AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 25

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 25
Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi, Reykjavík. Burðarvirki brúar- lr>nar er úr stáli, en gólf er úr timbri. Hönnun, Línuhönnun og Stúdíó Granda. Ljósm: SAV Höfðabakkabrú, yfir Vesturlandsveg. ®rúin er steypt, með stálstöplum milli akreina á Vesturlandsvegi. Hynd úr lofti sýnir svonefnd punktgat- namót (point interchange) ofan á miðri brúnni, en þessari tegund gatnamóta sv'par til tígul-gatnamóta, en þar eru 8atnamót við báða brúarsporðana. Hönnun, Línuhönnun og Stúdíó Granda. réttum mótauppslætti, þótti missmíð hin mesta og eingöngu gerð til að auka kostnað og rýra nota- gildi. Með brú á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut kvað við nýjan tón. Tölvutækni til burðarþols- útreikninga gerði það að verkum að ekki þurfti að skorða hönnunina við einfalda ramma, eins og áður hafði tíðkast. Og á daginn kom að smiðir og aðrir iðnaðarmenn voru alls ekki eins kreddufullir gagnvart óvenjulegum steypuflötum og áður hafði verið álitið. Þegar brúin var fullsmíðuð og fólk sá að hér var eitthvað nýtt á ferðinni bar öllum saman um að framúrskarandi vel hafði til tekist. En eins og títt var þá þurfti alltaf að gagnrýna eitthvað, en í þetta sinn var það ekki lag brúarinnar heldur var sett út á rampana að og frá Kringlumýrarbrautinni eða þá Ijósastýringuna við brúarsporðana! Fleiri brýr voru á næstu árum hannaðar af Línu- hönnun og þá í samvinnu við aðra. Tvær aðrar, sem hér eru kynntar, voru unnar í samvinnu við arkitektana Steve Christer og Margréti Harðar- dóttur, þ.e. Höfðabakkabrúin og göngubrú yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi Höfðabakkabrúin er reyndar af nýrri tegund mis- lægra gatnamóta og var líklega sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Göngubrúin yfir Kringlumýrar- braut er einnig nýstárleg í lögun og er eins og hún svífi í boga yfir brautina. Þá er einnig kynnt hér brú yfir Jökulsá á Brú. Er hún unnin í samvinnu við Vegagerðina, en verktaki var ístak hf. og eru vart glæsilegri mannvirki á þjóðvegum landsins nema ef vera skyldi gamla Fnjóskárbrúin, en hún var byggð árið 1908. Það hefur sýnt sig að beinar línur eiga illa heima í landslagi, a.m.k. hér á landi. Það er því ánægjulegt að sjá að hringbogar og aðrir ferlar eru notaðir í vegagerð þannig að betur falli að landslaginu. Auk þess sem bogaferlar að jafn- aði eru meira fyrir augað þá eru slíkir ferlar einnig af öryggisástæðum. Langir beinir kaflar slæva til- finningu ökumanna fyrir hraða og við það getur hætta myndast. Á öðrum sviðum mannvirkjagerð- ar hafa bogaferlar orðið algengari á síðustu árum og er það að flestra mati hið besta mál. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.