AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 54
vistvæn sjónarmið húsbygginga þá leggja þeir mjög mismunandi áherslu á það hvað það er sem lagar húsbyggingar að sjálfbærni. Hitt er svo líka að mörg þessara landa, t.d. Norðurlöndin hafa ekki fullmótað viðhorf sín í þessum málaflokki, hvað þá heldur samræmt þau. Þróunarskrefin sem unnt er að taka á þessari leið frá hefðbundnum byggingum í átt að sjálf- bærum byggingum eru raunar nokkuð mörg. Og án efa mun framtíðin einnig bera nokkur ný slík skref í skauti sér, sem ekki eru þekkt í dag. - En það hefur einmitt nokkuð borið á því að ýmsir aði- lar sem selja vörur eða þjónustu, leyfa sér þann munað að nefna þessa starfsemi sína sjálfbæra, einungis með því að taka eitt lítið skref í þá átt. Stundum er vanþekkingu um að kenna. - Full nauðsyn er því á því, að leggja línurnar á þessu sviði. Ákveða hvaða lágamarksþætti þarf að upp- fylla til þess að lágmarkssjálfbærni sé náð. Eins og áður segir var fyrsta vistvæna deiliskip- ulagið samþykkt hér á landi af skipulagsyfirvöldum árið 1995. Hverfið er á Hellnum í Snæfellsbæ. Það er lítið íbúðarhverfi á jörðinni Brekkubæ. Svæðið er alls 3,4 hektarar að stærð og á því eru aðeins 15 íbúðir en að auki þjónustubyggingar. Skipulagið er unnið eftir níu meginatriðum: 1. Orkusparnaður og orkuvinnsla 2. Hreint vatn 3. Skolp 4. Rusl 5. Byggingarefni 6. Gróður 7. Félagslegi þátturinn 8. Lóðin 9. Húsin ORKAN Notkun aðkeyptrar orku er takmörkuð með vörn- um - hér með þykkari einangrun en venjulega - eða 30 cm - og svo með húsforminu, sem var ákveðið sem hvolfbygging. En síðan er gert ráð fyrir því að vinna orku á margþættan hátt. Bæði með tækni og öðrum útfærslum í og við húsin. - Svo sem eins og sólargluggum, sólarvatnshitun- 52

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.