AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 64
Bláa Lónið Sigurður Björgúlfsson, Bíáa lónið er einstakt. Það er í senn náttúrufyrirbæri og mannanna verk. Það hefur meira aðdráttarafl en flestir staðir aðrir í landinu. Kemur þar hvort tveggja til dulmögnuð fegurð þess og ótvíræður lækningarmáttur. Bláa lónið verður til við frárennsli á afgangsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja. Þar hefur verið rekinn baðstaður um árabil. Baðstaðurinn hefur nú verið fluttur og aðstaða byggð upp á nýjum stað, vestar í lllahrauni. Áætlanir eru um margvíslega starfsemi á vegum rekstraraðila Bláa Lónsins á þessum stað í fram- tíðinni. Auk reksturs baðstaðar eru m.a. áform um byggingu hótels- og ráðstefnumiðstöðvar og nýr- rar meðferðarstöðvar fyrir húðsjúka. Starfsemin verður byggð upp í áföngum. Fyrsti áfangi hefur nú verið tekinn í notkun. Hýsir hann baðhús með búningsklefum, böðum og innilaug- arsvæði ásamt þjónustuálmu með verslun, stórum veislusal, minni ráðstefnu/fundarsal, eldhúsi, skrif- stofum ofl. Við framkvæmdina í heild hefur náttúruvernd verið höfð að leiðarljósi. Hönnuðir mótuðu heildarhugmynd að mannvirk- jagerð í hrauninu þar sem megináhersla var lögð á verndun. Mannvirki eru lögð að varfærni í hraunið og lúta lögmálum staðarvalsins. ARKITEKTAR: Vinnustofa arkitekta ehf. Hróbjartur Hróbjartsson Richard Ólafur Briem Sigríður Sigþórsdóttir Sigurður Björgúlfsson Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík HÖNNUNARHÓPUR: Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt, verkefnisstjóri Anna Sigríður Jóhannesdóttir, arkitekt Edda Þórsdóttir, arkitekt Hermann Georg Gunnlaugsson, landslags- arkitekt Ólafur Melsted, landslagsarkitekt Richard Ólafur Briem, arkitekt 62

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.