AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 48
Listasafnið á Akureyri, Listagil. HUGSMIÐ teiknistofa Hreyfikraftur, flœði, Byggingarlist, sem önnur verk mannsins, tekur örum breytingum og mótst sífellt af tíðaranda hvers tímabils jafnframt því að vera samhliða þátttakandi í mótun umhverfis og menningar. Þetta tvöfalda hlutverk byggingar-listarinnar verður oft aflvaki og uppspretta þeirra hugmynda er glæða andvana efni lífi og má ætla að sé nauðsynlegur undirbúningur arkitektrúrs sem háþróaðar samræðulistar við sam- tíma sinn. Jafnt og aðrar litstgreinar, t.d. myndlist og tónlist, hefur arkitektúr möguleika á að búa við jaðar tungumálsins, beggja vegna, handan eða við upphaf allra almennra skynsemisraka og verða í senn á frumstigi kveikja nýrra hugmynda og hugmyndatengsla og endapunktur þeirrar ólíku og samofnu þekkingarsviða jarðkringl-unnar er hönnun hefur tækifæri að tengjast. Sem slík er byggin- garlistin lifandi grein, þá sérstaklega er þegar ein hugmynd fóðrar aðra og eitt verk getur annað af sér. Hinarólíku myndir er hér birtast sýna hluta þeir- ra fjöl-breyttu verka á ýmsum stigum, sem teiknisto- fan Hugsmíð hefur komið að með einu eða öðru móti síðastliðin tvö ár. Sum þessara verka yfirgáfu aldrei teikniborðið, önnur hófust snarlega og fjöruðu út ófullkomnuð, sum fóru í bið eða óskyldar hendur og önnur eru í eðlilegri uppbyggingu. En tíðum standa eftir hugmyndir einar með sínar sjálfstæðu eigindir, óháðar raunverulegum tíma og rými, er bera vott um hverfult starf arkitektsins og leit hans að kraftbirtingu verka sinna. Það er stefna Hugsmíðar að líta til framtíðar og nútímalegra skoðanna í sköpun byggingarlistar og finna örvandi samræðugrundvöll við hið byggða umhverfi og náttúruna er byggir eingöngu á hinum afstæðu og stærðfræðilegu lögmálum arkitektúrsins sjálfs. Með öðrum orðum, byggingarlist laus við Verslun í Bankastræti. [• IsÉT ' -í Listasafnið á Akureyri, viðbygging.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.