AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 41
B\N TVEIROG niöurlögn. Slík steypa hefur verið kölluð „Súl-pak” steypa og er hún allfrábrugðin steypu sem gjarnan er kölluð flotsteypa. Hana er unnt að framleiða með mjög lágri vatns/sements-tölu (mjög stífri steypu). Myndband um slíka steypu verður gert 1999. VARANLEG LOKUN SPRUNGNA/- STEINFLETIR UTANHÚSS Þessum rannsóknum lýkur 1999. Þærfjalla um sprungur í steinsteypu og hvernig unnt er að hylja þær og hindra vatnsstreymi inn í þær á mun hagkvæmari hátt en verið hefur. Þegar hefur verið kynnt aðferð sem gerir sögun sprungna nánast óþarfa. ÚTGÁFA - UPPLÝSINGAR Gefin voru út 13 Rb-tækniblöð, 16 rannsókna- skýrslur og tvö sérrit á árinu. Auk útgáfu slíkra tæknilegra upplvsinga voru vísitölur bygginga- kostnaðar gefnar út mánaðarlega og héldu sér- fræðingar Rb 12 erindi á erlendum ráðstefnum og birtu 40 greinar í erlendum og innlendum fræði- ritum og tímaritum. Sérfræðingar Rb önnuðust jafnframt kennslu á fjölmörgum námskeiðum. ONNUR STARFSENI Vöruvottun fer vaxandi og alls var gefið út 31 vottorð, sem tengjist kröfum í byggingarreglugerð, og 6 vottorð á lagnasviði. Einnig eru í gildi 29 sam- ningar við framleiðslufyrirtæki þar sem Rb vottar vörugæði og innra eftirlit fyrirtækjanna sem hlut- laus þriðji aðili. Erlent samstarf var óvenju mikið á árinu en greina má á milli ferns konar verkefna á þessu sviði. í fyrsta lagi er um að ræða þátttöku í netsam- starfi með eða án verulegrar þátttöku í stjórnun og rekstri. Mikilvægast á þessu sviði eru: Nordtest, samvinna prófunaraðila á Norðurlöndum, fjármagnað af NMR. NBS, samvinna norrænna byggingarannsókna- stofnana. ENBRI, samstarf evrópskra byggingarann- sóknastofnana. EOTA, samband evrópskra aðila er annast tæknivottanir. Aðilar tilnefndir af viðkomandi ríkis- stjórnum. RILEM, evrópusamstarf um efnisfræði stein- steypu. í öðru lagi er um að ræða þátttöku í alþjóðlegum samtökum án eigin vinnuframlags. Má þar nefna aukaaðild að CIB, alþjóðasamtökum rannsókna- stofnana á byggingasviði. í þriðja lagi er um að ræða samvinnu á verkefnagrundvelli. Hér er um að ræða rannsóknaverkefni, sem eru kostuð að hluta af norrænum eða evrópskum sjóðum eða erlendum fyrirtækjum. Sem stendur er samstarf á þessu sviði umfangsrmest. í fjórða lagi er um að ræða þátttöku í evrópsku netsamstarfi um ákveð- na málaflokka og er ferðakostnaður þá yfirleitt greiddur af EB. Undir þennan flokk fellur einnig þátttaka í erlendum ráðstefnum og alþjóðaráð- stefnur haldnar á íslandi af Rb. Einnig er hér um að ræða endurmenntun sérfræðinga Rb. ■ ■ Til liðs við náttúruna með vörur frá Sæplasti Pósthólf 50, 620 Dalvík, Sími 460 5000, Fax 460 5001, Netfang saeplast@saeplast.is, Heimasíða www.saeplast.is

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.