AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 57
LÓÐIN í þessu skipulagi var ekki gert ráð fyrir sér- stökum afgirtum lóðum umhverfis hvert hús fyrir sig. Lóðin takmarkast af húsgrunninum og næsta athafnasvæði umhverfis húsin. Hins vegar er mun rýmra um hvert hús en í hefðbundinni íbúðabyggð. Þetta er fylgifiskur sjálfbærs skipulags vegna meiri umsýslu við þannig hús. Þannig má t.d. benda á það að meira pláss þarf til að hengja upp þvott. Það kemur í stað þeirrar orkueyðslu sem fer í að þurrka þvott í vélum. - Allt yfirborð gatna skal vera vatnsgleypandi þ.e. ekki malbik. Opið yfirborð hef- ur áhrif á jarðvatnsstreymið og þar með á vistkerfi húsanna. HÚSIN Hér var eingöngu gert ráð fyrir hvolfhúsum - svokölluðum kúluhúsum - sem geta verið á tveim hæðum og með kjallara. Þessi hús eru einungis ein af mörgum húsagerðum sem unnt er að gera sjálfbær. Hins vegar gefur gerð þeirra tilefni til tvenns konar aukavinnings á átt að sjálfbærni: Lágmarksyfirborð (lágmarkseinangrunarmassi) á ytra byrði miðað við rúmmál - og lágmarksvindkæl- ing vegna rúnnaðs yfirborðs (hentar vel í vinda- sömu landi). - Torfklæðning skal að einhverju leyti vera á hverju húsi fyrir sig - mest mót norðri. Aðalbyggingarefnið er timbur en steypa er ein- ungis í undirstöðum, neðstu plötum og grunnhæð. Einangrun hússins er alls staðar 30 cm þykk stein- ull. Og innbyggð sólstofa skal vera á móti suðri í öllum húsunum við að vinna geislunarorku. Til húsanna heyrir einnig öll sú hreintækni sem þegar er búið að þróa og gerir það kleift að allir úrvinnsluferlar innan húsanna séu á sjálfbærum nótum. Hér á sjálfsagt mörg hreintækniútfærslan eftir að bætast við þegar fram líða stundir. FRAMKVÆHDIR Þegar upp var staðið var framkvæmd þessa fyrsta samþykkta deiliskipulags ekki í samræmi við ákvæði þess. Nýjar óskir um breytingar á áður ákveðnu og samþykktu fyrirkomulagi deiliskipu- lagsins voru settar fram af nýrri stjórn félagsins Snæfellsás sem á jörðina á Brekkubæ. Það var svo sveitarfélagið í Snæfellsbæ sem fyrir sitt leyti samþykkti þær breytingar án nokkurs samráðs við höfund deiliskipulagsins og raunar þvert á óskir hans. Æðri skipulagsyfirvöld töldu sig ekki megn- ug þess að gera neina bragarbót á málinu en höfðu þó samþykkt deiliskipulagið formlega. Typical building lot in a cluster Það er því tæplega hægt að kalla framkvæmd deiliskipulagsins að Hellnum vistvæna eða sjálf- bæra því skrefin sem þarna voru stigin í reynd ná of skammt. Þetta tilfelli bendir okkur enn á það að setja þarf reglugerðir um lágmarksskilgreiningu á sjálfbærni bygginga og skipulags til þess að almenningur átti sig á hvað er verið að bjóða honum í einstökum tilfellum. OKOLOCISK LANDSBYSAMFUND f TORUP Árið 1988 eignaðist Vistþorpsfélagið í Torup jörð- ina Dyssekilde gárden. Markmið félagsins var að reisa þar byggðakjarna sem tæki í meginatriðum tillit til vistrænna sjónarmiða. Jörðinni var skipt nokkurn veginn í tvo sex hektara helminga. Annar var skipulagður fyrir 90 íbúða byggð, samsetta úr fimm mismunandi byggingarhópum og einnig atvinnusvæði, en hinn nýttist fyrir jarðrækt íbúan- na bæði fyrir sjálfa sig og utanaðkomandi aðila. Bygging húsanna hófst vorið 1990 og nú sumar- ið 1999 hafa 45 íbúðir verið teknar í notkun en tut- tugu nýjar eru í byggingu, einkum í svokölluðum „Fimmta-hópnum". T.B. stóð að hönnun fjögurra hvolfbygginga í svokölluðum „Dome-gruppe“ á árunum 1988 til 1991 ásamt þeim Ole Vanggaard verkfræðingi og Henrik Suhr arkitekt. Alls eru sex íbúðir í þessum fjórum húsum. Það má segja að með byggingu þessara fjög- urra hálfkúlulaga íbúðarhúsa í Torup hófst fyrir alvöru innreið þessarar gerðar bygginga í Dan- mörku. En þau nefnast nú þar í landi „dome- 55

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.