AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Side 75
GronlandsBANKEN - clin stcerke partner pá clet finansielle omráde Samkeppnti um íbúð á GRÆNLANDI - I/ r. 'l llt tiinngassuteqartunut ijlit suleqatissat nukittooq Síðastliðinn vetur gekkst Grænlandsbanki fyrir hugmyndasamkeppni um íbúðarhús á Grænlandi. Til samkeppninnar var boðið tveimur teiknistofum frá hverju Norðurlandanna, ásamt nokkrum græn- lenskum teiknistofum. Teiknistofurnar sem urðu fyrir valinu á íslandi voru Batteríið og samstarfshópur á vegum Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar sem í voru arkitektarnir Alena Anderlova, Gestur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Haukur Viktorsson, Jón Kristinsson, Knud Jeppesen, Pétur Örn Björnsson og Ævar Harðarson, auk prófess- ors Guðna A. Jóhannessonar. Fram komu margar áhugaverðar tillögur, en dönsk teiknistofa, Schmidt, Hammer & Lassen varð hlutskörp- ust, MYND 1. Sú teiknistofa hefur m.a. hannað nýja menningarhúsið KATUAQ í Nuuk. í niðurstöðu dóm- nefndar um vinningstillöguna segir m.a.: „Húsformið er mjög sannfærandi. Gert er ráð fyrir að húsin séu dökk á lit og með hallandi þaki og veggflötum. Þannig minna þau að vissu leyti á gömlu grænlensku veiðihúsin. Tillagan byggir í megindráttum á mjög hreinum formum, uppskiptingu íbúða í köld og heit rými, góðum mögu- leikum fyrir alla aldurshópa til að búa í húsunum og lagnakjarna í miðju húsi. Á milli dvalarrýma og útirýma er gert ráð fyrir millirými (gler- og skermveggir) sem eykur notagildi húsanna og lækkar rekstrarkostnað hvað snertir upphitun." Um tillögu Batterísins, MYND 2, segir almennt: „í tillögunni er megináherslan lögð á að sýna nýjar bygg- ingaraðferðir." Um tillögu samstarfshóps á vegum Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar, MYND 3, segir m.a. almennt í umsögn dómnefndar: „Mjög áhugaverð tillaga sem sýnir möguleika á framtíðarhúsnæði á Grænlandi. Tillagan gerir ráð fyrir að húsinu (íbúðunum) sé skipt í heit og köld rými. í tillögunni er unnið með samsett bogin form. Byggingaraðferðin leiðir til þess að hægt er að víkja frá hefðbundnum húsformum/húsagerðum. Tillagan er sú eina af samkeppnistillögunum sem gerir ráð fyrir gólfhitun með vatni. Dómnefndin hefur mikla trú á þessu sem framtíðarlausn viðvíkjandi upphitun húsa. Samkeppninni var ætlað að blása lífi í umræðuna um nýja byggingarhætti og nýjar húsagerðir á Grænlandi. Þá átti að gera grein fyrir aðlögun bygginga að lands- lagi og samfélagsmynstri. Auk þess var óskað eftir nýj- ungum sem leitt gætu til styttri byggingartíma, lægri byggingar- og rekstrarkostnaðar. Þá átti einnig að gera grein fyrir hvernig tillögurnar gætu styrkt grænlenskan byggingariðnað og lengt framkvæmdatímann. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.