AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Síða 75
GronlandsBANKEN - clin stcerke partner pá clet finansielle omráde Samkeppnti um íbúð á GRÆNLANDI - I/ r. 'l llt tiinngassuteqartunut ijlit suleqatissat nukittooq Síðastliðinn vetur gekkst Grænlandsbanki fyrir hugmyndasamkeppni um íbúðarhús á Grænlandi. Til samkeppninnar var boðið tveimur teiknistofum frá hverju Norðurlandanna, ásamt nokkrum græn- lenskum teiknistofum. Teiknistofurnar sem urðu fyrir valinu á íslandi voru Batteríið og samstarfshópur á vegum Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar sem í voru arkitektarnir Alena Anderlova, Gestur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Haukur Viktorsson, Jón Kristinsson, Knud Jeppesen, Pétur Örn Björnsson og Ævar Harðarson, auk prófess- ors Guðna A. Jóhannessonar. Fram komu margar áhugaverðar tillögur, en dönsk teiknistofa, Schmidt, Hammer & Lassen varð hlutskörp- ust, MYND 1. Sú teiknistofa hefur m.a. hannað nýja menningarhúsið KATUAQ í Nuuk. í niðurstöðu dóm- nefndar um vinningstillöguna segir m.a.: „Húsformið er mjög sannfærandi. Gert er ráð fyrir að húsin séu dökk á lit og með hallandi þaki og veggflötum. Þannig minna þau að vissu leyti á gömlu grænlensku veiðihúsin. Tillagan byggir í megindráttum á mjög hreinum formum, uppskiptingu íbúða í köld og heit rými, góðum mögu- leikum fyrir alla aldurshópa til að búa í húsunum og lagnakjarna í miðju húsi. Á milli dvalarrýma og útirýma er gert ráð fyrir millirými (gler- og skermveggir) sem eykur notagildi húsanna og lækkar rekstrarkostnað hvað snertir upphitun." Um tillögu Batterísins, MYND 2, segir almennt: „í tillögunni er megináherslan lögð á að sýna nýjar bygg- ingaraðferðir." Um tillögu samstarfshóps á vegum Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar, MYND 3, segir m.a. almennt í umsögn dómnefndar: „Mjög áhugaverð tillaga sem sýnir möguleika á framtíðarhúsnæði á Grænlandi. Tillagan gerir ráð fyrir að húsinu (íbúðunum) sé skipt í heit og köld rými. í tillögunni er unnið með samsett bogin form. Byggingaraðferðin leiðir til þess að hægt er að víkja frá hefðbundnum húsformum/húsagerðum. Tillagan er sú eina af samkeppnistillögunum sem gerir ráð fyrir gólfhitun með vatni. Dómnefndin hefur mikla trú á þessu sem framtíðarlausn viðvíkjandi upphitun húsa. Samkeppninni var ætlað að blása lífi í umræðuna um nýja byggingarhætti og nýjar húsagerðir á Grænlandi. Þá átti að gera grein fyrir aðlögun bygginga að lands- lagi og samfélagsmynstri. Auk þess var óskað eftir nýj- ungum sem leitt gætu til styttri byggingartíma, lægri byggingar- og rekstrarkostnaðar. Þá átti einnig að gera grein fyrir hvernig tillögurnar gætu styrkt grænlenskan byggingariðnað og lengt framkvæmdatímann. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.