AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 57
LÓÐIN í þessu skipulagi var ekki gert ráð fyrir sér- stökum afgirtum lóðum umhverfis hvert hús fyrir sig. Lóðin takmarkast af húsgrunninum og næsta athafnasvæði umhverfis húsin. Hins vegar er mun rýmra um hvert hús en í hefðbundinni íbúðabyggð. Þetta er fylgifiskur sjálfbærs skipulags vegna meiri umsýslu við þannig hús. Þannig má t.d. benda á það að meira pláss þarf til að hengja upp þvott. Það kemur í stað þeirrar orkueyðslu sem fer í að þurrka þvott í vélum. - Allt yfirborð gatna skal vera vatnsgleypandi þ.e. ekki malbik. Opið yfirborð hef- ur áhrif á jarðvatnsstreymið og þar með á vistkerfi húsanna. HÚSIN Hér var eingöngu gert ráð fyrir hvolfhúsum - svokölluðum kúluhúsum - sem geta verið á tveim hæðum og með kjallara. Þessi hús eru einungis ein af mörgum húsagerðum sem unnt er að gera sjálfbær. Hins vegar gefur gerð þeirra tilefni til tvenns konar aukavinnings á átt að sjálfbærni: Lágmarksyfirborð (lágmarkseinangrunarmassi) á ytra byrði miðað við rúmmál - og lágmarksvindkæl- ing vegna rúnnaðs yfirborðs (hentar vel í vinda- sömu landi). - Torfklæðning skal að einhverju leyti vera á hverju húsi fyrir sig - mest mót norðri. Aðalbyggingarefnið er timbur en steypa er ein- ungis í undirstöðum, neðstu plötum og grunnhæð. Einangrun hússins er alls staðar 30 cm þykk stein- ull. Og innbyggð sólstofa skal vera á móti suðri í öllum húsunum við að vinna geislunarorku. Til húsanna heyrir einnig öll sú hreintækni sem þegar er búið að þróa og gerir það kleift að allir úrvinnsluferlar innan húsanna séu á sjálfbærum nótum. Hér á sjálfsagt mörg hreintækniútfærslan eftir að bætast við þegar fram líða stundir. FRAMKVÆHDIR Þegar upp var staðið var framkvæmd þessa fyrsta samþykkta deiliskipulags ekki í samræmi við ákvæði þess. Nýjar óskir um breytingar á áður ákveðnu og samþykktu fyrirkomulagi deiliskipu- lagsins voru settar fram af nýrri stjórn félagsins Snæfellsás sem á jörðina á Brekkubæ. Það var svo sveitarfélagið í Snæfellsbæ sem fyrir sitt leyti samþykkti þær breytingar án nokkurs samráðs við höfund deiliskipulagsins og raunar þvert á óskir hans. Æðri skipulagsyfirvöld töldu sig ekki megn- ug þess að gera neina bragarbót á málinu en höfðu þó samþykkt deiliskipulagið formlega. Typical building lot in a cluster Það er því tæplega hægt að kalla framkvæmd deiliskipulagsins að Hellnum vistvæna eða sjálf- bæra því skrefin sem þarna voru stigin í reynd ná of skammt. Þetta tilfelli bendir okkur enn á það að setja þarf reglugerðir um lágmarksskilgreiningu á sjálfbærni bygginga og skipulags til þess að almenningur átti sig á hvað er verið að bjóða honum í einstökum tilfellum. OKOLOCISK LANDSBYSAMFUND f TORUP Árið 1988 eignaðist Vistþorpsfélagið í Torup jörð- ina Dyssekilde gárden. Markmið félagsins var að reisa þar byggðakjarna sem tæki í meginatriðum tillit til vistrænna sjónarmiða. Jörðinni var skipt nokkurn veginn í tvo sex hektara helminga. Annar var skipulagður fyrir 90 íbúða byggð, samsetta úr fimm mismunandi byggingarhópum og einnig atvinnusvæði, en hinn nýttist fyrir jarðrækt íbúan- na bæði fyrir sjálfa sig og utanaðkomandi aðila. Bygging húsanna hófst vorið 1990 og nú sumar- ið 1999 hafa 45 íbúðir verið teknar í notkun en tut- tugu nýjar eru í byggingu, einkum í svokölluðum „Fimmta-hópnum". T.B. stóð að hönnun fjögurra hvolfbygginga í svokölluðum „Dome-gruppe“ á árunum 1988 til 1991 ásamt þeim Ole Vanggaard verkfræðingi og Henrik Suhr arkitekt. Alls eru sex íbúðir í þessum fjórum húsum. Það má segja að með byggingu þessara fjög- urra hálfkúlulaga íbúðarhúsa í Torup hófst fyrir alvöru innreið þessarar gerðar bygginga í Dan- mörku. En þau nefnast nú þar í landi „dome- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.