AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 29
í gegnum vegginn. í kuldatíð mun raki sem þannig er á leið út í gegnum vegginn þéttast í steypunni og hækka þannig efnisraka veggjarins a.m.k. tímabund- ið. Ef annað rakaálag á vegginn er lítið og rakaþétt- ing er innan hæfilegra marka þá nær veggurinn að losa sig við þessa rakaviðbót yfir sumartímann. Steyptur veggur sem er einangraður að innan er með mikla rakaflæðimótstöðu í steypunni, en þetta er við fyrstu sýn óheppilegt með tilliti til rakaflæðis. Almennt er miðað við að byggingarhluti sé þéttastur innst en opnari yst til að tryggja að rakauppsöfnun eigi sér ekki stað.Löng reynsla af steyptum veggjum hérlend- is bendir til þess að tímabundin rakauppsöfnun geti átt sér stað að vetrarlagi en að veggurinn nái að þorna á ný að sumarlagi. Vegguppbyggingin virðist því í lagi þó svo hún brjóti í bága við bókstaflega túlkun á byggingareglugerð (gr. 7.5.7 ...Raka- varnarlag skal vera svo þétt að ekki sé hætta á raka- þéttingum inni í byggingarhluta,s'\á þó einnig gr. 7.6.1...aö hlutar þeirra verði ekki fyrir skaðiegum áhrifum af völdum... þéttivatns eða loftraka). Áhrif mismunandi yfirborðsmeðhöndlunar úti og inni á hættu á rakauppsöfnun koma öðru hverju til um- ræðu, og hefur þetta verið kannað reikningslega. Gerðir voru útreikningar fyrir hefðbundna uppbygg- ingu steypts veggjar sem einangraður er að innan og eru reikningar miðaðir við stöðugt hitastig og aó öðru leyti hefðbundnir rakaflæðireikningar. Reiknað er fyrir mismunandi rakaþéttleika yfirborðsmeðhöndl- unar innan sem utan og mismunandi umhverfisað- stæður. Útreikningar sýna að ef mikill raki er í innilofti þá skiptir máli að yfirborðsmeðhöndlun að utan verði ekki rakaþétt þar sem þá er hætta á rakauppsöfnun í vegg ár frá ári, þ.e. veggurinn nær ekki að þorna út yfir sumartímann. Varðandi alla yfirborðsmeðhöndlun útveggja gildir því að reyna skal að hafa ysta byrðið opið fyrir raka- flæði en jafnframt vatnsfráhrindandi þannig að slag- regn auki ekki á rakaálag veggjarins. Hár loftraki útilofts samfara rakaálagi vegna raka- flæðis innan frá og út og áhrifum frá slagregni valda því að rakastig steypu í útveggjum, sem einangraðir eru að innan, verður allhátt. Hlutfallslegur loftraki í steypunni verður yfir stóran hluta ársins yfir 85% og jafnvel við hagstæðustu aðstæður þegar enginn viðbótarraki kemst í steypuna vegna úrkomu verður hlutfallsrakinn yfir 75%. Þessi loftraki er svo mikill að járn í steypunni mun ryðga ef verndandi áhrifa frá basískri steypunni gætir ekki.en þessi vörn steypunn- ar hverfur með tímanum vegna áhrifa af mengun frá útblæstri bíla. Til að koma í veg fyrir þessa hættu má lækka hlutfallsraka veggjarins með því að einangra hann að utan. Til þess að verja steypu fyrir áhrifum slagregns og draga þannig úr hættu á steypuskemmdum er iðu- lega brugðið á það ráð að klæða vegginn að utan, einkum ef umfang steypuskemmda er orðið umtals- vert. Þegar hús er klætt þarf alltaf að meta hvort yfir- borðsmeðhöndlun steypunnar sé svo rakaþétt að slíkt geti haft áhrif á útþornun veggjarins undir klæðningunni. Þétta málningu ætti að fjarlægja til að auðvelda útþornun en opin plastmálning hefur svo lítil áhrif á útþornun að hana má skilja eftir að skað- lausu. Mjög erfitt getur reynst að skera úr um hvort málning á vegg hefur óheppileg áhrif á útþornun veggjarins og getur þurft sérfræðiálit til slíks. Sam- fara klæðningu útveggja ætti alltaf að íhuga alvarlega að einangra undir klæðningunatil að hækka hitastig steypunnar, draga úr kuldabrúm og tryggja að járn í steypu skemmist ekki vegna tæringar, auk þess hefur viðbótareinangrun orkusparnað í för með sér. Klæðningu útveggjar má haga með tvennu móti, annars vegar loftræst klæðning, t.d. með plötu- klæðningu á grind, hinsvegar óloftræst múrklæðning. LOFTRÆSTAR ÚTVEGGJAKLÆÐNINGAR ALMENNT Með loftræstum klæðningum er átt við klæðningar sem geta verið úr margvíslegum efnum, t.d. stáli.áli, timbri, plasti, náttúrusteini eða steyptumeiningum. Þær eiga það sameiginlegt að bak við þær er loftræst bil, sem tryggir útþornun veggjarins og gerir klæðn- ingarnar að öruggri vatnsvörn ef rétt er að uppsetn- ingu staðið. Bæði er unnt að einangra undir loftræstar klæðningar og sleppa því. Á síðustu 15 árum eða svo hefur notkun loftræstra útveggjaklæðninga stóraukist, ekki aðeins við viðhald á eldri húsum heldur einnig á nýbyggingar. Nokkuð rík hefð er fyrir venjulegu bárujárni frá því snemma á öldinni en einnig hafa timburklæðningar lengi tíðkast. Segja má að fjölbreytni í efnisvali útveggjaklæðninga hafi stóraukist og þessi nýju efni ásamt steypu- skemmdum hjálpast að við að valda þessari breyt- ingu sem nú er orðin á frágangi húsa að utan. Auðvitað er ástæða til að fagna þessari breytingu þótt mörgum aðdáendum gráu steinsteypunnar þyki nóg um. 27

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.