AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 19
að útiiti, efnisvali, litum og tæknilegum lausnum og vera síðan bygginganefnd til stuðnings við umfjöllun hennar um klæðningaróskir. Vonandi er einnig að rannsóknaverkefni sem er í gangi með veglegum stuðningi Rannsóknaráðs ríkisins skili af sér góðum lausnum og ráðleggingum. Það er oft hörmulegt að sjá klæðningar sem runnu hugsunarlaust af stað og síðan lendir allt í vitleysu einhvers staðar í verkinu og eina björgunin er kíttis- túpan eins og myndir sýna hér síðar. ALGENGIR TÆKNILEGIR GALLAR í LOFTRÆSTUM KLÆÐNINGUM Það má því miður segja að við höfum upplifað galla I öllum þáttum klæðninga, allt frá festingum undir- grindar upp í ystu plötur. Algengustu göllum verður lýst hér á eftir og stundum rakið hvernig bregðast skuli við þeim. Mjög algengur galli er það hins vegar að mati höfundar að oft er verið að klæða steypu sem ósannað er að breytist svo til hins betra við klæðninguna að hún muni ekki halda áfram að skemmast. Þá er ekki óalgengt að klæðning á ónýtri eða illa skemmdri steypu endar vel fyrir ofan jörð og er steypan þá ekki varin fyrir veðrun neðst, en þar væri t.d. hægt að halda áfram niður með óloftræstri klæðningu. Hugsa þarf klæðningarmálin til enda. Og algengasti gallinn í klæðningum er einfaldlega sá að það gleymdist að hugsa áður en lagt var af stað. FESTINGAR Allt of algengt er að notaðir séu einfaldir skotnaglar. Klæðningar titra gjarnan í vindi og slíkar festingar losna. Þá eru festingar gjarnan undirhannaðar, eink- um við kanta og horn. Við höfum séð klæðningar á heilu húshliðunum flettast af. Þetta er einnig ótrúlega algengt við festingar ystu klæðningarinnar þar sem fjarlægðir milli nagla eru miðaðar við tillögur framleið- anda sem kannski er að framleiða klæðningar fyrir ferfalt minna vindálag. Þá hafa oft verið notaðar fest- ingar sem ekki hafa til að bera nægilega ryðvörn og ryðga því í sundur með tímanum. Tillaga: Nota eingöngu festingar sem eru prófaðar fyrir titrandi álag. Reikna festingar fyrir vindálag en nota ekki erlendar upplýsingar um fjarlægðir. Nota a.m.k. heitgalvanhúðaðar festingar eða ryðfríar en þar þarf vissa aðgát í samspili efna svo ekki komi fram ryðmyndun í klæðningarefninu. GRIND OG UNDIRBYGGING Við höfum yfirleitt ekki talið algera nauðsyn á því að gagnfúaverja grindarefni úr timbri í innri grindinni ef nægilega vel er hugsað fyrir loftun grindarinnar. Æskilegt er að halda grindinni örlítið frá vegg og það verður næstum því nauðsyn ef innri grindin er lárétt. Við höfum gjarnan beitt tvöföldu krossuðu lektukerfi til að tryggja loftun og þá er nauðsynlegt að huga vel að styrk loftunargrindarinnar þar sem hún þarf að flytja krafta frá klæðningunni inn í innri grindina sem oftast hefur nægan styrk. Of lítið er gert að því að nota sérhannaðar málmgrindur undir málmklæðn- ingar. Þá þarf að huga að því að ekki sé haft svo langt á milli stoða í grindinni að klæðningin verpist. Hér kemur líka til visst samspil við klæðningarefnið. EINANGRUN Það er sjálfsagt auðvelt að sýna fram á að ekki sé alltaf hagkvæmt að einangra hús í leiðinni þegar klætt er. Við mælum hins vegar eindregið með því. ( heitum útveggjum veldur þetta því að steypan verður heitari og þornar niður fyrir skemmdamörk. Þetta getur til dæmis komið í veg fyrir það að klórmengun valdi ryðskemmdum í bendingu. í köldum veggjum fækkar þetta frost-þíðusveiflunum. Hins vegar er að mati höfundar nokkur vafi á að veruleg útþornun verði í slíkum klæddum veggjum og það er aðaláhyggju- efni okkar varðandi klæðningu svala og svalaveggja ef frostskemmdir eru þegar komnar fram. Eingöngu ætti að nota óbrennanlega einangrun. VINDVÖRN (EÐA VATNSVÖRN) Flestir álíta að hlutverk svokallaðrar vindvarnar sem áður fyrr var oftast pappi sé eingöngu það að varna því að það blási um einangrunina eða inn í húsin ef um timburvegg er að ræða. Því hefur oft verið breytt um efni með þennan eina skilning í huga. Raunar hafa tilraunir sýnt það að í timburvegg hindrar vind- vörnin það engan veginn að það blási inn í húsin. það hlutverk uppfyllir innri rakavörnin miklu betur. Vindvörnin hefur hins vegar annað og mjög mikilvægt hlutverk. Það verður alltaf að reikna með því að vatn komist á bak við ystu klæðninguna. Þetta vatn á að renna niður og aftur út. Til þess þarf lag á bak við klæðninguna sem getur leitt þetta vatn niður og myndað þá hina frægu tveggja þrepa lausn sem reynst hefur vel í tilfellum sem þessum. Þetta er að okkar mati eitt aðalhlutverk „vindvarnarinnar" sem kannski á mestan þátt í góðri hegðun hreinna 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.