AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 16
á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Frakklandi, á Bretlandi og í Bandaríkjunum og snúið svo heim með þá ólíku reynslu sem með þessum löndum fylgir. Mikið misræmi á sér stað í íslenskri bygging- arlist með þessum ólíku námsleiðum. Eiginleikar bygginga, lögun þeirra og efnisáferð hafa leitt af sér ólíkar lausnir og mynstur í lands- laginu og er því erfitt að skilgreina heilsteypt ein- kenni íslenskrar byggingarlistar eða sameiginlegar leiðir sem íslenskir arkitektar fara. í verkum sínum hafa arkitektar tekið mið af erlendum straumum og stefnum og heimfært þær yfir á sitt heimaland. En þó sýna ofangreind sýnishorn úr íslenskri byggin- garlist að hún stendur sterkum fótum milli fólksins og landsins sjálfs. Má þá Ifka bæta við nýrri dæmum eins og Ráðhúsi Reykjavíkur (1992) Mynd 5 og Hæstarétti (1996) bæði teiknuð af Studio Granda - Margréti Harðardóttur og Steve Christer, Menningarmiðstöð Kópavogs (1999) teiknuð af Jakobi E. Líndal og Kristjáni Ásgeirs- syni, Skólphreinsistöð í Reykjavík, Laugalæk (1989) teiknuð af Birni Hallssyni og Jóni Þór Þorvaldssyni, mannvirkið við Bláa Lónið (1999) teiknað af Vinnustofu Arkitekta (aðalhöfundur Sigríður Sigþórsdóttir) og verðlaunatillögu Kanon arkitekta - Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thóroddsen og Þórðar Steingrímssonar fyrir Naustahverfi á Akureyri (1996). Mynd 6. Ýmsir arkitektar leggja rök fyrir því að sérstakir eiginleikar íslenskrar byggingarlistar eigi sér rætur í því að arkitektar almennt hafi svo mikið frelsi þegar þeir koma heim úr námi að landið sjálft, þjóðfélagið og náttúran örvi þá til að taka afstöðu -með eða á móti og láta síðan hugmynda- flugið ráða. Náttúran og landslagið eru sterkir mát- tarvaldar í hugum fólks og skipta sköpum í afskipt- um af umhverfinu. Að skapa til tengsla, minnast þeirra og túlka í hinu byggða og óbyggða landslagi fær íslenska arkitekta að fara að heiman og vera velkomna heim. ■ KRINGLUNNI SIMI 5 700 900

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.