AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 30
EFNISVAL Á allra síðustu árum hafa komið fram athyglisverðar íslenskar nýjungar inn á markað loftræstra útveggja- klæðninga. Nefna má steinklæðningarnar sem t.d. prýða Vesturgötu 7 og Seðlabankann (sjá mynd 1). I , : Mynd I: Frá Seðlabanka Islands, klæðning úr íslensku gabbrói frá Hornafirði. Nýjasta framtakið á þessu sviði er 2 - 3 mm þykk slétt stálklæðning sem framleidd er á Akureyri. Þar eru plöturnar tilsniðnar, boraðar, sinkhúðaðarog jafn- vel sprautaðar í öllum regnbogans litum eftir óskum viðkomandi arkitekts. Ekki verður annað sagt en að þessi íslenska þróunarvinna hafi tekist nokkuð vel, ef hún er metin eftir t.d. Húsaskóla í Grafarvogs- hverfinu sem verður að teljast eftirtektarverður skóli (sjá mynd 2). Auk þessara íslensku nýjunga er gífurlegt framboð á Mynd 2: Húsaskóli (Teiknað: Arkitektaþjónustan sf.) innfluttum klæðningarefnum. Við val þeirra verður þó að fara með gát því sumar efnisgerðir eru vandmeðfarnar við erfiðar íslenskar aðstæður. VERKLÝSINGAR Eins og eðlilegt er þegar nýjar aðferðir eru að mótast eru gerð mörg og margvísleg mistök í efnismeðferð og frágangi. Allt of algengt hefurverið að klæðningar hafi verið óhannaðar og settar upp án nægilegs undirbúnings. Þetta er þó að breytast með auknum skilningi á mikilvægi góðs og rétts frágangs og hert- um kröfum frá byggingaryfirvöldum. Aðkallandi er því að góðar verklýsingar og deililausnir séu fyrir hendi og aðgengilegar fyrir notendur þess- ara klæðninga. Rétt er þó í hverju tilfelli að sérhanna klæðninguna fyrir húsin af hæfum aðilum til að lág- marka mistakahættuna og til þess að klæðningarnar skapi húsunum það eftirsóknarverða útlit sem að er stefnt og veðurhlíf. Enn er alltof algengt að rekast á slæm mistök, t.d. varðandi loftun, frágang í kringum glugga og jafnvel ranga efnismeðferð. VANDAMÁL Ýmsar gryfjur verða á vegi þess, sem hannar klæðn- ingu og hefur ekki kynnt sér málið til hlítar fyrst. Nefna má: ■ Festingar geta verið vanmetnar eða jafnvel ofmetnar verulega. ■ Tengsl mismunandi efna eru viðkvæm og nokkuð flókin. Dæmi um þetta eru festingar í gegnvarið timbur og snertingar mismunandi málma. ■ Loftræstiþörf er oft vanmetin. ■ Taka þarf tillit til starfsemi á því húsi sem klæða skal. Skólar eru t.d. dæmi um hús þar sem gæta verður vel að styrk klæðningarefnisins og frágangi, svo að uppátektarsamir unglingar hvorki skemmi klæðninguna né meiði sig. ■ Efniseiginleikar klæðningarefna koma stundum á óvart. ■ Hita- og rakaþensla veldur í einstöku tilfellum óvæntum vandræðum. ■ Vanda þarf frágang kringum glugga og dyr, sem þegar upp er staðið gefa klæðningunni lokaútlit. Mistök við frágang yfir, við glugga og á vatnsbrettum geta auðveldlega skemmt annars áferðarfallega klæðningu. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.