AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 30
EFNISVAL Á allra síðustu árum hafa komið fram athyglisverðar íslenskar nýjungar inn á markað loftræstra útveggja- klæðninga. Nefna má steinklæðningarnar sem t.d. prýða Vesturgötu 7 og Seðlabankann (sjá mynd 1). I , : Mynd I: Frá Seðlabanka Islands, klæðning úr íslensku gabbrói frá Hornafirði. Nýjasta framtakið á þessu sviði er 2 - 3 mm þykk slétt stálklæðning sem framleidd er á Akureyri. Þar eru plöturnar tilsniðnar, boraðar, sinkhúðaðarog jafn- vel sprautaðar í öllum regnbogans litum eftir óskum viðkomandi arkitekts. Ekki verður annað sagt en að þessi íslenska þróunarvinna hafi tekist nokkuð vel, ef hún er metin eftir t.d. Húsaskóla í Grafarvogs- hverfinu sem verður að teljast eftirtektarverður skóli (sjá mynd 2). Auk þessara íslensku nýjunga er gífurlegt framboð á Mynd 2: Húsaskóli (Teiknað: Arkitektaþjónustan sf.) innfluttum klæðningarefnum. Við val þeirra verður þó að fara með gát því sumar efnisgerðir eru vandmeðfarnar við erfiðar íslenskar aðstæður. VERKLÝSINGAR Eins og eðlilegt er þegar nýjar aðferðir eru að mótast eru gerð mörg og margvísleg mistök í efnismeðferð og frágangi. Allt of algengt hefurverið að klæðningar hafi verið óhannaðar og settar upp án nægilegs undirbúnings. Þetta er þó að breytast með auknum skilningi á mikilvægi góðs og rétts frágangs og hert- um kröfum frá byggingaryfirvöldum. Aðkallandi er því að góðar verklýsingar og deililausnir séu fyrir hendi og aðgengilegar fyrir notendur þess- ara klæðninga. Rétt er þó í hverju tilfelli að sérhanna klæðninguna fyrir húsin af hæfum aðilum til að lág- marka mistakahættuna og til þess að klæðningarnar skapi húsunum það eftirsóknarverða útlit sem að er stefnt og veðurhlíf. Enn er alltof algengt að rekast á slæm mistök, t.d. varðandi loftun, frágang í kringum glugga og jafnvel ranga efnismeðferð. VANDAMÁL Ýmsar gryfjur verða á vegi þess, sem hannar klæðn- ingu og hefur ekki kynnt sér málið til hlítar fyrst. Nefna má: ■ Festingar geta verið vanmetnar eða jafnvel ofmetnar verulega. ■ Tengsl mismunandi efna eru viðkvæm og nokkuð flókin. Dæmi um þetta eru festingar í gegnvarið timbur og snertingar mismunandi málma. ■ Loftræstiþörf er oft vanmetin. ■ Taka þarf tillit til starfsemi á því húsi sem klæða skal. Skólar eru t.d. dæmi um hús þar sem gæta verður vel að styrk klæðningarefnisins og frágangi, svo að uppátektarsamir unglingar hvorki skemmi klæðninguna né meiði sig. ■ Efniseiginleikar klæðningarefna koma stundum á óvart. ■ Hita- og rakaþensla veldur í einstöku tilfellum óvæntum vandræðum. ■ Vanda þarf frágang kringum glugga og dyr, sem þegar upp er staðið gefa klæðningunni lokaútlit. Mistök við frágang yfir, við glugga og á vatnsbrettum geta auðveldlega skemmt annars áferðarfallega klæðningu. 28

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.