AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 73
ERMARSUNDSGÖNGIN
mHhmbmhHB
ndanfarin ár og reyndar áratugi hefur
staöið yfir undirbúningur, hönnun og
framkvæmdir viö eitt stærsta mann-
virki heimsins, Ermarsundsgöngin.
Hér í þessu blaði er ekki úr vegi aö kynna þetta mann-
virki, sem svo mikið hefur veriö rætt um og ritað
(nema í íslenskum ritum) á síöustu árum, og verður
er fram líöa stundir einn helsti hlekkurinn í samgöngu-
neti Evrópu og kemur til meö aö hafa mikil áhrif á
samgöngur okkar íslendinga. Aö vísu getum við hér
á landi ekki búist við mannvirki af þessu tagi á næstu
árum og áratugum, en eigi aö síöur er fróðlegt aö
kynnast slíku stórvirki sem Ermarsundsgöngin óneit-
anlega eru.
SAGAN
Saga hugmyndanna um göng undir Ermarsund er
orðin næstum tvö hundruð ára gömul. Meö friöar-
gjörningnum [ Amiens árið 1802 leit út fyrir að fram
undan væri langt friðarskeið í samskiptum Frakka
og Breta. Napóleon Bónaparte réð fyrir Frakklandi
og er sagður hafa í samtölum við breska framámenn
viðrað hugmyndir um gerð jarðganga milli landanna.
Bretar halda því fram að hugmyndin hafi verið frá
þeim komin. Friðurinn, sem svo miklar vonir voru
bundnar við, hélst ekki nema eitt ár og Ermarsunds-
göng voru ekki á dagskrá næstu áratugina. Á seinni
hluta nítjándu aldar var töluverð umræða komin upp
um göngin og sérstök ensk-frönsk nefnd var skipuð
til að fjalla um málið árið 1869. Hafsbotninn var
kannaður og málið rætt og stóð sú umræða allt til
1882. Bretum leist ekki á þá hættu sem öryggi þeirra
yrði búin og þann möguleika að óvígur her kæmi
upp um göngin einn góðan veðurdag. Þá er ekki
víst að tæknin hafi verið komin á það stig að slík göng
mætti gera. Ekki varð því úr framkvæmdum í það
sinnið.
Eiginlega liggur svo málið niðri fram yfir miðja tuttug-
ustu öldina, enda voru á því tímabili tvær heimsstyrj-
aldir og ýmislegt annað sem tafði. Eftir allmiklar
málalengingar í rúma tvo áratugi er svo undirritaður
samningur milli Frakka og Breta um byggingu Ermar-
sundsganga í febrúar 1986. Framkvæmdir hófust
1987 og stóðu yfir í sjö ár. Göngin voru vígð af þjóð-
höfðingjum beggja landanna 6. maí 1994.
71
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, VERKFRÆÐINGUR