamottur eru vanalega plastlagðar til að ná upp alkalíþoli. Á svæðum sem þurfa aukastyrk er komið fyrir aukabendingu. Á kanta koma oftast styrktarlistar úr sama efni en einnig eru notaðir blikklistar. Á horn úrtaka (gluggahorn) er sett aukanetmotta. Yfirleitt er ekki aukið við þykkt undirmúrsins þegar aukabendingu er komið fyrir heldur er aðeins um viðbótarbendingu að ræða og er henni einnig komið fyrir í undirmúrnum. VERKLÝSINGAR Sama gildir um múreinangrunarkerfin og loftræstu klæðningarnar að aðkallandi er að góðar verklýsingar og deililausnir séu fyrir hendi og að þær séu aðgengi- legar fyrir notendur. Framleiðendur hinna mismunandi vörumerkja hafa þróað verklýsingar og deililausnir með sínum kerfum sem eru margar hverjar góðar og aðgengilegar. Þó er of algengt í erlendu kerfunum sem hér eru á mark- aðnum, að útfærsla nokkurra erfiðra frágangsdeila hefur ekki verið leyst fyrir algengar íslenskar veður- farsaðstæður (SV-horn landsins). Þá er of algengt að deililausnir sem notaðar eru (ekki fyrirskrifaðar) endist mun verr en múreinangrunarkerfið í heild (t.d. óvarinn kíttistaumur við glugga) og einnig er of algengt að deililausnir séu útfærðar þannig að sýnt sé að þær endist ekki (t.d. þar sem múreinangrunar- kerfi kemur beint að stétt). Seint verður ofbrýnt fyrir mönnum sem vinna við kerfin mikilvægi þess að fara eftir leiðbeiningum framleið- enda bæði hvað varðar efnismeðhöndlun og frágang deililausna. REYNSLA AF MÚREINANGRUNARKERFUM Akrýl- múreinangrunarkerfi Á íslandi er nú komin 10-15 ára reynsla af akrýl múr- einangrunarkerfum og hefur reynsla af þeim verið ærið misjöfn. Notuð hafa verið allmörg vörumerki sem öll eru þróuð erlendis. Ljóst er að veðuráraun á bygg- ingarefni hér á landi er víða mjög mikil þannig að ekki er hægt að miða við reynslu annarra þjóða af umræddum kerfum. í ástandskönnun á akrýlmúreinangrunarkerfum sem Rb gerði á árunum 1991-1992 og náði til um 80 bygginga (meðalaldur 4,3 ár) reyndist einungis tæp- lega fimmta hver (18%) bygging vera án nokkurrar sjáanlegrar skemmdar, rúmlega 60% bygginganna kölluðu á fyrirsjáanlegt viðhald, þ.e. skemmdir voru þess eðlis að frekari skemmdir á kerfinu yrðu ekki út frá þeim og þær gátu staðið óviðgerðar í 2-3 ár. í 21 % tilfella var viðhald áríðandi, þ.e. skemmd kallaði á umfangsmikið viðhald strax. Margar skemmdanna sem voru með fyrirsjáanlegt viðhald voru þó óveru- legar og ef tekið var tillit til þess breyttust hlutföllin í að 43% flokkuðust vera í lagi, þ.e. með óverulega eða enga skemmd, 36 % flokkuðust með fyrirsjáan- legt viðhald og 21 % með áríðandi viðhald. Alltof oft mátti rekja skemmdir til lélegra vinnubragða og ófullnægjandi deililausna og sýndi könnunin að efnin sem notuð hafa verið eru vandmeðfarin og sum hver henta alls ekki við íslenskar veðuraðstæður. Helstu orsakir skemmda á skoðuðum kerfum var að vatn komst bak við kerfin vegna rangra eða illa 31

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.